Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Árni Sæberg skrifar 12. júní 2025 11:38 Una hefur sagt skilið við Bessastaði. Vísir/Sigurjón Una Sighvatsdóttir, sem gegnt hefur stöðu sérfræðings á skrifstofu forseta Íslands undanfarin ár, segir að það hafi verið mikill heiður og ánægja að gegna trúnaðarstörfum fyrir tvo forseta lýðveldisins. Hún hafi ákveðið að róa á ný mið vegna þess að hún hafi ekki fundið sér stað í breytingum sem hafa verið boðaðar á skrifstofunni. Mbl.is greindi frá því í gær að staða Unu hefði verið lögð niður og hún hætt störfum. Una var ráðin sérfræðingur á skrifstofu forseta Íslands árið 2020 eftir að hafa haft betur í baráttu við 187 umsækjendur um starfið. Una starfaði um árabil í blaðamennsku hér á landi. Fyrst hjá Mbl.is og síðar fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Árin áður en hún var ráðin sérfræðingur hafði hún búið erlendis og starfað fyrir Atlantshafsbandalagið, sem upplýsingafulltrúi í Kabúl í Afganistan og svo í utanríkisþjónustu í Tblisi í Georgíu. Ákvað að fylgja nýjum forseta úr vör Í samtali við Vísi segir Una að þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti að hann hygðist ekki bjóða sig fram aftur hafi hún tekið þá ákvörðun að fylgja nýjum forseta úr vör, hver svo sem yrði kjörin, að minnsta kosti fyrsta ár kjörtímabilsins. „Það gerði ég ekki síst af hollustu við embættið, til að stuðla að farsælum umskiptum, miðla minni reynslu áfram og styðja nýjan forseta við fyrstu skrefin inn í embættið. Nú hef ég staðið við það.“ Hlakkar til næsta kafla, sem hefst eftir gott frí Una segir að breytingar séu fram undan á skrifstofu forseta, eins og fram hefur komið, þegar tveir af fimm starfsmönnum skrifstofunnar láta af störfum vegna aldurs. „Ég fann mér ekki stað í þeim breytingum og tel því tímabært fyrir mig að róa á önnur mið. Eftir fimm ára starf hjá forsetaembættinu hlakka ég nú til að hefja nýjan kafla, með þessa einstöku reynslu í farteskinu.“ Þá segir hún að enn sem komið er sé óráðið hver hin nýju mið verða en það skýrist líklega með haustinu. Í millitíðinni ætli hún að njóta þess að taka gott frí, án þess að hafa tölvuna alltaf innan seilingar. Forseti Íslands Vistaskipti Tímamót Halla Tómasdóttir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Mbl.is greindi frá því í gær að staða Unu hefði verið lögð niður og hún hætt störfum. Una var ráðin sérfræðingur á skrifstofu forseta Íslands árið 2020 eftir að hafa haft betur í baráttu við 187 umsækjendur um starfið. Una starfaði um árabil í blaðamennsku hér á landi. Fyrst hjá Mbl.is og síðar fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Árin áður en hún var ráðin sérfræðingur hafði hún búið erlendis og starfað fyrir Atlantshafsbandalagið, sem upplýsingafulltrúi í Kabúl í Afganistan og svo í utanríkisþjónustu í Tblisi í Georgíu. Ákvað að fylgja nýjum forseta úr vör Í samtali við Vísi segir Una að þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti að hann hygðist ekki bjóða sig fram aftur hafi hún tekið þá ákvörðun að fylgja nýjum forseta úr vör, hver svo sem yrði kjörin, að minnsta kosti fyrsta ár kjörtímabilsins. „Það gerði ég ekki síst af hollustu við embættið, til að stuðla að farsælum umskiptum, miðla minni reynslu áfram og styðja nýjan forseta við fyrstu skrefin inn í embættið. Nú hef ég staðið við það.“ Hlakkar til næsta kafla, sem hefst eftir gott frí Una segir að breytingar séu fram undan á skrifstofu forseta, eins og fram hefur komið, þegar tveir af fimm starfsmönnum skrifstofunnar láta af störfum vegna aldurs. „Ég fann mér ekki stað í þeim breytingum og tel því tímabært fyrir mig að róa á önnur mið. Eftir fimm ára starf hjá forsetaembættinu hlakka ég nú til að hefja nýjan kafla, með þessa einstöku reynslu í farteskinu.“ Þá segir hún að enn sem komið er sé óráðið hver hin nýju mið verða en það skýrist líklega með haustinu. Í millitíðinni ætli hún að njóta þess að taka gott frí, án þess að hafa tölvuna alltaf innan seilingar.
Forseti Íslands Vistaskipti Tímamót Halla Tómasdóttir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira