Keyptu Brauðhúsið til að fara ekki á hausinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júní 2025 23:06 Staðurinn hefur staðið auður frá því að eigendur fengu húsnæðið afhent í nóvember. Vísir/Anton Brink Eigandi bakarísins Hygge hefur beðið í yfir tvö hundruð daga eftir að fá leyfi til að opna það á nýjum stað í húsnæði við Barónsstíg 6. Hann kvartar undan óskilvirku kerfi í kringum starfsleyfisveitingar og segist hafa orðið fyrir stórtjóni í hinni löngu bið eftir starfsleyfi. Eigendur neyddust til að kaupa bakarí í Grímsbæ til að fyrirtækið færi ekki á hausinn. Axel Þorsteinsson bakari rekur söguna í samtali við fréttamann. Vandræði tengd leyfisveitingu vegna rekstursins rekja sig aftur til þess tíma þegar bæði bakstur og veitingasala fór fram í Héðinshúsinu við Seljagötu 2. Tveir gifsveggir veltu öllu um koll „Kennitölunum var skipt upp þannig að bakaríið varð sér og veitingahúsið fékk nýjan rekstraraðila. Þá vildi heilbrigðiseftirlitið allt í einu ekki samþykkja að bakaríið væri þar sem það var alltaf búið að vera. Þannig að við þurftum að finna nýjan stað af því að þeim fannst ekki hægt að reka tvær kennitölur í sama húsnæði.“ segir Axel. „Hér bíðum við eftir starfleyfi frá borgaryfirvöldum, nú í 198 daga. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.“ Myndin er síðan í síðustu viku. Vísir/Anton Brink Hann furðar sig á þeirri reglu og vekur athygli á að í mathöllum eru til að mynda fjölmargar kennitölur reknar í sama húsnæði. Eigendurnir keyptu í nóvember húsnæði að Barónsstíg 6, þar sem veitingastaðurinn og fataverslunin Nebraska var áður til húsa. Á Barónsstíg stóð til að baksturinn færi fram ásamt veitingasölu og hluti veitinganna yrði sendur í verslunina við Seljaveg. Sótt var um starfsleyfi hjá borgaryfirvöldum og til stóð að opna í desember eða janúar. „Við skoðum strax layout-ið á húsnæðinu og föttum að við þurfum að loka vinnsluna aðeins af og færa afgreiðsluna. Þannig að við reisum tvo gifsveggi, og það setur allt á annan endann því þá vildu þeir meina að við værum komnir í einhverjar rosalegar framkvæmdir og settu okkur í gegn um byggingareftirlit aftur,“ segir Axel. Eftirlitið hafi þá heimtað að fá afhent öll möguleg gögn, sem þó var þegar búið að samþykkja. „Það vill fá sorpið, loftræstimálin, allt ósonkerfið og vill rekja það. Það líður vika eftir viku þar sem þeir eru að biðja um gögn sem við erum löngu búnir að afhenda, við höfum ekki breytt og er búið að samþykkja. Tvær hljóðmælingar Þegar það var allt í vinnslu hafi komið upp annað vandamál. Við mat heilbrigðiseftirlitsins kom í ljós að sex desíbel vantaði upp á að staðurinn stæðist hljóðmælingu. „Þannig að við fáum hljóðarkitekt sem segir okkur að ef við leggjum dúk erum við að lækka hljóðið niður um sextíu til sjötíu desíbel, vel innan marka. Þannig að við rífum allt út, þrátt fyrir að allt hafi verið tilbúið, setjum hljóðdúkinn og setjum búðina aftur upp. En þá fara þeir fram á aðra hljóðmælingu. Þó að hljóðarkitekt segir að það þurfi ekki.“ Að annarri hljóðmælingu lokinni hafi staðurinn gengist undir lokaúttekt en ekki fengið starfsleyfi vegna þess að kæliskápur fyrir framleiðsluna sem var á leið til landsins væri ekki kominn. Þarf að auglýsa fyrirhuguð leyfi í fjórar vikur Ný reglugerð sem tók gildi í maí hafði enn eitt vandamálið í för með sér, en í henni felst að hvert einasta starfsleyfi þarf að auglýsa á vef heilbrigðiseftirlitsins í fjórar vikur áður en leyfið er veitt. Hver sem er geti sent imn kvörtun við leyfisveitinguna og þá hafi eftirlitið fjórar vikur til að vinna úr þeim. „Þannig að þetta geta verið fjórar til átta vikur í viðbót. Þetta er orðið eins og einhver súpa sem búið er að hræra í aftur og aftur og þau eru bara ekki að bakka.“ Fresturinn til að leggja inn kvörtun vegna hins fyrirhugaða leyfis rennur út í þessum mánuði og Axel bindur vonir við að geta opnað þann 24. júní. Hann sé þó viðbúinn öllu eftir vandræði síðustu mánaða. Axel segist hafa orðið fyrir gríðarlegu fjárhagslegu tjóni vegna þess hve langan tíma hefur tekið að afgreiða umsóknina. Til þess að geta haldið rekstrinum áfram keyptu eigendurnir Brauðhúsið í Grímsbæ. Þar eru veitingarnar nú framleiddar áður en þær eru fluttar í Hygge til afgreiðslu. „Við eigum þessa tvo staði núna. Það var ekki planið að kaupa annað bakarí en það var annað hvort þetta eða fara á hausinn.“ Bakarí Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Axel Þorsteinsson bakari rekur söguna í samtali við fréttamann. Vandræði tengd leyfisveitingu vegna rekstursins rekja sig aftur til þess tíma þegar bæði bakstur og veitingasala fór fram í Héðinshúsinu við Seljagötu 2. Tveir gifsveggir veltu öllu um koll „Kennitölunum var skipt upp þannig að bakaríið varð sér og veitingahúsið fékk nýjan rekstraraðila. Þá vildi heilbrigðiseftirlitið allt í einu ekki samþykkja að bakaríið væri þar sem það var alltaf búið að vera. Þannig að við þurftum að finna nýjan stað af því að þeim fannst ekki hægt að reka tvær kennitölur í sama húsnæði.“ segir Axel. „Hér bíðum við eftir starfleyfi frá borgaryfirvöldum, nú í 198 daga. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.“ Myndin er síðan í síðustu viku. Vísir/Anton Brink Hann furðar sig á þeirri reglu og vekur athygli á að í mathöllum eru til að mynda fjölmargar kennitölur reknar í sama húsnæði. Eigendurnir keyptu í nóvember húsnæði að Barónsstíg 6, þar sem veitingastaðurinn og fataverslunin Nebraska var áður til húsa. Á Barónsstíg stóð til að baksturinn færi fram ásamt veitingasölu og hluti veitinganna yrði sendur í verslunina við Seljaveg. Sótt var um starfsleyfi hjá borgaryfirvöldum og til stóð að opna í desember eða janúar. „Við skoðum strax layout-ið á húsnæðinu og föttum að við þurfum að loka vinnsluna aðeins af og færa afgreiðsluna. Þannig að við reisum tvo gifsveggi, og það setur allt á annan endann því þá vildu þeir meina að við værum komnir í einhverjar rosalegar framkvæmdir og settu okkur í gegn um byggingareftirlit aftur,“ segir Axel. Eftirlitið hafi þá heimtað að fá afhent öll möguleg gögn, sem þó var þegar búið að samþykkja. „Það vill fá sorpið, loftræstimálin, allt ósonkerfið og vill rekja það. Það líður vika eftir viku þar sem þeir eru að biðja um gögn sem við erum löngu búnir að afhenda, við höfum ekki breytt og er búið að samþykkja. Tvær hljóðmælingar Þegar það var allt í vinnslu hafi komið upp annað vandamál. Við mat heilbrigðiseftirlitsins kom í ljós að sex desíbel vantaði upp á að staðurinn stæðist hljóðmælingu. „Þannig að við fáum hljóðarkitekt sem segir okkur að ef við leggjum dúk erum við að lækka hljóðið niður um sextíu til sjötíu desíbel, vel innan marka. Þannig að við rífum allt út, þrátt fyrir að allt hafi verið tilbúið, setjum hljóðdúkinn og setjum búðina aftur upp. En þá fara þeir fram á aðra hljóðmælingu. Þó að hljóðarkitekt segir að það þurfi ekki.“ Að annarri hljóðmælingu lokinni hafi staðurinn gengist undir lokaúttekt en ekki fengið starfsleyfi vegna þess að kæliskápur fyrir framleiðsluna sem var á leið til landsins væri ekki kominn. Þarf að auglýsa fyrirhuguð leyfi í fjórar vikur Ný reglugerð sem tók gildi í maí hafði enn eitt vandamálið í för með sér, en í henni felst að hvert einasta starfsleyfi þarf að auglýsa á vef heilbrigðiseftirlitsins í fjórar vikur áður en leyfið er veitt. Hver sem er geti sent imn kvörtun við leyfisveitinguna og þá hafi eftirlitið fjórar vikur til að vinna úr þeim. „Þannig að þetta geta verið fjórar til átta vikur í viðbót. Þetta er orðið eins og einhver súpa sem búið er að hræra í aftur og aftur og þau eru bara ekki að bakka.“ Fresturinn til að leggja inn kvörtun vegna hins fyrirhugaða leyfis rennur út í þessum mánuði og Axel bindur vonir við að geta opnað þann 24. júní. Hann sé þó viðbúinn öllu eftir vandræði síðustu mánaða. Axel segist hafa orðið fyrir gríðarlegu fjárhagslegu tjóni vegna þess hve langan tíma hefur tekið að afgreiða umsóknina. Til þess að geta haldið rekstrinum áfram keyptu eigendurnir Brauðhúsið í Grímsbæ. Þar eru veitingarnar nú framleiddar áður en þær eru fluttar í Hygge til afgreiðslu. „Við eigum þessa tvo staði núna. Það var ekki planið að kaupa annað bakarí en það var annað hvort þetta eða fara á hausinn.“
Bakarí Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira