Frönsk kona grunuð um að bana dóttur sinni og eiginmanni Tómas Arnar Þorláksson og Agnar Már Másson skrifa 14. júní 2025 16:43 Úr bílakjallara Edition í dag. Vísir/Viktor Frönsk kona á sextugsaldri er með stöðu sakbornings grunuð um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var með alvarlega stunguáverka þegar lögreglu bar að garði. Hún er í haldi lögreglu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Tveir erlendir ferðamenn fundust látnir á lúxushótelinu Edition í miðborg Reykjavíkur í morgun. Umgangsmikil lögregluaðgerð stóð þar yfir í dag. Einn ferðamaður til viðbótar var á vettvangi þegar lögreglu bar að og var hann með alvarlega áverka og fluttur undir læknishendur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða konu á sextugsaldri sem er grunuð um að hafa banað dóttur sinni og eiginmanni með eggvopni. Var með alvarlega stunguáverka Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn sagðist ekki geta staðfest að málsaðilar tengdust fjölskylduböndum þegar fréttastofa ræddi við hann í dag. Hann segir í samtali við fréttastofu að lögregla ætli að fara fram á gæsluvarðhald yfir ferðamanninum, sem hafi verið með alvarlega stunguáverka þegar viðbragðsaðila bar að garði. Ævar segir að hinir látnu og hinn grunaði séu allir ferðamenn með franskt ríkisfang á aldursbilinu 20-60 ára. Óljóst sé hvers eðlis ferð þeirra til Íslands hafi verið en þeir hafi verið hér saman í ferð. Hann vildi ekki tjá sig um áverka á þeim látnu. Ævar telur að atvikið hafi gerst inni á hótelherbergi en í dag var fjórðu hæð hótelsins lokað meðan lögregluaðgerðin stóð yfir. Tilkynning um málið barst lögreglu kl. 7.14. Sérsveitarmenn, fjórir sjúkraflutningabílar og dælubíll voru kallaðir út. Þegar fréttastofa leitaði viðbragða frá forsvarsmönnum Edition vísuðu þeir á lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp á Reykjavík Edition Lögreglumál Reykjavík Frakkland Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu. Tveir erlendir ferðamenn fundust látnir á lúxushótelinu Edition í miðborg Reykjavíkur í morgun. Umgangsmikil lögregluaðgerð stóð þar yfir í dag. Einn ferðamaður til viðbótar var á vettvangi þegar lögreglu bar að og var hann með alvarlega áverka og fluttur undir læknishendur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða konu á sextugsaldri sem er grunuð um að hafa banað dóttur sinni og eiginmanni með eggvopni. Var með alvarlega stunguáverka Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn sagðist ekki geta staðfest að málsaðilar tengdust fjölskylduböndum þegar fréttastofa ræddi við hann í dag. Hann segir í samtali við fréttastofu að lögregla ætli að fara fram á gæsluvarðhald yfir ferðamanninum, sem hafi verið með alvarlega stunguáverka þegar viðbragðsaðila bar að garði. Ævar segir að hinir látnu og hinn grunaði séu allir ferðamenn með franskt ríkisfang á aldursbilinu 20-60 ára. Óljóst sé hvers eðlis ferð þeirra til Íslands hafi verið en þeir hafi verið hér saman í ferð. Hann vildi ekki tjá sig um áverka á þeim látnu. Ævar telur að atvikið hafi gerst inni á hótelherbergi en í dag var fjórðu hæð hótelsins lokað meðan lögregluaðgerðin stóð yfir. Tilkynning um málið barst lögreglu kl. 7.14. Sérsveitarmenn, fjórir sjúkraflutningabílar og dælubíll voru kallaðir út. Þegar fréttastofa leitaði viðbragða frá forsvarsmönnum Edition vísuðu þeir á lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp á Reykjavík Edition Lögreglumál Reykjavík Frakkland Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira