„Erum ekki að lýsa yfir stuðningi við Trump“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. júní 2025 10:33 Formaður félagsins segir að húmor hafi vakið fyrir Þorbirningum frekar en pólitísk hugmyndafræði. Vísir/Samsett Formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir félagið ekki lýsa yfir stuðningi við Donald Trump Bandaríkjaforseta með umdeildum derhúfum sem það setti í sölu í gær. Staðgengill upplýsingafulltrúa Landsbjargar segir að einingar innan félagsins séu sjálfstæðar en að málið verði skoðað. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, segir að félagsmenn hafi tekið upp á því að láta gera derhúfurnar fyrir landsþing björgunarsveitarmanna. Það sé hefð fyrir því að samræma klæðaburð. Hann segir að húfurnar hafi vakið mikla eftirtekt þeirra sem þingið sóttu og Grindvíkinga sérstaklega. Ákveðið var að hefja sölu á derhúfunum. „Við skelltum okkur í það og þá fór allt í bál og brand,“ segir Bogi. Ekki pólitískur boðskapur Hann segir félagið standa við þetta. Það sé stefna allra innfæddra að „gera Grindavík frábæra aftur,“ hvort sem er á íslensku eða ensku. Það vakti ekki síst athygli þegar fréttir af málinu bárust í gær að slagorðið skyldi vera á ensku. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus í íslenskum fræðum og álitsgjafi í málefnum hins ylhýra gerði það meðal annarra að umfjöllunarefni sínu í færslu á samfélagsmiðlum. Í færslu sinni segir hann að um óvirðingu við íslensku sé að ræða og að það sé ákaflega dapurt að björgunarsveitinni skuli þykja eðlilegt að framleiða húfur með slagorði á ensku. Bogi segir húmor og hópefli hafa vakið fyrir Þorbirningum frekar en hugmyndafræði. „Þetta var ekki ætlað til þess að skjóta á einhvern. Við erum ekki að lýsa yfir stuðningi við Trump,“ segir hann. „Mér finnst þetta ekki vera neitt til að biðjast afsökunar fyrir þetta er fyrst og fremst bara derhúfa,“ segir Bogi Adolfsson. Björgunarsveitir sjálfstæðar gagnvart Landsbjörg Hinrik Wöhler, staðgengill upplýsingafulltrúa slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að hver eining innan félagsins sé sjálfstæð en að það verði skoðað hvort lög félagsins hafi verið brotin með derhúfusölunni. „Það gefur auga leið hvað er verið að vísa í og auðvitað sem stórt félag með þúsundir félaga þá reynum við að gæta hlutleysis. Stjórn félagsins þarf bara að skoða það hvort þetta stingi í stúf við lög félagsins. Við reynum að hafa jákvæða ímynd. Hver félagseining er sjálfstæð gagnvart félaginu hvað varðar störf og fjármál. Það stendur í lögum,“ segir hann. „Þetta verður skoðað,“ segir Hinrik. Grindavík Björgunarsveitir Donald Trump Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira
Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, segir að félagsmenn hafi tekið upp á því að láta gera derhúfurnar fyrir landsþing björgunarsveitarmanna. Það sé hefð fyrir því að samræma klæðaburð. Hann segir að húfurnar hafi vakið mikla eftirtekt þeirra sem þingið sóttu og Grindvíkinga sérstaklega. Ákveðið var að hefja sölu á derhúfunum. „Við skelltum okkur í það og þá fór allt í bál og brand,“ segir Bogi. Ekki pólitískur boðskapur Hann segir félagið standa við þetta. Það sé stefna allra innfæddra að „gera Grindavík frábæra aftur,“ hvort sem er á íslensku eða ensku. Það vakti ekki síst athygli þegar fréttir af málinu bárust í gær að slagorðið skyldi vera á ensku. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus í íslenskum fræðum og álitsgjafi í málefnum hins ylhýra gerði það meðal annarra að umfjöllunarefni sínu í færslu á samfélagsmiðlum. Í færslu sinni segir hann að um óvirðingu við íslensku sé að ræða og að það sé ákaflega dapurt að björgunarsveitinni skuli þykja eðlilegt að framleiða húfur með slagorði á ensku. Bogi segir húmor og hópefli hafa vakið fyrir Þorbirningum frekar en hugmyndafræði. „Þetta var ekki ætlað til þess að skjóta á einhvern. Við erum ekki að lýsa yfir stuðningi við Trump,“ segir hann. „Mér finnst þetta ekki vera neitt til að biðjast afsökunar fyrir þetta er fyrst og fremst bara derhúfa,“ segir Bogi Adolfsson. Björgunarsveitir sjálfstæðar gagnvart Landsbjörg Hinrik Wöhler, staðgengill upplýsingafulltrúa slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að hver eining innan félagsins sé sjálfstæð en að það verði skoðað hvort lög félagsins hafi verið brotin með derhúfusölunni. „Það gefur auga leið hvað er verið að vísa í og auðvitað sem stórt félag með þúsundir félaga þá reynum við að gæta hlutleysis. Stjórn félagsins þarf bara að skoða það hvort þetta stingi í stúf við lög félagsins. Við reynum að hafa jákvæða ímynd. Hver félagseining er sjálfstæð gagnvart félaginu hvað varðar störf og fjármál. Það stendur í lögum,“ segir hann. „Þetta verður skoðað,“ segir Hinrik.
Grindavík Björgunarsveitir Donald Trump Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira