Leita arftaka Jóns Þórs: „Hann tók þessu með mikilli reisn“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2025 11:49 Jón Þór Hauksson tók við ÍA snemma árs 2022 eftir að Jóhannes Karl Guðjónsson hætti með liðið til að gerast aðstoðarlandsliðsþjálfari. vísir/Diego Skagamenn töldu sér þann kost einn nauðugan að skipta um þjálfara vegna afar slæmrar stöðu ÍA í Bestu deild karla í fótbolta. Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, segir Jón Þór Hauksson hafa verið sammála því og að nú fari vinna á fullt við að finna arftaka hans. ÍA greindi frá því í dag að Jón Þór væri hættur störfum en hann skilur við liðið á Botni Bestu deildarinnar, með níu stig eftir ellefu umferðir og markatöluna 13-28. Það er mikil breyting frá síðustu leiktíð þegar Jón Þór var afar nálægt því að stýra ÍA í Evrópusæti en liðið hafnaði þá í 5. sæti. „Þetta er svo sem ekki mjög flókið. Árangur liðsins hefur verið langt undir væntingum. Við í stjórninni, ásamt þjálfara, vorum sammála um að það þyrfti að gera þessar breytingar, til þess að reyna að rífa okkur aðeins í gang,“ sagði Eggert við íþróttadeild Sýnar í morgun. „Þetta gerist allt mjög hratt“ Ekki var að heyra á Jóni Þór að hann hygðist hætta, í viðtölum eftir 4-1 tapið gegn Aftureldingu í gærkvöld, þó að hann viðurkenndi að hann væri áhyggjufullur. Aðspurður hver hefði átt frumkvæðið að því að leiðir skildu svaraði Eggert: „Þetta var bara samtal okkar á milli og aðilar sammála um að þetta væri rétt niðurstaða að svo stöddu. Báðir aðilar telja best að leiðir skilji núna og að við reynum að koma okkur á rétta braut.“ Leit að nýjum þjálfara er nú hafin en þó aðeins „mjög óformlega og mjög lítið. Við erum aðeins búnir að fara yfir hvaða valkostir eru mögulegir. Sú vinna fer núna í gang á fullu. Þetta gerist allt mjög hratt,“ sagði Eggert. Hann segir síðustu samtöl við Jón vissulega hafa verið erfið enda um að ræða grjótharðan Skagamann og það breytist ekki: „Þau [samtölin] voru bara mjög uppbyggileg og góð miðað við aðstæður. Hann tók þessu með mikilli reisn. Jón Þór er búinn að standa sig frábærlega og það hefur verið gríðarlega gott að vinna með honum. Hann er frábær þjálfari, frábær einstaklingur, og við erum mjög þakklátir fyrir hans framlag til félagsins. En því miður var þetta bara ekki að ganga núna. Hann er grjótharður Skagamaður og stuðningsmaður liðsins, og ég veit að hann óskar félaginu alls hins besta í framhaldinu,“ sagði Eggert. Besta deild karla ÍA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
ÍA greindi frá því í dag að Jón Þór væri hættur störfum en hann skilur við liðið á Botni Bestu deildarinnar, með níu stig eftir ellefu umferðir og markatöluna 13-28. Það er mikil breyting frá síðustu leiktíð þegar Jón Þór var afar nálægt því að stýra ÍA í Evrópusæti en liðið hafnaði þá í 5. sæti. „Þetta er svo sem ekki mjög flókið. Árangur liðsins hefur verið langt undir væntingum. Við í stjórninni, ásamt þjálfara, vorum sammála um að það þyrfti að gera þessar breytingar, til þess að reyna að rífa okkur aðeins í gang,“ sagði Eggert við íþróttadeild Sýnar í morgun. „Þetta gerist allt mjög hratt“ Ekki var að heyra á Jóni Þór að hann hygðist hætta, í viðtölum eftir 4-1 tapið gegn Aftureldingu í gærkvöld, þó að hann viðurkenndi að hann væri áhyggjufullur. Aðspurður hver hefði átt frumkvæðið að því að leiðir skildu svaraði Eggert: „Þetta var bara samtal okkar á milli og aðilar sammála um að þetta væri rétt niðurstaða að svo stöddu. Báðir aðilar telja best að leiðir skilji núna og að við reynum að koma okkur á rétta braut.“ Leit að nýjum þjálfara er nú hafin en þó aðeins „mjög óformlega og mjög lítið. Við erum aðeins búnir að fara yfir hvaða valkostir eru mögulegir. Sú vinna fer núna í gang á fullu. Þetta gerist allt mjög hratt,“ sagði Eggert. Hann segir síðustu samtöl við Jón vissulega hafa verið erfið enda um að ræða grjótharðan Skagamann og það breytist ekki: „Þau [samtölin] voru bara mjög uppbyggileg og góð miðað við aðstæður. Hann tók þessu með mikilli reisn. Jón Þór er búinn að standa sig frábærlega og það hefur verið gríðarlega gott að vinna með honum. Hann er frábær þjálfari, frábær einstaklingur, og við erum mjög þakklátir fyrir hans framlag til félagsins. En því miður var þetta bara ekki að ganga núna. Hann er grjótharður Skagamaður og stuðningsmaður liðsins, og ég veit að hann óskar félaginu alls hins besta í framhaldinu,“ sagði Eggert.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira