Versta staða Fylkismanna í næstum því fjörutíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2025 14:47 Fylkismenn spiluðu í Bestu deildinni í fyrrasumar en er núna á leiðinni í fallbaráttu í Lengjudeildinni. Vísir/Diego Það er þungt yfir Lautinni þessa dagana því karlalið Fylkis er líklegra til að berjast fyrir lífi sínu í Lengjudeildinni en að vinna sér sæti í Bestu deildinni. Fylkismenn hafa ekki fagnað sigri í sex leikjum í röð í Lengjudeild karla í fótbolta og liðið sem spilaði í Bestu deildinni síðasta sumar situr nú í fjórða neðsta sæti B-deildarinnar. Fylkir hefur aðeins unnið einn af fyrstu átta leikjum sínum og aðeins botnlið Fjölnis er með færri sigra til þessa í sumar. Naumt tap á móti Val í úrslitaleik Lengjubikarsins gaf von um stutt stopp utan Bestu deildarinnar en nú þremur mánuðum síðar hefur dimmt verulega yfir í Árbænum. Fylkir gerði jafntefli við Grindavík og Keflavík í síðustu leikjum sínum en tapaði þar á undan þremur leikjum í röð á móti Leikni, Þór og Þrótti. Eini sigurleikurinn í sumar kom á heimavelli á móti Selfossi 9. maí síðastliðinn eða fyrir meira en mánuði síðan. Á þessari öld hafa Fylkismenn ávallt verið í efstu deild fyrir utan þessi þrjú tímabil þegar Árbæingar féllu. Í hin tvö skiptið fór liðið strax upp aftur með því að vinna B-deildina árið eftir. Staðan í Lengjudeildinni eftir átta umferðir.Knattspyrnusamband Íslands Liðið var síðast lengur en eitt ár í B-deildinni á árunum 1997 til 1999. 1996 féll liðið úr úrvalsdeild og endaði bara í sjötta sæti í B-deildinni sumarið eftir. Það er versti árangur Fylkis síðustu 38 ár eða síðan liðið spilaði í C-deildinni sumarið 1987 en Fylkir endaði líka í sjötta sæti í B-deildinni sumarið 1991. Liðið varð í fjórða sæti í B-deildinni sumarið 1998 og vann síðan B-deildina 1999. Frá árinu 2000 hefur Fylkisliðið verið úrvalsdeildarlið með fyrrnefndum örfáum undantekningum. Fyrstu skrefin í átt að því voru tekin um miðjan níunda áratuginn þegar Fylkismenn fóru upp um tvær deildir á tveimur árum. Árbæjarliðið vann C-deildina sumarið 1987 og fór upp en endaði svo í öðru sæti í B-deildinni sumarið 1988 og komst þá upp í efstu deild í fyrsta skiptið. Fyrstu þrjú tímabil Fylkis í efstu deild, 1989, 1993 og 1996, þá féll liðið aftur niður í B-deild. Rúnar Páll Sigmundsson hætti með Fylki eftir síðasta tímabil og við tók Árni Freyr Guðnason. Fylkismenn fengu Árna frá ÍR. ÍR-ingar náðu aftur á móti að leysa vel úr því, réðu Jóhann Birni Guðmundsson, og þeir sitja nú í efsta sæti Lengjudeildarinnar með sæti í Bestu deildinni í augsýn. Nú reynir á Árna og Fylkismenn að snúa við skútunni því með sama áframhaldi þá er hún að leiðinni niður í C-deild í fyrsta sinn í næstum því fjóra áratugi. Versta staða Fylkismanna undanfarin fjörutíu ár 3. sæti í C-deild - 1986 1. sæti í C-deild - 1987 [Eru núna í 9. sæti í B-deild] 6. sæti í B-deild - 1991 6. sæti í B-deild - 1997 4. sæti í B-deild - 1998 3. sæti í B-deild - 1990 2. sæti í B-deild - 1988 1. sæti í B-deild - 1992 1. sæti í B-deild - 1999 1. sæti í B-deild - 2017 1. sæti í B-deild - 2022 12. sæti í A-deild - 2021 12. sæti í A- deild - 2024 11. sæti í A-deild - 2016 Lengjudeild karla Fylkir Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Fylkismenn hafa ekki fagnað sigri í sex leikjum í röð í Lengjudeild karla í fótbolta og liðið sem spilaði í Bestu deildinni síðasta sumar situr nú í fjórða neðsta sæti B-deildarinnar. Fylkir hefur aðeins unnið einn af fyrstu átta leikjum sínum og aðeins botnlið Fjölnis er með færri sigra til þessa í sumar. Naumt tap á móti Val í úrslitaleik Lengjubikarsins gaf von um stutt stopp utan Bestu deildarinnar en nú þremur mánuðum síðar hefur dimmt verulega yfir í Árbænum. Fylkir gerði jafntefli við Grindavík og Keflavík í síðustu leikjum sínum en tapaði þar á undan þremur leikjum í röð á móti Leikni, Þór og Þrótti. Eini sigurleikurinn í sumar kom á heimavelli á móti Selfossi 9. maí síðastliðinn eða fyrir meira en mánuði síðan. Á þessari öld hafa Fylkismenn ávallt verið í efstu deild fyrir utan þessi þrjú tímabil þegar Árbæingar féllu. Í hin tvö skiptið fór liðið strax upp aftur með því að vinna B-deildina árið eftir. Staðan í Lengjudeildinni eftir átta umferðir.Knattspyrnusamband Íslands Liðið var síðast lengur en eitt ár í B-deildinni á árunum 1997 til 1999. 1996 féll liðið úr úrvalsdeild og endaði bara í sjötta sæti í B-deildinni sumarið eftir. Það er versti árangur Fylkis síðustu 38 ár eða síðan liðið spilaði í C-deildinni sumarið 1987 en Fylkir endaði líka í sjötta sæti í B-deildinni sumarið 1991. Liðið varð í fjórða sæti í B-deildinni sumarið 1998 og vann síðan B-deildina 1999. Frá árinu 2000 hefur Fylkisliðið verið úrvalsdeildarlið með fyrrnefndum örfáum undantekningum. Fyrstu skrefin í átt að því voru tekin um miðjan níunda áratuginn þegar Fylkismenn fóru upp um tvær deildir á tveimur árum. Árbæjarliðið vann C-deildina sumarið 1987 og fór upp en endaði svo í öðru sæti í B-deildinni sumarið 1988 og komst þá upp í efstu deild í fyrsta skiptið. Fyrstu þrjú tímabil Fylkis í efstu deild, 1989, 1993 og 1996, þá féll liðið aftur niður í B-deild. Rúnar Páll Sigmundsson hætti með Fylki eftir síðasta tímabil og við tók Árni Freyr Guðnason. Fylkismenn fengu Árna frá ÍR. ÍR-ingar náðu aftur á móti að leysa vel úr því, réðu Jóhann Birni Guðmundsson, og þeir sitja nú í efsta sæti Lengjudeildarinnar með sæti í Bestu deildinni í augsýn. Nú reynir á Árna og Fylkismenn að snúa við skútunni því með sama áframhaldi þá er hún að leiðinni niður í C-deild í fyrsta sinn í næstum því fjóra áratugi. Versta staða Fylkismanna undanfarin fjörutíu ár 3. sæti í C-deild - 1986 1. sæti í C-deild - 1987 [Eru núna í 9. sæti í B-deild] 6. sæti í B-deild - 1991 6. sæti í B-deild - 1997 4. sæti í B-deild - 1998 3. sæti í B-deild - 1990 2. sæti í B-deild - 1988 1. sæti í B-deild - 1992 1. sæti í B-deild - 1999 1. sæti í B-deild - 2017 1. sæti í B-deild - 2022 12. sæti í A-deild - 2021 12. sæti í A- deild - 2024 11. sæti í A-deild - 2016
Versta staða Fylkismanna undanfarin fjörutíu ár 3. sæti í C-deild - 1986 1. sæti í C-deild - 1987 [Eru núna í 9. sæti í B-deild] 6. sæti í B-deild - 1991 6. sæti í B-deild - 1997 4. sæti í B-deild - 1998 3. sæti í B-deild - 1990 2. sæti í B-deild - 1988 1. sæti í B-deild - 1992 1. sæti í B-deild - 1999 1. sæti í B-deild - 2017 1. sæti í B-deild - 2022 12. sæti í A-deild - 2021 12. sæti í A- deild - 2024 11. sæti í A-deild - 2016
Lengjudeild karla Fylkir Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn