„Þetta er afturför í þjónustu við konur með endómetríósu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. júní 2025 11:56 Jón Ívar Einarsson er sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Vísir/Adelina Antal Heilbrigðisráðuneytið hefur gert Sjúkratryggingum Íslands að semja við Klíníkina í Ármúla um að framkvæma hundrað aðgerðir á árinu vegna endómetríósu. Það eru um helmingi færri en árið áður. Skurðlæknir hjá Klíníkinni sem framkvæmir slíkar aðgerðir segir ákvörðunina lengja biðlista til muna. Jóni Ívari Einarssyni, skurðlækni hjá Klíníkinni í Ármúla, bárust þær fregnir í byrjun árs að Sjúkratryggingar hygðust lækka fjölda niðurgreidda aðgerða kvenna með endómetríósu hjá einkareknum stofum. Samstarfið hófst er Willum Þór Þórsson var heilbrigðisráðherra og koma að kostnaðarþátttöku aðgerðanna. Nú hefur Heilbrigðisráðuneytið gert samning við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu fyrir árið 2025 en samningurinn er upp á helmingi færri aðgerðir en Jón Ívar hefur framkvæmt hingað til. „Sjúkratryggingar létu okkur vita í febrúar eða mars að þetta stæði til. Við mótmæltum því og komu með rök. Það voru viðræður í gangi, við hittum Sjúkratryggingar og þau sýndu þessu mikinn skilning. Mér fannst á þeim að þau styddu að þessi starfsemi myndi halda áfram óbreytt og þau sáu notagildi þjónustunnar. En þau fengu þau skilaboð frá Heilbrigðisráðuneytinu að það myndi ekki vera þannig. Þannig að ákvörðunin er sú, það eru ekki Sjúkratryggingar sem taka þessar ákvarðanir heldur heilbrigðisráðherra,“ segir Jón Ívar í Bítinu á Bylgjunni. Að hans sögn framkvæmir hann um tvo þriðju allra aðgerða vegna endómetríósu á landinu, eða um tvö hundruð aðgerðir á ári. Skurðlæknar Landspítalans framkvæmi um hundrað til 130 aðgerðir á ári. Ástæða fækkunarinnar sé sú að ekki séu lengur biðlistar fyrir þess konar aðgerð í opinbera kerfinu. Allir sem sækist eftir þjónustu Landspítalans fái viðtalstíma innan þriggja mánaða og komist í skurðaðgerð innan þriggja mánaða eftir það. „Ég vil meina að við séum opinbera kerfið líka því ríkið er að greiða fyrir þessar aðgerðir hjá okkur og þeir eru að fá meira fyrir peninginn í rauninni. Það er bið í þessu kerfi vegna þess, þó að við séum ekki innan Landspítalans erum við í þessu heilbrigðiskerfi okkar. Við erum að sinna konum sem þurfa á þessari þjónustu að halda.“ Langir biðlistar séu enn hjá honum og lengist listinn enn frekar eftir breytingarnar. „Það er mjög langur biðlisti hjá okkur því miður, af því að, held ég, að konurnar vilja frekar koma til okkar,“ segir Jón Ívar. „Venjulega er greitt fyrir um tvö hundruð aðgerðir á ári en nú er búið að framkvæma um hundrað aðgerðir og þeir sögðu allt í einu að þetta er búið á þessu ári. Sem þýðir að kona sem kemur núna á stofuna þarf að bíða að öllum líkindum í eitt og hálft ár eftir aðgerð. Af því að það eru engar aðgerðir það sem eftir er af árinu, ég er nú þegar með hundrað konur á biðlista fyrir næsta árið. Það er algjörlega ólíðandi að þurfa hafa svona langa bið.“ Bauð konunum þrjá valmöguleika „Ég sendi tölvupóst á allar konurnar og bauð þeim þrjá möguleika. Það var að bíða áfram, það gæti verið eitt og hálft ár eða jafnvel lengur, borga sjálfar eða ég myndi vísa þeim á Landspítalann,“ segir Jón Ívar. Um sjö prósent kvennanna hafi óskað eftir því að Jón Ívar myndi vísa þeim á Landspítalann. Mikill meirihluti hafi hins vegar óskað eftir því að bíða lengur á biðlistanum eða einfaldlega greitt fyrir aðgerðina sjálfar. Jón Ívar segir það gríðarlega mikilvægt að konur sem glími við endómetríósu fái aðstoð sem fyrst. Langir biðlistar geta leitt til varanlegs skaða. „Það er mikilvægt að ná konum helst fyrir 25 ára aldur því eftir það getur verið óafturkræfur skaði.“ Konur með endómetríósu, sem séu um tíu prósent kvenna hérlendis, upplifa gríðarlega mikinn sársauka og þurfa jafnvel að vera frá vinnu og skóla nokkra daga í mánuði vegna hans. „Varðandi verkina þá segja jafnvel konur sem hafa átt börn að verkirnir sem þær fá við endómetríósu séu jafnvel verri en þær upplifa við barnsburð. Við gerðum rannsókn á fyrsta ári starfseminnar og þá voru meðalverkirnir níu af tíu mögulegum,“ segir Jón Ívar. „Ég vil bara þjónusta þessar konur vel. Þetta er afturför í þjónustu við konur með endómetríósu.“ Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Bítið Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira
Jóni Ívari Einarssyni, skurðlækni hjá Klíníkinni í Ármúla, bárust þær fregnir í byrjun árs að Sjúkratryggingar hygðust lækka fjölda niðurgreidda aðgerða kvenna með endómetríósu hjá einkareknum stofum. Samstarfið hófst er Willum Þór Þórsson var heilbrigðisráðherra og koma að kostnaðarþátttöku aðgerðanna. Nú hefur Heilbrigðisráðuneytið gert samning við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu fyrir árið 2025 en samningurinn er upp á helmingi færri aðgerðir en Jón Ívar hefur framkvæmt hingað til. „Sjúkratryggingar létu okkur vita í febrúar eða mars að þetta stæði til. Við mótmæltum því og komu með rök. Það voru viðræður í gangi, við hittum Sjúkratryggingar og þau sýndu þessu mikinn skilning. Mér fannst á þeim að þau styddu að þessi starfsemi myndi halda áfram óbreytt og þau sáu notagildi þjónustunnar. En þau fengu þau skilaboð frá Heilbrigðisráðuneytinu að það myndi ekki vera þannig. Þannig að ákvörðunin er sú, það eru ekki Sjúkratryggingar sem taka þessar ákvarðanir heldur heilbrigðisráðherra,“ segir Jón Ívar í Bítinu á Bylgjunni. Að hans sögn framkvæmir hann um tvo þriðju allra aðgerða vegna endómetríósu á landinu, eða um tvö hundruð aðgerðir á ári. Skurðlæknar Landspítalans framkvæmi um hundrað til 130 aðgerðir á ári. Ástæða fækkunarinnar sé sú að ekki séu lengur biðlistar fyrir þess konar aðgerð í opinbera kerfinu. Allir sem sækist eftir þjónustu Landspítalans fái viðtalstíma innan þriggja mánaða og komist í skurðaðgerð innan þriggja mánaða eftir það. „Ég vil meina að við séum opinbera kerfið líka því ríkið er að greiða fyrir þessar aðgerðir hjá okkur og þeir eru að fá meira fyrir peninginn í rauninni. Það er bið í þessu kerfi vegna þess, þó að við séum ekki innan Landspítalans erum við í þessu heilbrigðiskerfi okkar. Við erum að sinna konum sem þurfa á þessari þjónustu að halda.“ Langir biðlistar séu enn hjá honum og lengist listinn enn frekar eftir breytingarnar. „Það er mjög langur biðlisti hjá okkur því miður, af því að, held ég, að konurnar vilja frekar koma til okkar,“ segir Jón Ívar. „Venjulega er greitt fyrir um tvö hundruð aðgerðir á ári en nú er búið að framkvæma um hundrað aðgerðir og þeir sögðu allt í einu að þetta er búið á þessu ári. Sem þýðir að kona sem kemur núna á stofuna þarf að bíða að öllum líkindum í eitt og hálft ár eftir aðgerð. Af því að það eru engar aðgerðir það sem eftir er af árinu, ég er nú þegar með hundrað konur á biðlista fyrir næsta árið. Það er algjörlega ólíðandi að þurfa hafa svona langa bið.“ Bauð konunum þrjá valmöguleika „Ég sendi tölvupóst á allar konurnar og bauð þeim þrjá möguleika. Það var að bíða áfram, það gæti verið eitt og hálft ár eða jafnvel lengur, borga sjálfar eða ég myndi vísa þeim á Landspítalann,“ segir Jón Ívar. Um sjö prósent kvennanna hafi óskað eftir því að Jón Ívar myndi vísa þeim á Landspítalann. Mikill meirihluti hafi hins vegar óskað eftir því að bíða lengur á biðlistanum eða einfaldlega greitt fyrir aðgerðina sjálfar. Jón Ívar segir það gríðarlega mikilvægt að konur sem glími við endómetríósu fái aðstoð sem fyrst. Langir biðlistar geta leitt til varanlegs skaða. „Það er mikilvægt að ná konum helst fyrir 25 ára aldur því eftir það getur verið óafturkræfur skaði.“ Konur með endómetríósu, sem séu um tíu prósent kvenna hérlendis, upplifa gríðarlega mikinn sársauka og þurfa jafnvel að vera frá vinnu og skóla nokkra daga í mánuði vegna hans. „Varðandi verkina þá segja jafnvel konur sem hafa átt börn að verkirnir sem þær fá við endómetríósu séu jafnvel verri en þær upplifa við barnsburð. Við gerðum rannsókn á fyrsta ári starfseminnar og þá voru meðalverkirnir níu af tíu mögulegum,“ segir Jón Ívar. „Ég vil bara þjónusta þessar konur vel. Þetta er afturför í þjónustu við konur með endómetríósu.“
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Bítið Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira