Leita arftaka Jóns Þórs: „Hann tók þessu með mikilli reisn“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2025 11:49 Jón Þór Hauksson tók við ÍA snemma árs 2022 eftir að Jóhannes Karl Guðjónsson hætti með liðið til að gerast aðstoðarlandsliðsþjálfari. vísir/Diego Skagamenn töldu sér þann kost einn nauðugan að skipta um þjálfara vegna afar slæmrar stöðu ÍA í Bestu deild karla í fótbolta. Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, segir Jón Þór Hauksson hafa verið sammála því og að nú fari vinna á fullt við að finna arftaka hans. ÍA greindi frá því í dag að Jón Þór væri hættur störfum en hann skilur við liðið á Botni Bestu deildarinnar, með níu stig eftir ellefu umferðir og markatöluna 13-28. Það er mikil breyting frá síðustu leiktíð þegar Jón Þór var afar nálægt því að stýra ÍA í Evrópusæti en liðið hafnaði þá í 5. sæti. „Þetta er svo sem ekki mjög flókið. Árangur liðsins hefur verið langt undir væntingum. Við í stjórninni, ásamt þjálfara, vorum sammála um að það þyrfti að gera þessar breytingar, til þess að reyna að rífa okkur aðeins í gang,“ sagði Eggert við íþróttadeild Sýnar í morgun. „Þetta gerist allt mjög hratt“ Ekki var að heyra á Jóni Þór að hann hygðist hætta, í viðtölum eftir 4-1 tapið gegn Aftureldingu í gærkvöld, þó að hann viðurkenndi að hann væri áhyggjufullur. Aðspurður hver hefði átt frumkvæðið að því að leiðir skildu svaraði Eggert: „Þetta var bara samtal okkar á milli og aðilar sammála um að þetta væri rétt niðurstaða að svo stöddu. Báðir aðilar telja best að leiðir skilji núna og að við reynum að koma okkur á rétta braut.“ Leit að nýjum þjálfara er nú hafin en þó aðeins „mjög óformlega og mjög lítið. Við erum aðeins búnir að fara yfir hvaða valkostir eru mögulegir. Sú vinna fer núna í gang á fullu. Þetta gerist allt mjög hratt,“ sagði Eggert. Hann segir síðustu samtöl við Jón vissulega hafa verið erfið enda um að ræða grjótharðan Skagamann og það breytist ekki: „Þau [samtölin] voru bara mjög uppbyggileg og góð miðað við aðstæður. Hann tók þessu með mikilli reisn. Jón Þór er búinn að standa sig frábærlega og það hefur verið gríðarlega gott að vinna með honum. Hann er frábær þjálfari, frábær einstaklingur, og við erum mjög þakklátir fyrir hans framlag til félagsins. En því miður var þetta bara ekki að ganga núna. Hann er grjótharður Skagamaður og stuðningsmaður liðsins, og ég veit að hann óskar félaginu alls hins besta í framhaldinu,“ sagði Eggert. Besta deild karla ÍA Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
ÍA greindi frá því í dag að Jón Þór væri hættur störfum en hann skilur við liðið á Botni Bestu deildarinnar, með níu stig eftir ellefu umferðir og markatöluna 13-28. Það er mikil breyting frá síðustu leiktíð þegar Jón Þór var afar nálægt því að stýra ÍA í Evrópusæti en liðið hafnaði þá í 5. sæti. „Þetta er svo sem ekki mjög flókið. Árangur liðsins hefur verið langt undir væntingum. Við í stjórninni, ásamt þjálfara, vorum sammála um að það þyrfti að gera þessar breytingar, til þess að reyna að rífa okkur aðeins í gang,“ sagði Eggert við íþróttadeild Sýnar í morgun. „Þetta gerist allt mjög hratt“ Ekki var að heyra á Jóni Þór að hann hygðist hætta, í viðtölum eftir 4-1 tapið gegn Aftureldingu í gærkvöld, þó að hann viðurkenndi að hann væri áhyggjufullur. Aðspurður hver hefði átt frumkvæðið að því að leiðir skildu svaraði Eggert: „Þetta var bara samtal okkar á milli og aðilar sammála um að þetta væri rétt niðurstaða að svo stöddu. Báðir aðilar telja best að leiðir skilji núna og að við reynum að koma okkur á rétta braut.“ Leit að nýjum þjálfara er nú hafin en þó aðeins „mjög óformlega og mjög lítið. Við erum aðeins búnir að fara yfir hvaða valkostir eru mögulegir. Sú vinna fer núna í gang á fullu. Þetta gerist allt mjög hratt,“ sagði Eggert. Hann segir síðustu samtöl við Jón vissulega hafa verið erfið enda um að ræða grjótharðan Skagamann og það breytist ekki: „Þau [samtölin] voru bara mjög uppbyggileg og góð miðað við aðstæður. Hann tók þessu með mikilli reisn. Jón Þór er búinn að standa sig frábærlega og það hefur verið gríðarlega gott að vinna með honum. Hann er frábær þjálfari, frábær einstaklingur, og við erum mjög þakklátir fyrir hans framlag til félagsins. En því miður var þetta bara ekki að ganga núna. Hann er grjótharður Skagamaður og stuðningsmaður liðsins, og ég veit að hann óskar félaginu alls hins besta í framhaldinu,“ sagði Eggert.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn