Æðstiklerkurinn hótar hefndum og drónaárásir eru hafnar Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 13. júní 2025 07:18 Ayatollah Ali Khameini hótar grimmilegum hefndum. AP Photo/Muhammad Sajjad) Æðstiklerkur Írana, Ayjatollah Ali Khameini, lofar því að Ísraelum verði harðlega refsað fyrir hinar umfangsmiklu árásir sem gerðar voru á fjölmörg skotmörk í Íran í nótt. Nú þegar hafa borist fregnir af umfangsmiklum drónaárásum á Ísrael en drónarnir virðast ekki hafa komist í gegnum loftvarnakerfi ísraelska hersins, enn sem komið er hið minnsta. Ali Khameini hótaði Bandaríkjamönnum einnig hefndum en stjórnvöld þar vestra hafna því alfarið að hafa komið að árásinni með nokkrum hætti og segja Ísraela hafa verið eina að verki. Ísraelar gerðu umfangsmiklar árásir á skotmörk í Íran í nótt á að minnsta kosti fjórum stöðum í landinu Sprengingar heyrðust víða um höfuðborgina Teheran og þá segjast Ísraelar hafa ráðist að hernaðarlegum skotmörkum og á svæði þar sem Íranir hafa verið að þróa kjarnorkuáætlun sína. Enn er margt á huldu um hvað gerðist í nótt en Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela sagði í ávarpi til þjóðar sinnar að ráðist hafi verið að rannsóknarstofu í Natanz þar sem Íranir voru að auðga úran og einnig á staði þar sem unnið var að hönnun langdrægra eldlauga. Einnig var ráðist að nokkrum af æðstu herforingjum Írana og einnig að helstu sérfræðingum Írana á sviði kjarnorku. Á meðal skotmarka voru íbúðarblokkir eins og þessi í norðurhluta Teheran, en einnig herstöðvar og rannsóknastofur.AP Photo/Vahid Salemi AP fréttaveitan segir að talið sé að Hossein Salami, yfirmaður Íranska byltingarvarðarins, skæðustu hersveita Írans sé á meðal hinna föllnu og einnig Mohammad Bagheri, yfirmaður herforingjaráðs Íranska hersins. Viðræður milli Írana og Bandaríkjamanna varðandi kjarnorkuáætlun þeirra fyrrnefndu hafa verið í gangi í nokkurn tíma en í vikunni bárust þær fregnir að þær viðræður hafi siglt í strand. Í gær var svo greint frá því að Bandaríkjamenn hafi ákveðið að flytja sendiráðstarfsfólk frá Bagdad, höfuðborg Íraks, þar sem óttast væri að Ísraelar væru að undirbúa árás á Íran. Árásir næturinnar hafa að sjálfsögðu stóraukið spennuna í Miðausturlöndum og hafa nágrannaríkin mörg hver annað hvort fordæmt árásirnar eða hvatt til stillingar. Það hafa helstu þjóðarleiðtogar heims einnig gert sem og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Íran Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar gera árásir á Íran Ísraelski herinn hefur gert það sem forsvarsmenn hersins kalla „fyrirbyggjandi árásir“ á skotmörk í Íran. Forsvarsmennirnir segja árásirnar beinast að kjarnorkuvopnaáætlun klerkastjórnar Íran og munu árásir hafa verið gerðar á „tugi skotmarka“ sem eiga að tengjast þeirri áætlun. Þær hafa meðal annars verið gerðar á Tehran, höfuðborg Íran. 13. júní 2025 00:44 Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Embættismenn í Bandaríkjunum og í Evrópu segja útlit fyrir að yfirvöld í Ísrael séu að undirbúa árásir á Íran. Slíkar árásir gætu verið gerðar á næstu dögum og hafa áhyggjur af árásum og svarárásum Írana leitt til þess að Bandaríkjamenn hafa fækkað starfsfólki í Mið-Austurlöndum. 12. júní 2025 11:55 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Nú þegar hafa borist fregnir af umfangsmiklum drónaárásum á Ísrael en drónarnir virðast ekki hafa komist í gegnum loftvarnakerfi ísraelska hersins, enn sem komið er hið minnsta. Ali Khameini hótaði Bandaríkjamönnum einnig hefndum en stjórnvöld þar vestra hafna því alfarið að hafa komið að árásinni með nokkrum hætti og segja Ísraela hafa verið eina að verki. Ísraelar gerðu umfangsmiklar árásir á skotmörk í Íran í nótt á að minnsta kosti fjórum stöðum í landinu Sprengingar heyrðust víða um höfuðborgina Teheran og þá segjast Ísraelar hafa ráðist að hernaðarlegum skotmörkum og á svæði þar sem Íranir hafa verið að þróa kjarnorkuáætlun sína. Enn er margt á huldu um hvað gerðist í nótt en Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela sagði í ávarpi til þjóðar sinnar að ráðist hafi verið að rannsóknarstofu í Natanz þar sem Íranir voru að auðga úran og einnig á staði þar sem unnið var að hönnun langdrægra eldlauga. Einnig var ráðist að nokkrum af æðstu herforingjum Írana og einnig að helstu sérfræðingum Írana á sviði kjarnorku. Á meðal skotmarka voru íbúðarblokkir eins og þessi í norðurhluta Teheran, en einnig herstöðvar og rannsóknastofur.AP Photo/Vahid Salemi AP fréttaveitan segir að talið sé að Hossein Salami, yfirmaður Íranska byltingarvarðarins, skæðustu hersveita Írans sé á meðal hinna föllnu og einnig Mohammad Bagheri, yfirmaður herforingjaráðs Íranska hersins. Viðræður milli Írana og Bandaríkjamanna varðandi kjarnorkuáætlun þeirra fyrrnefndu hafa verið í gangi í nokkurn tíma en í vikunni bárust þær fregnir að þær viðræður hafi siglt í strand. Í gær var svo greint frá því að Bandaríkjamenn hafi ákveðið að flytja sendiráðstarfsfólk frá Bagdad, höfuðborg Íraks, þar sem óttast væri að Ísraelar væru að undirbúa árás á Íran. Árásir næturinnar hafa að sjálfsögðu stóraukið spennuna í Miðausturlöndum og hafa nágrannaríkin mörg hver annað hvort fordæmt árásirnar eða hvatt til stillingar. Það hafa helstu þjóðarleiðtogar heims einnig gert sem og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Íran Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar gera árásir á Íran Ísraelski herinn hefur gert það sem forsvarsmenn hersins kalla „fyrirbyggjandi árásir“ á skotmörk í Íran. Forsvarsmennirnir segja árásirnar beinast að kjarnorkuvopnaáætlun klerkastjórnar Íran og munu árásir hafa verið gerðar á „tugi skotmarka“ sem eiga að tengjast þeirri áætlun. Þær hafa meðal annars verið gerðar á Tehran, höfuðborg Íran. 13. júní 2025 00:44 Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Embættismenn í Bandaríkjunum og í Evrópu segja útlit fyrir að yfirvöld í Ísrael séu að undirbúa árásir á Íran. Slíkar árásir gætu verið gerðar á næstu dögum og hafa áhyggjur af árásum og svarárásum Írana leitt til þess að Bandaríkjamenn hafa fækkað starfsfólki í Mið-Austurlöndum. 12. júní 2025 11:55 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Ísraelar gera árásir á Íran Ísraelski herinn hefur gert það sem forsvarsmenn hersins kalla „fyrirbyggjandi árásir“ á skotmörk í Íran. Forsvarsmennirnir segja árásirnar beinast að kjarnorkuvopnaáætlun klerkastjórnar Íran og munu árásir hafa verið gerðar á „tugi skotmarka“ sem eiga að tengjast þeirri áætlun. Þær hafa meðal annars verið gerðar á Tehran, höfuðborg Íran. 13. júní 2025 00:44
Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Embættismenn í Bandaríkjunum og í Evrópu segja útlit fyrir að yfirvöld í Ísrael séu að undirbúa árásir á Íran. Slíkar árásir gætu verið gerðar á næstu dögum og hafa áhyggjur af árásum og svarárásum Írana leitt til þess að Bandaríkjamenn hafa fækkað starfsfólki í Mið-Austurlöndum. 12. júní 2025 11:55