Söng bandaríska þjóðsönginn á spænsku fyrir Dodgers leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2025 12:36 Nezza sést hér eftir að hún söng bandaríska þjóðsönginn á spænsku. Getty/ Kevork Djansezian Rómanska söngkonan Nezza hristi vel upp í hlutunum á hafnaboltaleik í Los Angeles á dögunum. Eins og vaninn er fyrir alla leiki í stóru atvinnumannadeildunum þá er bandaríski þjóðsöngurinn sunginn fyrir alla leiki. Nezza var fengin til að syngja bandaríska þjóðsönginn fyrir leik Los Angeles Dodgers og San Francisco Giants á Dodger Stadium í MLB hafnaboltadeildinni um helgina. Nezza kom öllum á óvart með því að syngja þjóðsönginn á spænsku en ekki á ensku. Hún flutti allan „The Star-Spangled Banner“ þjóðsönginn en notaði spænska þýðingu á honum. Nezza sagðist vera mjög stolt af því sem hún gerði og sér ekki eftir neinu. Forráðamenn Los Angeles Dodgers hafa verið gagnrýndir fyrir að styðja lítið við bakið á innflytjendum sem standa í ströngu í Kaliforníu þessar vikurnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti er í herferð gegn innflytjendum og með sérsveit sem leitar uppi þá sem hafa komið ólöglega inn í landið. Nezza Says Dodgers Told Her She’s No Longer ‘Welcome’ After Singing National Anthem in Spanish https://t.co/W79wPTMjEq— billboard latin (@billboardlatin) June 18, 2025 Þar er engum sýnd miskunn og kappið svo mikið að fullgildir bandarískir borgarar eru stundum gripnir í leiðinni. „Þetta var tækifærið mitt til að sýna öllum að ég stend með þeim og við höfum rödd í öllu því sem er að gerast. Ég er rosalega stolt og það er engin eftirsjá af minni hálfu,“ sagði hin þrítuga Nezza við Associated Press. Nezza ákvað það ekki hvort hún myndi syngja þjóðsönginn á ensku eða spænsku fyrr en hún labbaði út á völlinn til að syngja. Hún söng „El Pendón Estrellado“ sem er opinbera þýðingin á „The Star-Spangled Banner“. „Þetta var bara mín leið til að sýna hvað það er mikil kraftur í rómanska samfélaginu í Los Angeles. Við verðum að láta í okkur heyra,“ sagði Nezza. Forráðmenn Los Angeles Dodgers hafa tilkynnt henni að hún er ekki lengur velkomin á leiki liðsins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-edgZe1x6xc">watch on YouTube</a> Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Eins og vaninn er fyrir alla leiki í stóru atvinnumannadeildunum þá er bandaríski þjóðsöngurinn sunginn fyrir alla leiki. Nezza var fengin til að syngja bandaríska þjóðsönginn fyrir leik Los Angeles Dodgers og San Francisco Giants á Dodger Stadium í MLB hafnaboltadeildinni um helgina. Nezza kom öllum á óvart með því að syngja þjóðsönginn á spænsku en ekki á ensku. Hún flutti allan „The Star-Spangled Banner“ þjóðsönginn en notaði spænska þýðingu á honum. Nezza sagðist vera mjög stolt af því sem hún gerði og sér ekki eftir neinu. Forráðamenn Los Angeles Dodgers hafa verið gagnrýndir fyrir að styðja lítið við bakið á innflytjendum sem standa í ströngu í Kaliforníu þessar vikurnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti er í herferð gegn innflytjendum og með sérsveit sem leitar uppi þá sem hafa komið ólöglega inn í landið. Nezza Says Dodgers Told Her She’s No Longer ‘Welcome’ After Singing National Anthem in Spanish https://t.co/W79wPTMjEq— billboard latin (@billboardlatin) June 18, 2025 Þar er engum sýnd miskunn og kappið svo mikið að fullgildir bandarískir borgarar eru stundum gripnir í leiðinni. „Þetta var tækifærið mitt til að sýna öllum að ég stend með þeim og við höfum rödd í öllu því sem er að gerast. Ég er rosalega stolt og það er engin eftirsjá af minni hálfu,“ sagði hin þrítuga Nezza við Associated Press. Nezza ákvað það ekki hvort hún myndi syngja þjóðsönginn á ensku eða spænsku fyrr en hún labbaði út á völlinn til að syngja. Hún söng „El Pendón Estrellado“ sem er opinbera þýðingin á „The Star-Spangled Banner“. „Þetta var bara mín leið til að sýna hvað það er mikil kraftur í rómanska samfélaginu í Los Angeles. Við verðum að láta í okkur heyra,“ sagði Nezza. Forráðmenn Los Angeles Dodgers hafa tilkynnt henni að hún er ekki lengur velkomin á leiki liðsins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-edgZe1x6xc">watch on YouTube</a>
Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira