Gefa landsliðskonum peninga til að koma fjölskyldunni á EM Sindri Sverrisson skrifar 18. júní 2025 17:16 Alex Greenwood og Georgia Stanway vilja fá sem flesta stuðningsmenn til Sviss og greiða jafnvel úr eigin vasa til að hjálpa sínum nánustu að mæta á mótið. Getty/Alex Caparros Það er býsna kostnaðarsamt fyrir stuðningsmenn Englands, Íslands og annarra liða að fylgja sínu liði á EM kvenna í fótbolta í ár, þar sem mótið fer fram í sennilega dýrasta landi heims, Sviss. Enska knattspyrnusambandið hefur brugðist við til að styðja við fjölskyldur sinna leikmanna. Samkvæmt Numbeo eru fimm af sex dýrustu borgum heims í dag staðsettar í Sviss, þar sem EM fer fram, og þar af þrjár þær dýrustu. New York er í fjórða sætinu. Til samanburðar þá er Reykjavík í níunda sæti listans. Laun fremstu knattspyrnukvenna Evrópu eru ekkert í líkingu við laun fremstu knattspyrnukarlanna og því alls ekki þannig að hver einasti leikmaður á EM eigi auðvelt með að borga flug, hótel og uppihald fyrir sína fjölskyldu, fyrst að mótið fer fram í Sviss. Þær leggja þó margar hverjar eitthvað til fyrir sitt besta stuðningsfólk, að sögn Georgiu Stanway miðjumanns enska landsliðsins. Samkvæmt BBC hefur enska knattspyrnusambandið einnig brugðist við þessu með því að láta hvern einasta leikmann, af þeim 23 leikmönnum sem Sarina Wiegman valdi í EM-hóp Englands, fá ákveðna upphæð sem ætluð er í ferðakostnað fyrir nánustu fjölskyldur þeirra. Segir margar greiða úr eigin vasa Hver leikmaður fær sömu upphæð. Sú upphæð er ekki gefin upp en mun vera á pari við það sem leikmenn fengu fyrir sínar fjölskyldur á HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, og á pari við það sem leikmenn enska karlalandsliðins fá. Þá fær hver leikmaður lítinn fjölda miða til að gefa sínum nánustu. „Ég geri mér grein fyrir því að Sviss er mjög dýrt land, jafnvel bara hvað varðar flug og hótel. Kostnaðurinn við að búa þar er jafnframt gríðarlega hár svo við vitum hvað verið er að leggja mikið á stuðningsmenn,“ sagði Stanway við BBC. „Þetta er líka erfitt fyrir okkur því við viljum hjálpa og styðja eins mikið og við getum, jafnvel okkar eigin fjölskyldu. Margar okkar hafa greitt úr eigin vasa til að tryggja að fjölskyldurnar geti verið þarna. Við viljum gjarnan sjá eins marga stuðningsmenn og mögulegt er, og viljum þakka þeim fyrir fram því við vitum að þetta er ekki ódýrt,“ sagði Stanway. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Samkvæmt Numbeo eru fimm af sex dýrustu borgum heims í dag staðsettar í Sviss, þar sem EM fer fram, og þar af þrjár þær dýrustu. New York er í fjórða sætinu. Til samanburðar þá er Reykjavík í níunda sæti listans. Laun fremstu knattspyrnukvenna Evrópu eru ekkert í líkingu við laun fremstu knattspyrnukarlanna og því alls ekki þannig að hver einasti leikmaður á EM eigi auðvelt með að borga flug, hótel og uppihald fyrir sína fjölskyldu, fyrst að mótið fer fram í Sviss. Þær leggja þó margar hverjar eitthvað til fyrir sitt besta stuðningsfólk, að sögn Georgiu Stanway miðjumanns enska landsliðsins. Samkvæmt BBC hefur enska knattspyrnusambandið einnig brugðist við þessu með því að láta hvern einasta leikmann, af þeim 23 leikmönnum sem Sarina Wiegman valdi í EM-hóp Englands, fá ákveðna upphæð sem ætluð er í ferðakostnað fyrir nánustu fjölskyldur þeirra. Segir margar greiða úr eigin vasa Hver leikmaður fær sömu upphæð. Sú upphæð er ekki gefin upp en mun vera á pari við það sem leikmenn fengu fyrir sínar fjölskyldur á HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, og á pari við það sem leikmenn enska karlalandsliðins fá. Þá fær hver leikmaður lítinn fjölda miða til að gefa sínum nánustu. „Ég geri mér grein fyrir því að Sviss er mjög dýrt land, jafnvel bara hvað varðar flug og hótel. Kostnaðurinn við að búa þar er jafnframt gríðarlega hár svo við vitum hvað verið er að leggja mikið á stuðningsmenn,“ sagði Stanway við BBC. „Þetta er líka erfitt fyrir okkur því við viljum hjálpa og styðja eins mikið og við getum, jafnvel okkar eigin fjölskyldu. Margar okkar hafa greitt úr eigin vasa til að tryggja að fjölskyldurnar geti verið þarna. Við viljum gjarnan sjá eins marga stuðningsmenn og mögulegt er, og viljum þakka þeim fyrir fram því við vitum að þetta er ekki ódýrt,“ sagði Stanway.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira