Nemar á Landspítalanum klæddust „Öldrunarbúningi“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. júní 2025 20:03 Ólafur Guðbjörn, framkvæmdastjóri hjúkrunar, ásamt Jóhönnu Lind, hjúkrunarfræðingi, sem var ein af þeim, sem skipulagði daginn. Bæði voru þau mjög ánægð með hvernig til tókst. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 400 lækna- og hjúkrunarnemar munu vinna á Landspítalanum í sumar en áður en vinnan hófst var haldin svokallaður „tækjadagur“ á spítalanum þar sem ýmis tæki og tól voru til sýnis fyrir sumarstarfsmenn. Það sem vakti þó hvað mesta athygli var „Öldrunarbúningur“, sem nemarnir fengu að prófa. Tækjadagurinn var haldinn í Eirbergi þar sem sumarstarfsmennirnir gengu á milli stöðva og fengu að kynnast helstu tækjunum og lækningaverkfærunum, sem þau koma til með að nota í sumarvinnunni. Mikil ánægja var með daginn. „Heyrðu, þetta er geggjað og hefur mælst mjög vel fyrir og starfsfólkið er mjög ánægt með þetta með allskonar tæki til að kenna þeim og líka að fá innsýn inn í hvernig er að vera sjúklingur, vera aldraður og hrumur, sem að hefur gefist mjög vel,“ segir Ólafur Guðbjörn Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum og bætir við. „Ég er mjög stoltur af þessu verkefni og ég er bara almennt stoltur af hermináminu og hermissetrinu okkar á Landsspítalanum, sem er algjör leikbreytir í því hvernig við þjálfum upp nýtt heilbrigðisstarfsfólk.“ Og sú stöð, sem vakti hvað mesta athygli var“ Öldrunarbúningurinn”, en þar fengu nemendurnir að upplifa hvernig er að vera aldraður og færniskertur á ýmsum sviðum. Fyrst voru gleraugu sett upp þar sem sjónsviðið er mjög skert, svo voru heyrnartól sett á höfuðið þannig að nemendur heyrðu mjög lítið og allir þurftu að fara í hanska til að finna fyrir minnkuðu skyni í fingrunum og svo voru allskonar þyngingar settar á nemendur. Ein af þrautunum var svo að finna til lyfin með allan þennan búnað sér, D-vítamín og hjartamagnyl og gekk það hjá flestum mjög brösuglega. „Þetta er mjög skemmtilegt og ótrúlegt hvernig fólk upplifir að vera svona færniskertur. Einn sagði hérna áðan, ég vona að ég verði aldrei gamall,” segir Jakobína Rut Daníelsdóttir, sjúkraliði á Landspítalanum, sem vann á „Öldrunarbúningastöðinni“ á tækjadeginum. Jakobína Rut og einn af nemendum að prófa sig áfram í „Öldrunarbúningnum“.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér fannst þetta bara mjög erfitt að gera þetta. Fann ekki töflurnar, sá ekki neitt, heyrði lítið, mjög íþyngjandi hendur, já mér fannst þetta svolítið erfitt,” segir Ingibjörg Valmundsdóttir, nemandi í hjúkrunarfræði eftir að hafa farið í „Öldrunarbúninginn“. „Þetta gekk svolítið brösuglega en þetta gekk í lokin. Mér fannst erfiðast að taka saman lyfin, það var mjög erfitt,” segir Valdimar Sveinsson, nemandi í læknisfræði. Hvernig heldur þú að það sé að vera gamall? „Ég held að það geti bara verið mjög erfitt, það reynir á margt, sem að maður gerir sér kannski ekki grein fyrir,” segir Valdimar. Svo var komið að því að fréttamaður var klæddur í „Öldrunarbúninginn” og fékk að prófa sig áfram, æi hvað það gekk allt brösuglega hjá honum. Öldrunarbúningsstöðin“ hjá lækna- og hjúkrunarnemendunum var mjög vinsæl.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Landspítalinn Eldri borgarar Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Tækjadagurinn var haldinn í Eirbergi þar sem sumarstarfsmennirnir gengu á milli stöðva og fengu að kynnast helstu tækjunum og lækningaverkfærunum, sem þau koma til með að nota í sumarvinnunni. Mikil ánægja var með daginn. „Heyrðu, þetta er geggjað og hefur mælst mjög vel fyrir og starfsfólkið er mjög ánægt með þetta með allskonar tæki til að kenna þeim og líka að fá innsýn inn í hvernig er að vera sjúklingur, vera aldraður og hrumur, sem að hefur gefist mjög vel,“ segir Ólafur Guðbjörn Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum og bætir við. „Ég er mjög stoltur af þessu verkefni og ég er bara almennt stoltur af hermináminu og hermissetrinu okkar á Landsspítalanum, sem er algjör leikbreytir í því hvernig við þjálfum upp nýtt heilbrigðisstarfsfólk.“ Og sú stöð, sem vakti hvað mesta athygli var“ Öldrunarbúningurinn”, en þar fengu nemendurnir að upplifa hvernig er að vera aldraður og færniskertur á ýmsum sviðum. Fyrst voru gleraugu sett upp þar sem sjónsviðið er mjög skert, svo voru heyrnartól sett á höfuðið þannig að nemendur heyrðu mjög lítið og allir þurftu að fara í hanska til að finna fyrir minnkuðu skyni í fingrunum og svo voru allskonar þyngingar settar á nemendur. Ein af þrautunum var svo að finna til lyfin með allan þennan búnað sér, D-vítamín og hjartamagnyl og gekk það hjá flestum mjög brösuglega. „Þetta er mjög skemmtilegt og ótrúlegt hvernig fólk upplifir að vera svona færniskertur. Einn sagði hérna áðan, ég vona að ég verði aldrei gamall,” segir Jakobína Rut Daníelsdóttir, sjúkraliði á Landspítalanum, sem vann á „Öldrunarbúningastöðinni“ á tækjadeginum. Jakobína Rut og einn af nemendum að prófa sig áfram í „Öldrunarbúningnum“.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér fannst þetta bara mjög erfitt að gera þetta. Fann ekki töflurnar, sá ekki neitt, heyrði lítið, mjög íþyngjandi hendur, já mér fannst þetta svolítið erfitt,” segir Ingibjörg Valmundsdóttir, nemandi í hjúkrunarfræði eftir að hafa farið í „Öldrunarbúninginn“. „Þetta gekk svolítið brösuglega en þetta gekk í lokin. Mér fannst erfiðast að taka saman lyfin, það var mjög erfitt,” segir Valdimar Sveinsson, nemandi í læknisfræði. Hvernig heldur þú að það sé að vera gamall? „Ég held að það geti bara verið mjög erfitt, það reynir á margt, sem að maður gerir sér kannski ekki grein fyrir,” segir Valdimar. Svo var komið að því að fréttamaður var klæddur í „Öldrunarbúninginn” og fékk að prófa sig áfram, æi hvað það gekk allt brösuglega hjá honum. Öldrunarbúningsstöðin“ hjá lækna- og hjúkrunarnemendunum var mjög vinsæl.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Landspítalinn Eldri borgarar Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira