Réðust á tómstundamiðstöð fyrir útlendinga þegar óeirðir héldu áfram Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2025 13:38 Hettuklæddir óeirðaseggir reyna að grýta lögreglumenn sem beina að þeim háþrýstidælum í Ballymena á Norður-Írlandi. Óeirðir gegn útlendingum hafa geisað þar þrjár nætur í röð. AP/Peter Morrison Grímuklæddir óeirðaseggir lögðu eld að tómstundamiðstöð sem er notuð sem skýli fyrir förufólk á Norður-Írlandi í gærkvöldi. Fólkið í stöðinni hafði flúið óeirðir í bænum Ballymena sem hafa nú geisað þrjár nætur í röð. Friðsöm mótmæli vegna ásakana um alvarleg kynferðisbrot á hendur tveimur rúmenskumælandi táningspiltum snerust fljótt upp í óeirðir í bænum Ballymena á Norður-Írlandi á mánudag. Kveikt var í húsum og bílum og köstuðu óeirðaseggir eldsprengjum, múrsteinum og lausamunum í lögreglumenn. Rúmlega fjörutíu lögreglumenn hafa særst í óeirðunum í vikunni. Í gærkvöldi kveikti hópur grímuklæddra ungmenna í tómstundamiðstöð í bænum Larne þangað sem fólk sem varð fyrir árásum óeirðaseggja í Ballymena hafði verið flutt. Larne er um þrjátíu kílómetra austur af Ballymena. Rýma þurfti húsið en konur og börn tóku þátt í sundkennslu og líkamsrækt þegar eldur var borinn að stöðinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að eldurinn hafi aðallega verið í móttöku hússins eða umtalsverðar reykskemmdir hafi orðið á húsnæðinu. Gordon Lyons, samfélagsmálaráðherra Norður-Írlands, sagði að orðrómur hefði farið á kreik um að tómstundastöðin yrði notuð til þess að hýsa útlendinga varanlega. Hann hafði sjálfur greint frá því á samfélagsmiðlum að fólkið hefði verið flutt í stöðina og hlaut bágt fyrir. Sjálfur sagðist hann hafa verið að reyna að eyða fölskum sögusögnum. Lögregluyfirvöld hafa kallað óeirðirnar rasískar í eðli sínu og að þær beinist að þjóðernisminnihlutum og lögreglumönnum. John O'Dowd, fjármálaráðherra Norður-Írlands, tók í sama streng og kallaði óeirðaseggina „rasíska óþokka“. Ballymena erum 30.000 manna bær um fjörutíu kílómetra norðvestur af Belfast. Bærinn hefur verið þekktur sem sterku vígi sambandssinna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan hefur sagt að ekkert bendi til þess að herskáir hópar sambandssinna standi að óeirðunum nú. Norður-Írland Erlend sakamál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Friðsöm mótmæli vegna ásakana um alvarleg kynferðisbrot á hendur tveimur rúmenskumælandi táningspiltum snerust fljótt upp í óeirðir í bænum Ballymena á Norður-Írlandi á mánudag. Kveikt var í húsum og bílum og köstuðu óeirðaseggir eldsprengjum, múrsteinum og lausamunum í lögreglumenn. Rúmlega fjörutíu lögreglumenn hafa særst í óeirðunum í vikunni. Í gærkvöldi kveikti hópur grímuklæddra ungmenna í tómstundamiðstöð í bænum Larne þangað sem fólk sem varð fyrir árásum óeirðaseggja í Ballymena hafði verið flutt. Larne er um þrjátíu kílómetra austur af Ballymena. Rýma þurfti húsið en konur og börn tóku þátt í sundkennslu og líkamsrækt þegar eldur var borinn að stöðinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að eldurinn hafi aðallega verið í móttöku hússins eða umtalsverðar reykskemmdir hafi orðið á húsnæðinu. Gordon Lyons, samfélagsmálaráðherra Norður-Írlands, sagði að orðrómur hefði farið á kreik um að tómstundastöðin yrði notuð til þess að hýsa útlendinga varanlega. Hann hafði sjálfur greint frá því á samfélagsmiðlum að fólkið hefði verið flutt í stöðina og hlaut bágt fyrir. Sjálfur sagðist hann hafa verið að reyna að eyða fölskum sögusögnum. Lögregluyfirvöld hafa kallað óeirðirnar rasískar í eðli sínu og að þær beinist að þjóðernisminnihlutum og lögreglumönnum. John O'Dowd, fjármálaráðherra Norður-Írlands, tók í sama streng og kallaði óeirðaseggina „rasíska óþokka“. Ballymena erum 30.000 manna bær um fjörutíu kílómetra norðvestur af Belfast. Bærinn hefur verið þekktur sem sterku vígi sambandssinna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan hefur sagt að ekkert bendi til þess að herskáir hópar sambandssinna standi að óeirðunum nú.
Norður-Írland Erlend sakamál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila