„Óhjákvæmilegt að maður brjóti hjarta einhvers“ Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2025 12:00 Elísabet Gunnarsdóttir er á leið á EM í Sviss sem landsliðsþjálfari Belgíu. Hún tók við liðinu í janúar. Getty/Alex Bierens de Haan Samkvæmt belgískum miðlum kom ekkert sérstaklega á óvart í vali Elísabetar Gunnarsdóttur á EM-hópi Belgíu fyrir mótið sem hefst í Sviss eftir þrjár vikur. Hún segir sjálf óhjákvæmilegt að nú séu einhers staðar brostin hjörtu. Ef vel fer hjá Belgíu og Íslandi gæti svo farið að Elísabet stýri Belgum gegn löndum sínum í 8-liða úrslitum mótsins. Belgar leika í B-riðli og byrja á leik við Ítalíu 3. júlí, mæta næst heimsmeisturum Spánar 7. júlí og loks Portúgölum 11. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast í 8-liða úrslit og spila við lið úr A-riðli Íslendinga. Elísabet hefur nú valið þá 23 leikmenn sem verða í EM-hópnum og sett fimm leikmenn á varalista. Allir helstu lykilmenn Belgíu eru í hópnum, þar á meðal Tessa Wullaert og Marie Detruyer úr Inter, Janice Cayman úr Leicester og Kassandra Missipo úr Sassuolo. Ekki í miklum vafa um neitt Elísabet sagði hins vegar við belgíska miðla að hún hefði fyrst og fremst horft til þess í hvaða formi leikmenn væru þessa stundina: „Það mikilvægasta fyrir mér við að velja þessa 23 leikmenn var að skoða hverjar myndu standa sig best fyrir Belgíu á þessu augnabliki. Miðað við það sem ég hef séð á æfingum og í leikjum þá eru þetta bestu leikmennirnir þessa stundina,“ sagði Elísabet sem er að mestu með þann hóp sem hún treysti á í Þjóðadeildinni. „Maður hikar alltaf varðandi eitthvað. Ég er búin að sjá marga leikmenn standa sig svo vel. Ég fann virkilega hve erfitt er að leiða landslið og þurfa að velja 23 bestu leikmennina. Það er óhjákvæmilegt að maður brjóti hjarta einhvers. Þetta er erfitt fyrir þjálfara en það var ekkert stórt vafamál. Þetta eru 23 bestu leikmennirnir þessa stundina. Ég fylgi alltaf hjartanu í þessu,“ sagði Elísabet. From grassroots to the #WEURO2025 🇨🇭 pic.twitter.com/zPnnruerWl— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) June 11, 2025 EM-hópur Belgíu Markmenn: Lisa Lichtfus, Femke Bastiaen, Nicky Evrard. Varnarmenn: Isabelle Iliano, Davina Philtjens, Amber Tysiak, Janice Cayman, Laura Deloose, Zenia Mertens, Jill Janssens, Sari Kees. Miðjumenn: Kassandra Missipo, Jarne Teulings, Justine Vanhaevermaet, Sarah Wijnants, Marie Detruyer, Tine De Caigny, Elena Dhont. Sóknarmenn: Tessa Wullaert, Jassina Blom, Hannah Eurlings, Ella Van Kerkhoven, Mariam Toloba. Til vara: Nia Elyn, Lore Jacobs, Jasmyn Mathys, Lisa Petry og Luna Vanzeir. EM 2025 í Sviss Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Ef vel fer hjá Belgíu og Íslandi gæti svo farið að Elísabet stýri Belgum gegn löndum sínum í 8-liða úrslitum mótsins. Belgar leika í B-riðli og byrja á leik við Ítalíu 3. júlí, mæta næst heimsmeisturum Spánar 7. júlí og loks Portúgölum 11. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast í 8-liða úrslit og spila við lið úr A-riðli Íslendinga. Elísabet hefur nú valið þá 23 leikmenn sem verða í EM-hópnum og sett fimm leikmenn á varalista. Allir helstu lykilmenn Belgíu eru í hópnum, þar á meðal Tessa Wullaert og Marie Detruyer úr Inter, Janice Cayman úr Leicester og Kassandra Missipo úr Sassuolo. Ekki í miklum vafa um neitt Elísabet sagði hins vegar við belgíska miðla að hún hefði fyrst og fremst horft til þess í hvaða formi leikmenn væru þessa stundina: „Það mikilvægasta fyrir mér við að velja þessa 23 leikmenn var að skoða hverjar myndu standa sig best fyrir Belgíu á þessu augnabliki. Miðað við það sem ég hef séð á æfingum og í leikjum þá eru þetta bestu leikmennirnir þessa stundina,“ sagði Elísabet sem er að mestu með þann hóp sem hún treysti á í Þjóðadeildinni. „Maður hikar alltaf varðandi eitthvað. Ég er búin að sjá marga leikmenn standa sig svo vel. Ég fann virkilega hve erfitt er að leiða landslið og þurfa að velja 23 bestu leikmennina. Það er óhjákvæmilegt að maður brjóti hjarta einhvers. Þetta er erfitt fyrir þjálfara en það var ekkert stórt vafamál. Þetta eru 23 bestu leikmennirnir þessa stundina. Ég fylgi alltaf hjartanu í þessu,“ sagði Elísabet. From grassroots to the #WEURO2025 🇨🇭 pic.twitter.com/zPnnruerWl— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) June 11, 2025 EM-hópur Belgíu Markmenn: Lisa Lichtfus, Femke Bastiaen, Nicky Evrard. Varnarmenn: Isabelle Iliano, Davina Philtjens, Amber Tysiak, Janice Cayman, Laura Deloose, Zenia Mertens, Jill Janssens, Sari Kees. Miðjumenn: Kassandra Missipo, Jarne Teulings, Justine Vanhaevermaet, Sarah Wijnants, Marie Detruyer, Tine De Caigny, Elena Dhont. Sóknarmenn: Tessa Wullaert, Jassina Blom, Hannah Eurlings, Ella Van Kerkhoven, Mariam Toloba. Til vara: Nia Elyn, Lore Jacobs, Jasmyn Mathys, Lisa Petry og Luna Vanzeir.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira