Starbucks frestar opnun fram í lok sumars Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2025 07:07 Annað kaffihús Starbucks í Reykjavík verður á Laugavegi. Hafliði Breiðfjör Opnun kaffihúsa Starbucks á Íslandi hefur verið frestað fram í ágúst. Framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi segir ástæðu tafanna vera seinagangur við leyfisveitingar. Ný reglugerð borgarinnar um hollustuhætti hafi tafið ferlið enn frekar. Stefnt var að því að opna tvö kaffihús Starbucks í miðborg Reykjavíkur nú í maí en nú er ljóst að reykvískir kaffiunnendur þurfi að bíða lengur. Morgunblaðið ræddi við Daníel Kára Stefánsson, framkvæmdastjóra Starbucks á Íslandi, sem segir nýja reglugerð sem hann vissi ekki af hafa tafið leyfisveitingarferlið umtalsvert. Fleiri í vandræðum vegna borgarinnar Aðstandendur Starbucks á Íslandi eru ekki þeir einu sem hafa ýmislegt að athuga við leyfisveitingarferlin hjá borginni en eigandi bakarísins Hygge hefur beðið í yfir tvö hundruð daga eftir að fá leyfi til að opna bakarí í húsnæði við Barónsstíg 6. Axel Þorsteinsson bakari sagði í samtali við fréttastofu að hann hafi neyðst til að kaupa bakarí í Grímsbæ til að fyrirtækið færi ekki á hausinn. Ný reglugerð um hollustuhætti sem tók gildi í maí felur í sér að hvert einasta starfsleyfi þarf að auglýsa á vef heilbrigðiseftirlitsins í fjórar vikur áður en leyfið er veitt. Hver sem er geti sent imn kvörtun við leyfisveitinguna og þá hafi eftirlitið fjórar vikur til að vinna úr þeim. Að þeim tíma liðnum geta veitingamenn svo þurft að bíða í allt að fjórar vikur eftir að endanleg ákvörðun verði tekin. Vissi ekki af reglugerðinni Daníel Kári segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi ekki vitað af þessari reglugerð þegar hann sótti um rekstrarleyfi. Engar upplýsingar um það hafi legið fyrir á heimasíðu borgarinnar. „Þar var hvergi minnst á þetta ferli í leiðbeiningunum. Svo hringi ég í heilbrigðiseftirlitið til að taka stöðuna eftir að ég sendi inn umsókn og þá fæ ég þessar upplýsingar,“ hefur Morgunblaðið eftir honum. Þá segir hann einnig að viðhalda þurfi þjálfun starfsmanna á meðan beðið er eftir opnun og að það kosti sitt. Tilvonandi starfsmenn hafi meðal annars verið sendir í þjálfun til Spánar með tilheyrandi kostnaði. „Þeir verða alla vega í góðri þjálfun þegar við opnum,“ segir Daníel. Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Sjá meira
Stefnt var að því að opna tvö kaffihús Starbucks í miðborg Reykjavíkur nú í maí en nú er ljóst að reykvískir kaffiunnendur þurfi að bíða lengur. Morgunblaðið ræddi við Daníel Kára Stefánsson, framkvæmdastjóra Starbucks á Íslandi, sem segir nýja reglugerð sem hann vissi ekki af hafa tafið leyfisveitingarferlið umtalsvert. Fleiri í vandræðum vegna borgarinnar Aðstandendur Starbucks á Íslandi eru ekki þeir einu sem hafa ýmislegt að athuga við leyfisveitingarferlin hjá borginni en eigandi bakarísins Hygge hefur beðið í yfir tvö hundruð daga eftir að fá leyfi til að opna bakarí í húsnæði við Barónsstíg 6. Axel Þorsteinsson bakari sagði í samtali við fréttastofu að hann hafi neyðst til að kaupa bakarí í Grímsbæ til að fyrirtækið færi ekki á hausinn. Ný reglugerð um hollustuhætti sem tók gildi í maí felur í sér að hvert einasta starfsleyfi þarf að auglýsa á vef heilbrigðiseftirlitsins í fjórar vikur áður en leyfið er veitt. Hver sem er geti sent imn kvörtun við leyfisveitinguna og þá hafi eftirlitið fjórar vikur til að vinna úr þeim. Að þeim tíma liðnum geta veitingamenn svo þurft að bíða í allt að fjórar vikur eftir að endanleg ákvörðun verði tekin. Vissi ekki af reglugerðinni Daníel Kári segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi ekki vitað af þessari reglugerð þegar hann sótti um rekstrarleyfi. Engar upplýsingar um það hafi legið fyrir á heimasíðu borgarinnar. „Þar var hvergi minnst á þetta ferli í leiðbeiningunum. Svo hringi ég í heilbrigðiseftirlitið til að taka stöðuna eftir að ég sendi inn umsókn og þá fæ ég þessar upplýsingar,“ hefur Morgunblaðið eftir honum. Þá segir hann einnig að viðhalda þurfi þjálfun starfsmanna á meðan beðið er eftir opnun og að það kosti sitt. Tilvonandi starfsmenn hafi meðal annars verið sendir í þjálfun til Spánar með tilheyrandi kostnaði. „Þeir verða alla vega í góðri þjálfun þegar við opnum,“ segir Daníel.
Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Sjá meira