Nýtt dæluhús veldur óánægju á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2025 20:08 Björn Ingi Gíslason, formaður sóknarnefndar Selfosskirkju við nýja dæluhúsið og hluti af Selfosskirkju er í baksýn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Formanni sóknarnefndar Selfosskirkju dauðbrá þegar mótin voru tekin utan af nýrri byggingu, sem er nú risin í grennd við kirkjuna en byggingin er miklu stærri en formaðurinn hafði áttað sig á. Ljósmyndari á staðnum er líka mjög ósáttur við nýju bygginguna, sem er á vegum Selfossveitna. Byggingin, sem um ræðir við bakka Ölfusár fyrir neðan Hótel Selfoss og rétt við Selfosskirkju. Þetta eru dæluhús á vegum Selfossveitna, sem var byggt yfir heitavatnsholu á staðnum. „Já maður skilur það að fólki sé brugðið þegar kemur svona nýtt hús á þetta svæði en við erum að reyna að virkja og stækkandi samfélag þarf meira vatn og við þurfum að virkja það,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður stjórnar Selfossveitna. Sveinn Ægir segir að mjög snyrtilega verið gengið fá dæluhúsinu, klæðningin verði eins og á Hótel Selfossi og svo verði útsýnispallur uppi á húsinu. „Já, við ætlum að hafa útsýnispall þar sem við verðum með sögu svæðisins og munum líka hafa stóra glugga á húsinu til að segja frá sögu og orkuvinnslu á Íslandi,” segir Sveinn. Sveinn Ægir Birgisson, formaður stjórnar Selfossveitna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfosskirkju er mikið mynduð af fagfólki og áhugafólki um ljósmyndun eins og Lýður Geir, íbúi á Selfossi þekkir vel. Hann er ekki sáttur við nýju bygginguna. „Þessi bygging passar bara ekkert inn í þetta umhverfi hérna. Þetta hefur áhrif á ásýnd bæjarins og aðkomu inn í bæinn. Sem Selfyssingur og ljósmyndari, stoltur Selfyssingur þá finnst mér þetta ekki bara passa hér inn á þetta svæði,” segir Lýður ósáttur. Lýður Geir Guðmundsson, ljósmyndari og íbúi á Selfossi, sem er langt frá því að vera sáttur við nýju bygginguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir formaður sóknarnefndar Selfosskirkju yfir byggingunni? „Mér dauðbrá þegar mótin voru tekin utan af þessu húsi. Mér fannst það bæði vera of hátt miðað við það, sem ég hafði haldið og stærra, meira umfang í þessu húsi en ég hafði gert mér grein fyrir,” segir Björn Ingi Gíslason, formaður sóknarnefndar og bætir við. „Ég veit að það eru auðvitað margir að finna að því að fara að setja hér upp svona stórt hús á þennan sjónarhól. Kirkjan út af fyrir sig stendur auðvitað fyrir sínu, hún er á fallegum stað og verður áfram. Við skulum nú hafa frið um þetta allt saman vonandi og auðvitað fögnum við því að bæjarfélagið okkar skuli vera að eignast meira heitt vatni,” segir Björn Ingi. Svona mun nýja dæluhúsið líta út fullbúið með útsýnispalli á þakinu.Aðsend Árborg Þjóðkirkjan Vatn Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Byggingin, sem um ræðir við bakka Ölfusár fyrir neðan Hótel Selfoss og rétt við Selfosskirkju. Þetta eru dæluhús á vegum Selfossveitna, sem var byggt yfir heitavatnsholu á staðnum. „Já maður skilur það að fólki sé brugðið þegar kemur svona nýtt hús á þetta svæði en við erum að reyna að virkja og stækkandi samfélag þarf meira vatn og við þurfum að virkja það,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður stjórnar Selfossveitna. Sveinn Ægir segir að mjög snyrtilega verið gengið fá dæluhúsinu, klæðningin verði eins og á Hótel Selfossi og svo verði útsýnispallur uppi á húsinu. „Já, við ætlum að hafa útsýnispall þar sem við verðum með sögu svæðisins og munum líka hafa stóra glugga á húsinu til að segja frá sögu og orkuvinnslu á Íslandi,” segir Sveinn. Sveinn Ægir Birgisson, formaður stjórnar Selfossveitna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfosskirkju er mikið mynduð af fagfólki og áhugafólki um ljósmyndun eins og Lýður Geir, íbúi á Selfossi þekkir vel. Hann er ekki sáttur við nýju bygginguna. „Þessi bygging passar bara ekkert inn í þetta umhverfi hérna. Þetta hefur áhrif á ásýnd bæjarins og aðkomu inn í bæinn. Sem Selfyssingur og ljósmyndari, stoltur Selfyssingur þá finnst mér þetta ekki bara passa hér inn á þetta svæði,” segir Lýður ósáttur. Lýður Geir Guðmundsson, ljósmyndari og íbúi á Selfossi, sem er langt frá því að vera sáttur við nýju bygginguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir formaður sóknarnefndar Selfosskirkju yfir byggingunni? „Mér dauðbrá þegar mótin voru tekin utan af þessu húsi. Mér fannst það bæði vera of hátt miðað við það, sem ég hafði haldið og stærra, meira umfang í þessu húsi en ég hafði gert mér grein fyrir,” segir Björn Ingi Gíslason, formaður sóknarnefndar og bætir við. „Ég veit að það eru auðvitað margir að finna að því að fara að setja hér upp svona stórt hús á þennan sjónarhól. Kirkjan út af fyrir sig stendur auðvitað fyrir sínu, hún er á fallegum stað og verður áfram. Við skulum nú hafa frið um þetta allt saman vonandi og auðvitað fögnum við því að bæjarfélagið okkar skuli vera að eignast meira heitt vatni,” segir Björn Ingi. Svona mun nýja dæluhúsið líta út fullbúið með útsýnispalli á þakinu.Aðsend
Árborg Þjóðkirkjan Vatn Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent