Raunir ríka fólksins og bænir þess Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar 11. júní 2025 15:01 Viðskiptaráð Íslands er furðulegt fyrirbæri. Því er stjórnað af einstaklingum sem ekki hafa þurft að deila kjörum með almenning á Íslandi í fjölda ára og sumir frá fæðingu. Það hefur enga beina aðkomu að nokkrum hagsmunum en er sett á stofn sem hugveita frjálshyggju og peningaafla í landinu gegn hugsjónum um jöfnuð og réttlæti. Til að slá ryki í augu okkar segir samt á heimasíðu Viðskiptaráðs að þar sé unnið að því „að efla íslenskt efnahagslíf og skapa þannig forsendur til framfara og bættra lífskjara“. Fyrir nokkrum vikum fór Viðskiptaráð að býsnast yfir réttindum opinberra starfsmanna. Ráðið telur lífsnauðsynlegt að koma málum þannig fyrir að hægt sé að reka opinbera starfsmenn með sama fyrirhafnarleysinu og þekkist í einkarekstrinum. Þetta er náðarsamlega lagt fram undir yfirskyni sparnaðar. Sparnaðar náttúrulega á fyrst og fremst að bitna á almenning. Nýjasta hugdetta Viðskiptaráð eru ofsjónir yfir að hægt sé að byggja leiguíbúðir á hagkvæman hátt. Í þetta skipti eru rökin ekki sótt til sparnaðar heldur vælt undan því að „vitlaust sé gefið“ með einhvers konar „meðgjöf“ sem fullyrt er að óhagnaðadrifin félög fái. Í raun er ekki verið að kvarta undan „meðgjöfinni“ heldur er grátkórinn kallaður til tónleikahalds á nýjustu aríu sinni um illsku og óréttlæti þess að eitthvað geti verið rekið án gróðavonar, hagnaðar. Það er semsagt glæpur gegn kapitalismanum að leiguverð íbúða sé reiknað þannig að leiguverð standi undir kostnaði. Leiga hækki ekki til að auka arðgreiðslur til eigenda. Meðal þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að Viðskiptaráði eru leigufélög sem hafa það helst að markmiði að hagnast sem mest á kostnað leigjenda. Dæmi eru um umtalsverðar hækkanir á leiguverði hjá þessum félögum sem eðlilega bitna mest á tekjulágum einstaklingum sem oft eru jafnvel að vinna hjá þeim fyrirtækjum sem standa að Viðskiptaráði. Stjórnendur Viðskiptaráðs Íslands eru uppistaðan í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar og fá margir hverjir tekjur af hagnaði fyrirtækja. Þetta eru einstaklingar sem alla jafna eru ekki fyrstir til að styðja við þá sem minna mega sín. Á heimasíðu Viðskiptaráðs er listi yfir þau fyrirtæki sem eru félagar í ráðinu. Þar má sjá fyrirtæki eins og Atlatsolíu, Arion banka, BL. Bæjarins bestu, Centerhotels, Danfoss, Ellingsen, Epal, Festi, Húsasmiðjuna, Icelandair, Landsbankann, Lyfju, Mílu, Nóa-Síríus, Origo, Orkuna, Pennann, Sjóvá, Sláturfélag Suðurlands, VÍS, Ölgerðina o.fl. Ég mun hafa þennan lista til hliðsjónar þegar ég velti fyrir mér hvert ég beini mínum viðskiptum og hvet alla til að gera slíkt hið sama. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður hjá HMS og VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Húsnæðismál Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands er furðulegt fyrirbæri. Því er stjórnað af einstaklingum sem ekki hafa þurft að deila kjörum með almenning á Íslandi í fjölda ára og sumir frá fæðingu. Það hefur enga beina aðkomu að nokkrum hagsmunum en er sett á stofn sem hugveita frjálshyggju og peningaafla í landinu gegn hugsjónum um jöfnuð og réttlæti. Til að slá ryki í augu okkar segir samt á heimasíðu Viðskiptaráðs að þar sé unnið að því „að efla íslenskt efnahagslíf og skapa þannig forsendur til framfara og bættra lífskjara“. Fyrir nokkrum vikum fór Viðskiptaráð að býsnast yfir réttindum opinberra starfsmanna. Ráðið telur lífsnauðsynlegt að koma málum þannig fyrir að hægt sé að reka opinbera starfsmenn með sama fyrirhafnarleysinu og þekkist í einkarekstrinum. Þetta er náðarsamlega lagt fram undir yfirskyni sparnaðar. Sparnaðar náttúrulega á fyrst og fremst að bitna á almenning. Nýjasta hugdetta Viðskiptaráð eru ofsjónir yfir að hægt sé að byggja leiguíbúðir á hagkvæman hátt. Í þetta skipti eru rökin ekki sótt til sparnaðar heldur vælt undan því að „vitlaust sé gefið“ með einhvers konar „meðgjöf“ sem fullyrt er að óhagnaðadrifin félög fái. Í raun er ekki verið að kvarta undan „meðgjöfinni“ heldur er grátkórinn kallaður til tónleikahalds á nýjustu aríu sinni um illsku og óréttlæti þess að eitthvað geti verið rekið án gróðavonar, hagnaðar. Það er semsagt glæpur gegn kapitalismanum að leiguverð íbúða sé reiknað þannig að leiguverð standi undir kostnaði. Leiga hækki ekki til að auka arðgreiðslur til eigenda. Meðal þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að Viðskiptaráði eru leigufélög sem hafa það helst að markmiði að hagnast sem mest á kostnað leigjenda. Dæmi eru um umtalsverðar hækkanir á leiguverði hjá þessum félögum sem eðlilega bitna mest á tekjulágum einstaklingum sem oft eru jafnvel að vinna hjá þeim fyrirtækjum sem standa að Viðskiptaráði. Stjórnendur Viðskiptaráðs Íslands eru uppistaðan í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar og fá margir hverjir tekjur af hagnaði fyrirtækja. Þetta eru einstaklingar sem alla jafna eru ekki fyrstir til að styðja við þá sem minna mega sín. Á heimasíðu Viðskiptaráðs er listi yfir þau fyrirtæki sem eru félagar í ráðinu. Þar má sjá fyrirtæki eins og Atlatsolíu, Arion banka, BL. Bæjarins bestu, Centerhotels, Danfoss, Ellingsen, Epal, Festi, Húsasmiðjuna, Icelandair, Landsbankann, Lyfju, Mílu, Nóa-Síríus, Origo, Orkuna, Pennann, Sjóvá, Sláturfélag Suðurlands, VÍS, Ölgerðina o.fl. Ég mun hafa þennan lista til hliðsjónar þegar ég velti fyrir mér hvert ég beini mínum viðskiptum og hvet alla til að gera slíkt hið sama. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður hjá HMS og VR.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun