Ræddi metið við son Tryggva: „Myndi skipta mig miklu máli að ná þessu meti“ Aron Guðmundsson skrifar 15. júní 2025 10:02 Patrick Pedersen nálgast markamet Tryggva Guðmundssonar upp á 131 mark í efstu deild. Vísir/Samsett mynd Það er ekki bara á æfingum þar sem að Valsarinn Patrick Pedersen hefur skorað mörkin. Í efstu deild eru mörk hans orðin alls 127 talsins. Pedersen hefur verið í fanta formi það sem af er tímabili í Bestu deildinni og nálgast markamet efstu deildar óðfluga. Pedersen á aðeins fjögur mörk í markamet Tryggva Guðmundssonar (131 mark í efstu deild) sem Patrick viðurkennir að vita ekki mikið um. „Ekki mikið en ég spilaði með syni hans, Guðmundi Andra, og við höfum aðeins rætt þetta. Hann var ekki ánægður með að ég ætlaði mér að spila lengur á Íslandi,“ sagði Patrick sem skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Val fyrir tímabilið. „Það myndi skipta mig miklu máli að ná þessu meti. Þetta er stórt met að eiga. Vonandi næ ég því áður en tímabilinu lýkur. Ég setti það sem mitt persónulega markmið fyrir tímabilið að ná þessu meti, vonandi rætist það. Aðal einbeiting mín fer hins vegar á að hjálpa liðinu að vinna eins marga leiki og mögulegt er og vonandi keppa um Íslandsmeistaratitilinn.“ „Allt í lagi að setja pressu á þennan mann“ Og þessi sýn rímar við það sem Haukur Páll, fyrrverandi liðsfélagi Patricks og núverandi aðstoðarþjálfari Vals segir okkur um Danann knáa, hann sé fyrst og fremst liðsmaður. „Hann myndi alla daga velja það að skora núll mörk og vinna eitthvað. Hann hefur hins vegar bara það mikil gæði að hann skorar líka. Ef að hann er ekki í besta færinu þá finnur hann liðsfélaga sem mögulega skorar. Hann er ekki þessi eigingjarni framherji, þvílíkur liðsmaður.“ Sérðu fyrir þér að hann slái markametið? „Já ég býst við því,“ svarar Haukur Páll. „Jú það er allt í lagi að setja pressu á þennan mann. Hann hefur verið með pressu áður á sér en skilar alltaf sínu. Jú eigum við ekki að segja að hann slái þetta markamet. Ef það kemur ekki í ár þá kemur það á næsta ári. En við vonum svo innileg að það komi í ár.“ Fjallað var um markametið í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir ofan. Fljótlega eftir að það fór í loftið skoraði Patrick tvennu gegn Stjörnunni, sem hækkaði markafjölda hans upp í 127 mörk. Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Sjá meira
Pedersen á aðeins fjögur mörk í markamet Tryggva Guðmundssonar (131 mark í efstu deild) sem Patrick viðurkennir að vita ekki mikið um. „Ekki mikið en ég spilaði með syni hans, Guðmundi Andra, og við höfum aðeins rætt þetta. Hann var ekki ánægður með að ég ætlaði mér að spila lengur á Íslandi,“ sagði Patrick sem skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Val fyrir tímabilið. „Það myndi skipta mig miklu máli að ná þessu meti. Þetta er stórt met að eiga. Vonandi næ ég því áður en tímabilinu lýkur. Ég setti það sem mitt persónulega markmið fyrir tímabilið að ná þessu meti, vonandi rætist það. Aðal einbeiting mín fer hins vegar á að hjálpa liðinu að vinna eins marga leiki og mögulegt er og vonandi keppa um Íslandsmeistaratitilinn.“ „Allt í lagi að setja pressu á þennan mann“ Og þessi sýn rímar við það sem Haukur Páll, fyrrverandi liðsfélagi Patricks og núverandi aðstoðarþjálfari Vals segir okkur um Danann knáa, hann sé fyrst og fremst liðsmaður. „Hann myndi alla daga velja það að skora núll mörk og vinna eitthvað. Hann hefur hins vegar bara það mikil gæði að hann skorar líka. Ef að hann er ekki í besta færinu þá finnur hann liðsfélaga sem mögulega skorar. Hann er ekki þessi eigingjarni framherji, þvílíkur liðsmaður.“ Sérðu fyrir þér að hann slái markametið? „Já ég býst við því,“ svarar Haukur Páll. „Jú það er allt í lagi að setja pressu á þennan mann. Hann hefur verið með pressu áður á sér en skilar alltaf sínu. Jú eigum við ekki að segja að hann slái þetta markamet. Ef það kemur ekki í ár þá kemur það á næsta ári. En við vonum svo innileg að það komi í ár.“ Fjallað var um markametið í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir ofan. Fljótlega eftir að það fór í loftið skoraði Patrick tvennu gegn Stjörnunni, sem hækkaði markafjölda hans upp í 127 mörk.
Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Sjá meira