Vill banna nikótínvörur með bragði og gera umbúðirnar ljótar Árni Sæberg skrifar 19. júní 2025 12:00 Alma Möller vill hafa nikótínpúða bragðlausa og í ljótum umbúðum. Vísir/Ívar Fannar/Egill Heilbrigðisráðherra hefur birt áform um lagasetningu sem miðar að því að setja eina heildstæða löggjöf fyrir bæði tóbaks- og nikótínvörur. Meðal þess sem felst í áformunum er að banna sölu nikótínvörur með bragðefnum „sem höfða til barna“. Í samráðsgátt stjórnvalda kynnir Alma Möller heilbrigðisráðherra til umsagnar áform um frumvarp til laga um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Áformin geri ráð fyrir frumvarpi til heildarlaga um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Með frumvarpinu sé lagt til að sameina ákvæði laga um tóbaksvarnir og ákvæði laga um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur í eina heildarlöggjöf um varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum. Núgildandi reglur hafi dugað skammt „Tóbaks- og nikótínvörur eru unnar úr tóbaksplöntunni þó að nikótínvörur innihaldi ekki tóbak en sitthvor löggjöfin gildir annars vegar um tóbaksvörur og hins vegar nikótínvörur, eins og nikótínpúða og rafrettur.“ Þörf sé á að setja tóbaks- og nikótínvörur undir sömu löggjöf þar sem sömu eða sambærilegar reglur gilda. Í ljósi þess hversu notkunin sé útbreidd og að um sé að ræða vörur sem séu ávanabindandi og skaðlegar heilsu sé brýn þörf á frekari aðgerðum og ljóst miðað við notkun ungmenna að ákvæði laga um aldurstakmörk, sýnileikabann, auglýsingabann og fleira hafi dugað skammt. Bragðlaust nikótín Með frumvarpinu sé stefnt að því markmiði að draga úr notkun tóbaks- og nikótínvara, sérstaklega meðal ungmenna. Auk þess að sameina núgildandi ákvæði laga um tóbaksvarnir og nikótínvörur sé í frumvarpinu lagt til að efla verulega varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum. Í frumvarpinu verði lagt til að settar verði takmarkanir á sölu nikótínvara sem innihalda bragðefni sem höfða til barna. Ekki er tekið fram hvers konar bragðefni eru talin höfða til barna. Með lögum árið 2023 hafi verið lagt bann við tóbaksvörum með einkennandi bragði en bannið taki gildi 11. júní 2028. Lagt sé til að sömu reglur gildi um notkun sígarettna og rafrettna. Ljótasti litur í heimi á dollum og rafrettum Enn fremur segir að umbúðir nikótínvara verði einsleitar líkt og gildir um umbúðir tóbaksvara. Willum Þór Þórsson, þáverandi heilbrigðisráðherra setti reglugerð í október í fyrra um að allar tóbakspakkningar skyldu vera einsleitar og í litnum Pantone 448 C, sem hefur verið sagður ljótasti litur í heiminum. Þó er enn heimilt að flytja inn hefðbundnar tóbakspakkningar og svo verður til október þessa árs. Eftir það mun enn mega selja litríka sígarettupakka í átján mánuði. Engin netsala með vindla Loks segir að lagt sé til að óheimilt verði að selja tóbaks- og nikótínvörur í netsölu, framleiðsla tóbaks- og nikótínvara verði leyfisskyld og söluaðilum verði gert skylt að spyrja kaupendur um skilríki. Í frumvarpinu verði einnig skerpt á reglum um viðurlög. Til að auka skilvirkni og til samræmis við tillögur starfshóps um hagræðingu í ríkisrekstri séu lagðar til breytingar á eftirliti með tóbaks- og nikótínvörum en meðal annars sé lagt til að eftirlit með smásölu nikótínvara verði hjá heilbrigðisnefndum sveitarfélaga eða sambærilegri eftirlitsstofnun, tilkynningar á nýjum vörum verði mótteknar af ÁTVR og að eftirlit með auglýsingum á bæði tóbaks- og nikótínvörum verði hjá Neytendastofu. Heilbrigðismál Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda kynnir Alma Möller heilbrigðisráðherra til umsagnar áform um frumvarp til laga um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Áformin geri ráð fyrir frumvarpi til heildarlaga um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Með frumvarpinu sé lagt til að sameina ákvæði laga um tóbaksvarnir og ákvæði laga um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur í eina heildarlöggjöf um varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum. Núgildandi reglur hafi dugað skammt „Tóbaks- og nikótínvörur eru unnar úr tóbaksplöntunni þó að nikótínvörur innihaldi ekki tóbak en sitthvor löggjöfin gildir annars vegar um tóbaksvörur og hins vegar nikótínvörur, eins og nikótínpúða og rafrettur.“ Þörf sé á að setja tóbaks- og nikótínvörur undir sömu löggjöf þar sem sömu eða sambærilegar reglur gilda. Í ljósi þess hversu notkunin sé útbreidd og að um sé að ræða vörur sem séu ávanabindandi og skaðlegar heilsu sé brýn þörf á frekari aðgerðum og ljóst miðað við notkun ungmenna að ákvæði laga um aldurstakmörk, sýnileikabann, auglýsingabann og fleira hafi dugað skammt. Bragðlaust nikótín Með frumvarpinu sé stefnt að því markmiði að draga úr notkun tóbaks- og nikótínvara, sérstaklega meðal ungmenna. Auk þess að sameina núgildandi ákvæði laga um tóbaksvarnir og nikótínvörur sé í frumvarpinu lagt til að efla verulega varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum. Í frumvarpinu verði lagt til að settar verði takmarkanir á sölu nikótínvara sem innihalda bragðefni sem höfða til barna. Ekki er tekið fram hvers konar bragðefni eru talin höfða til barna. Með lögum árið 2023 hafi verið lagt bann við tóbaksvörum með einkennandi bragði en bannið taki gildi 11. júní 2028. Lagt sé til að sömu reglur gildi um notkun sígarettna og rafrettna. Ljótasti litur í heimi á dollum og rafrettum Enn fremur segir að umbúðir nikótínvara verði einsleitar líkt og gildir um umbúðir tóbaksvara. Willum Þór Þórsson, þáverandi heilbrigðisráðherra setti reglugerð í október í fyrra um að allar tóbakspakkningar skyldu vera einsleitar og í litnum Pantone 448 C, sem hefur verið sagður ljótasti litur í heiminum. Þó er enn heimilt að flytja inn hefðbundnar tóbakspakkningar og svo verður til október þessa árs. Eftir það mun enn mega selja litríka sígarettupakka í átján mánuði. Engin netsala með vindla Loks segir að lagt sé til að óheimilt verði að selja tóbaks- og nikótínvörur í netsölu, framleiðsla tóbaks- og nikótínvara verði leyfisskyld og söluaðilum verði gert skylt að spyrja kaupendur um skilríki. Í frumvarpinu verði einnig skerpt á reglum um viðurlög. Til að auka skilvirkni og til samræmis við tillögur starfshóps um hagræðingu í ríkisrekstri séu lagðar til breytingar á eftirliti með tóbaks- og nikótínvörum en meðal annars sé lagt til að eftirlit með smásölu nikótínvara verði hjá heilbrigðisnefndum sveitarfélaga eða sambærilegri eftirlitsstofnun, tilkynningar á nýjum vörum verði mótteknar af ÁTVR og að eftirlit með auglýsingum á bæði tóbaks- og nikótínvörum verði hjá Neytendastofu.
Heilbrigðismál Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira