Heilbrigðistækni getur gjörbylt aðgengi og gæðum í heilbrigðisþjónustu Erla Tinna Stefánsdóttir skrifar 13. júní 2025 12:32 Við lifum á tímum hraðra breytinga. Heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir djúpstæðum áskorunum að mörgu leyti, og birtast þær meðal annars í mannauðsskorti, síauknum þrýstingi á meira fjármagn og breyttum væntingum og kröfum almennings. En í miðju þessa umróts glittir líka í einstök tækifæri. Tækni, og þá sérstaklega heilbrigðistækni, getur átt ríkan þátt í að leysa þær stóru áskoranir sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir. Hvort sem það er notkun gervigreindar, annarra gagnalausna, fjarheilbrigðistækni eða nýrra samskiptaforma, þá getur heilbrigðistækni gjörbylt aðgengi og gæðum og aukið skilvirkni í heilbrigðisþjónustu. Mikilvægt er að tæknilausnir séu þróaðar með þarfir notenda í fyrirrúmi og að þær mæti raunverulegum áskorunum innan kerfisins og að hið opinbera styðji við þróun þeirra með skýru regluverki og raunhæfum samningum. Ísland býr yfir sérstöðu sem getur styrkt stöðu heilbrigðistækniiðnaðar og bætt skilvirkni í heilbrigðiskerfinu, meðal annars hátt menntunarstig, þróað heilbrigðiskerfi og jákvætt viðhorf almennings til tækninýjunga. Þetta skapar aðstæður til nýsköpunar og prófana heilbrigðistæknilausna sem geta skilað árangri bæði innanlands og á alþjóðavísu. Til að nýta tækifærin til fulls þarf að efla aðgengi að fjármagni og sérfræðiþekkingu, festa í sessi skattahvata til rannsókna og þróunar, tryggja áframhaldandi stuðning við nýsköpunarklasa og vísindagarða, og síðast en alls ekki síst; skýra stefnumörkun stjórnvalda í málefnum heilbrigðiskerfisins og hagnýtingar heilbrigðistæknilausna.. Heilbrigðistækni er í miklum vexti hér á landi og getur orðið ein af mikilvægustu vaxtargreinum til framtíðar hér á landi, ásamt því að auka hagræði í ríkisrekstri. Með markvissum aðgerðum, samstarfi við stjórnvöld og fjárfestingu í nýsköpun getur Ísland skapað sér sérstöðu sem sveigjanlegt þróunarumhverfi og þekkingarsamfélag á sviði heilbrigðistækni. Samtök iðnaðarins munu áfram vinna að því að styðja við vöxt íslensks heilbrigðistækniiðnaðar, stuðla að bættu starfsumhverfi fyrir sprotafyrirtæki og tryggja að rödd greinarinnar heyrist við mótun stefnu í heilbrigðismálum og nýsköpun á Íslandi. Höfundur er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum hraðra breytinga. Heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir djúpstæðum áskorunum að mörgu leyti, og birtast þær meðal annars í mannauðsskorti, síauknum þrýstingi á meira fjármagn og breyttum væntingum og kröfum almennings. En í miðju þessa umróts glittir líka í einstök tækifæri. Tækni, og þá sérstaklega heilbrigðistækni, getur átt ríkan þátt í að leysa þær stóru áskoranir sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir. Hvort sem það er notkun gervigreindar, annarra gagnalausna, fjarheilbrigðistækni eða nýrra samskiptaforma, þá getur heilbrigðistækni gjörbylt aðgengi og gæðum og aukið skilvirkni í heilbrigðisþjónustu. Mikilvægt er að tæknilausnir séu þróaðar með þarfir notenda í fyrirrúmi og að þær mæti raunverulegum áskorunum innan kerfisins og að hið opinbera styðji við þróun þeirra með skýru regluverki og raunhæfum samningum. Ísland býr yfir sérstöðu sem getur styrkt stöðu heilbrigðistækniiðnaðar og bætt skilvirkni í heilbrigðiskerfinu, meðal annars hátt menntunarstig, þróað heilbrigðiskerfi og jákvætt viðhorf almennings til tækninýjunga. Þetta skapar aðstæður til nýsköpunar og prófana heilbrigðistæknilausna sem geta skilað árangri bæði innanlands og á alþjóðavísu. Til að nýta tækifærin til fulls þarf að efla aðgengi að fjármagni og sérfræðiþekkingu, festa í sessi skattahvata til rannsókna og þróunar, tryggja áframhaldandi stuðning við nýsköpunarklasa og vísindagarða, og síðast en alls ekki síst; skýra stefnumörkun stjórnvalda í málefnum heilbrigðiskerfisins og hagnýtingar heilbrigðistæknilausna.. Heilbrigðistækni er í miklum vexti hér á landi og getur orðið ein af mikilvægustu vaxtargreinum til framtíðar hér á landi, ásamt því að auka hagræði í ríkisrekstri. Með markvissum aðgerðum, samstarfi við stjórnvöld og fjárfestingu í nýsköpun getur Ísland skapað sér sérstöðu sem sveigjanlegt þróunarumhverfi og þekkingarsamfélag á sviði heilbrigðistækni. Samtök iðnaðarins munu áfram vinna að því að styðja við vöxt íslensks heilbrigðistækniiðnaðar, stuðla að bættu starfsumhverfi fyrir sprotafyrirtæki og tryggja að rödd greinarinnar heyrist við mótun stefnu í heilbrigðismálum og nýsköpun á Íslandi. Höfundur er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun