Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2025 10:30 Michael Schumacher vann sjö heimsmeistaratitla í formúlu 1 á sínum tíma og var þá einn frægasti og vinsælasti íþróttamaður heims. Getty/ Andy Hone Nú hafa menn komist að því hvaða þrír einstaklingar utan fjölskyldu Michael Schumacher fái að hitta kappann eftir slysið örlagaríka. Michael Schumacher hefur ekki sést á almannafæri síðan að hann slasaðist illa á höfði í skíðaslysi í Ölpunum fyrir tólf árum síðan. Fjölskyldan passar vel upp á að ástand hans sé einkamál hennar. Corinna, eiginkona Michael Schumacher, sér um hann ásamt læknaliði á heimili þeirra við Genfarvatn í Sviss. Schumacher fékk mjög slæmt höfuðhögg þegar hann datt á stein á fullri ferð á skíðum. Honum var haldið sofandi í marga mánuði eftir slysið. Hann þurfti að gangast undir tvær aðgerðir. Það tókst að bjarga lífi hans en lítið er vitað um hvert ástand hans væri í raun og veru. Allt frá slysinu árið 2013 hefur verið mikill áhugi á því að komast að því hvert sér raunverulegt ástand hans en Corinnu og fjölskyldu hefur tekist að passa upp á sinn mann. Blaðamenn og aðrir í gróðavon hafa reynt ýmislegt til að komast yfir upplýsingar eða myndir. Það eru þó nokkrir sem fjölskyldan treystir og þeir hafa haldið trúnaði allan þennan tíma. The Telegraph hefur nú komist að því hvaða þrír einstaklingar utan fjölskyldunnar fái að heimsækja Michael Schumacher. Jean Todt, franskur framkvæmdastjóri í formúlunni, er sagður vera einn þeirra. Þeir unnu mikið saman þegar Schumacher gekk best hjá Ferrari. Ross Brawn, sem stýrði Ferrari liðinu til fimm heimsmeistaratitla frá 2000 til 2004 er sagður vera annar. Þriðji og síðasti maðurinn sem fær að heimsækja sjöfalda heimsmeistarann er Gerhard Berger, fyrrum ástralskur formúlu 1 ökumaður, sem fór frá því að vera keppinautur hans í að vera náinn fjölskylduvinur. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport) Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Michael Schumacher hefur ekki sést á almannafæri síðan að hann slasaðist illa á höfði í skíðaslysi í Ölpunum fyrir tólf árum síðan. Fjölskyldan passar vel upp á að ástand hans sé einkamál hennar. Corinna, eiginkona Michael Schumacher, sér um hann ásamt læknaliði á heimili þeirra við Genfarvatn í Sviss. Schumacher fékk mjög slæmt höfuðhögg þegar hann datt á stein á fullri ferð á skíðum. Honum var haldið sofandi í marga mánuði eftir slysið. Hann þurfti að gangast undir tvær aðgerðir. Það tókst að bjarga lífi hans en lítið er vitað um hvert ástand hans væri í raun og veru. Allt frá slysinu árið 2013 hefur verið mikill áhugi á því að komast að því hvert sér raunverulegt ástand hans en Corinnu og fjölskyldu hefur tekist að passa upp á sinn mann. Blaðamenn og aðrir í gróðavon hafa reynt ýmislegt til að komast yfir upplýsingar eða myndir. Það eru þó nokkrir sem fjölskyldan treystir og þeir hafa haldið trúnaði allan þennan tíma. The Telegraph hefur nú komist að því hvaða þrír einstaklingar utan fjölskyldunnar fái að heimsækja Michael Schumacher. Jean Todt, franskur framkvæmdastjóri í formúlunni, er sagður vera einn þeirra. Þeir unnu mikið saman þegar Schumacher gekk best hjá Ferrari. Ross Brawn, sem stýrði Ferrari liðinu til fimm heimsmeistaratitla frá 2000 til 2004 er sagður vera annar. Þriðji og síðasti maðurinn sem fær að heimsækja sjöfalda heimsmeistarann er Gerhard Berger, fyrrum ástralskur formúlu 1 ökumaður, sem fór frá því að vera keppinautur hans í að vera náinn fjölskylduvinur. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport)
Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira