Sunnudagsblús ríkisstjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar 15. júní 2025 19:03 Þingfundur á sunnudegi er nánast óþekkt fyrirbæri í sögu Alþingis. Árið 1914 var þing kallað saman vegna upphafs fyrri heimstyrjaldarinnar. Hins vegar hefur það aðeins gerst tvisvar sinnum á lýðveldistímanum, og þá vegna losunar fjármagnshafta og aðdraganda þess. Í dag boðaði forseti Alþingis til sunnudagsfundar, í þriðja skiptið í sögunni – án þess að brýn nauðsyn hafi staðið til, án samráðs við þingflokka og til þess eins að ræða bókun 35. Þessar fordæmalausu vendingar sýna glöggt stjórnleysi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þetta sýnir ekki ábyrgð í verki heldur flótta frá vönduðum vinnubrögðum. Þetta er ekki smávægilegt frávik frá reglum, hefðum og venjum – hér er þingsköpum og lýðræðislegu ferli fótum troðið. Það er meiri hlutinn sem fer með dagskrárvald á Alþingi, ekki stjórnarandstaðan. Það eru ríkisstjórnarflokkarnir sem bera ábyrgð á framgangi mála og þeirri ringulreið sem nú ríkir við þinglok. Það er forseta að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin – með samtali, ekki einhliða ákvörðunum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins kveinka sér ekki yfir helgarvinnu, þvert á móti. Þingmenn flokksins vinna sem næst allar helgar og sinna skyldum sínum af heilum hug. Okkur þingmönnum flokksins þykir hins vegar of langt gengið þegar þess er krafist að setið sé undir vanhæfni annarra – á fundi sem þjónar ekki þjóðarhagsmunum heldur aðeins eiginhagsmunum ríkisstjórnar sem hefur misst tökin á eigin erindi og er komin í algjört öngstræti. Stjórnarandstaðan hefur ítrekað gagnrýnt vinnubrögð ríkisstjórnarinnar, enda eru ófá málin sem lögð hafa verið fram of seint og illa undirbúin, án samráðs eða áhrifamats. Til þess að bregðast við þeirri sjálfbökuðu stöðu hefur ríkisstjórnin gripið til sýndarráðstafana eins og þessarar, að boða þing á sunnudegi, í þeirri von að umræðan snúist um eitthvað allt annað en kjarna máls; sín eigin slælegu vinnubrögð. Boðun sunnudagsfundar, án raunverulegrar nauðsynjar og í trássi við hefðir og þingsköp er ekkert annað en birtingarmynd þess hvernig ríkisstjórn sem hefur misst tökin og grípur til þeirra örþrifaráða að sýna vald sitt í verki með því að kasta virðingu Alþingis og lýðræðislegum vinnubrögðum á glæ. Það látum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki viðgangast óátalið. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Sjá meira
Þingfundur á sunnudegi er nánast óþekkt fyrirbæri í sögu Alþingis. Árið 1914 var þing kallað saman vegna upphafs fyrri heimstyrjaldarinnar. Hins vegar hefur það aðeins gerst tvisvar sinnum á lýðveldistímanum, og þá vegna losunar fjármagnshafta og aðdraganda þess. Í dag boðaði forseti Alþingis til sunnudagsfundar, í þriðja skiptið í sögunni – án þess að brýn nauðsyn hafi staðið til, án samráðs við þingflokka og til þess eins að ræða bókun 35. Þessar fordæmalausu vendingar sýna glöggt stjórnleysi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þetta sýnir ekki ábyrgð í verki heldur flótta frá vönduðum vinnubrögðum. Þetta er ekki smávægilegt frávik frá reglum, hefðum og venjum – hér er þingsköpum og lýðræðislegu ferli fótum troðið. Það er meiri hlutinn sem fer með dagskrárvald á Alþingi, ekki stjórnarandstaðan. Það eru ríkisstjórnarflokkarnir sem bera ábyrgð á framgangi mála og þeirri ringulreið sem nú ríkir við þinglok. Það er forseta að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin – með samtali, ekki einhliða ákvörðunum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins kveinka sér ekki yfir helgarvinnu, þvert á móti. Þingmenn flokksins vinna sem næst allar helgar og sinna skyldum sínum af heilum hug. Okkur þingmönnum flokksins þykir hins vegar of langt gengið þegar þess er krafist að setið sé undir vanhæfni annarra – á fundi sem þjónar ekki þjóðarhagsmunum heldur aðeins eiginhagsmunum ríkisstjórnar sem hefur misst tökin á eigin erindi og er komin í algjört öngstræti. Stjórnarandstaðan hefur ítrekað gagnrýnt vinnubrögð ríkisstjórnarinnar, enda eru ófá málin sem lögð hafa verið fram of seint og illa undirbúin, án samráðs eða áhrifamats. Til þess að bregðast við þeirri sjálfbökuðu stöðu hefur ríkisstjórnin gripið til sýndarráðstafana eins og þessarar, að boða þing á sunnudegi, í þeirri von að umræðan snúist um eitthvað allt annað en kjarna máls; sín eigin slælegu vinnubrögð. Boðun sunnudagsfundar, án raunverulegrar nauðsynjar og í trássi við hefðir og þingsköp er ekkert annað en birtingarmynd þess hvernig ríkisstjórn sem hefur misst tökin og grípur til þeirra örþrifaráða að sýna vald sitt í verki með því að kasta virðingu Alþingis og lýðræðislegum vinnubrögðum á glæ. Það látum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki viðgangast óátalið. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar