Íhugaði að koma ekki heim: „Þarf að berjast fyrir mínu sæti í liðinu“ Aron Guðmundsson skrifar 21. júní 2025 08:01 Damir Muminovic er mættur aftur í græna hluta Kópavogs og framundan seinni hluti tímabilsins með Breiðabliki Vísir/Ívar Fannar Eftir ævintýramennsku í Singapúrsku deildinni er Damir Muminovic aftur orðinn leikmaður Breiðabliks. Hann er spenntur fyrir því að spila aftur fyrir framan stuðningsmenn Blika en býst ekki við því að geta gengið að sæti í byrjunarliði liðsins sem vísu. Hálfs árs dvöl Damirs hjá liði DPMM í Brúnei hefur runnið sitt skeið, þar uppfyllti hann ævintýraþrá sína en fjarveran frá konu og börnum reyndist honum strembin. „Það var erfitt, ég skal viðurkenna það. Ég heyrði í þeim á morgnanna eða á kvöldin þegar að ég var að fara sofa. Það var það aðallega sem kallaði í mann að koma heim. Lífið var mjög einmanalegt þarna. Ég fór bara í kaffi með strákunum á morgnanna og beið svo eftir æfingu, smá golf líka. Ég spilaði gott golf þegar að ég var einn en þetta var mjög einmanalegt.“ Var aldrei að fara neitt annað en í Breiðablik Damir er því mættur aftur í græna hluta Kópavogs þar sem að hann hefur gert garðinn frægan og í tvígang orðið Íslandsmeistari, nú síðast í fyrra en það var möguleiki fyrir hann að vera áfram úti. „Það var möguleiki og jú ég íhugaði það alveg alvarlega en ákvað fyrir nokkrum dögum síðan að semja við Breiðablik í staðin og vera heima með fjölskyldunni.“ Damir er afar vel liðinn hjá stuðningsmönnum Breiðabliks. Hér fagnar hann með stuðningsmönnum á Víkingsvelli eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á síðasta ári.VÍSIR/VILHELM Lá kannski beinast við fyrst þú varst að snúa aftur heim að mæta þá aftur í Breiðablik en voru einhver önnur lið hér heima á höttunum eftir þér? „Nei engin og ég get alveg verið hreinskilinn með að ég væri aldrei að fara í neitt annað lið en Breiðablik væri ég að snúa aftur heim.“ Damir fær ekki leikheimild með Blikum fyrr en eftir að félagskiptaglugginn opnar að nýju í næsta mánuði en hann iðar af spennu yfir því að spila aftur á Kópavogsvelli „Ég er bara með fiðring núna að standa hérna og tala við þig. Ég get ekki beðið eftir því að spila hérna fyrir framan stuðningsmennina aftur.“ Damir hefur haft ýmsu að fagna í grænu treyjunni.Vísir/Hulda Margrét En nú hefur gengið vel hjá Breiðabliki upp á síðkastið. Býstu við að geta bara labbað inn í byrjunarliðið? „Nei auðvitað ekki. Ég þarf bara að berjast fyrir mínu sæti í þessu liði. Þetta er drullu gott lið og alveg sama hver hefur spilað þarna í hafsentinum, þeir eru búnir að standa sig vel. Ég þarf að berjast fyrir mínu sæti í liðinu.“ Damir skrifaði undir samning út árið við Breiðablik en hvað svo? „Við erum bara að hugsa það þannig, út árið. Svo setjumst við niður þegar nær dregur lokum þessa árs og förum yfir stöðuna.“ Þannig að það er ekki eins og þetta tímabil sé þitt síðasta? „Nei ég er alls ekki hættur.“ Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Hálfs árs dvöl Damirs hjá liði DPMM í Brúnei hefur runnið sitt skeið, þar uppfyllti hann ævintýraþrá sína en fjarveran frá konu og börnum reyndist honum strembin. „Það var erfitt, ég skal viðurkenna það. Ég heyrði í þeim á morgnanna eða á kvöldin þegar að ég var að fara sofa. Það var það aðallega sem kallaði í mann að koma heim. Lífið var mjög einmanalegt þarna. Ég fór bara í kaffi með strákunum á morgnanna og beið svo eftir æfingu, smá golf líka. Ég spilaði gott golf þegar að ég var einn en þetta var mjög einmanalegt.“ Var aldrei að fara neitt annað en í Breiðablik Damir er því mættur aftur í græna hluta Kópavogs þar sem að hann hefur gert garðinn frægan og í tvígang orðið Íslandsmeistari, nú síðast í fyrra en það var möguleiki fyrir hann að vera áfram úti. „Það var möguleiki og jú ég íhugaði það alveg alvarlega en ákvað fyrir nokkrum dögum síðan að semja við Breiðablik í staðin og vera heima með fjölskyldunni.“ Damir er afar vel liðinn hjá stuðningsmönnum Breiðabliks. Hér fagnar hann með stuðningsmönnum á Víkingsvelli eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á síðasta ári.VÍSIR/VILHELM Lá kannski beinast við fyrst þú varst að snúa aftur heim að mæta þá aftur í Breiðablik en voru einhver önnur lið hér heima á höttunum eftir þér? „Nei engin og ég get alveg verið hreinskilinn með að ég væri aldrei að fara í neitt annað lið en Breiðablik væri ég að snúa aftur heim.“ Damir fær ekki leikheimild með Blikum fyrr en eftir að félagskiptaglugginn opnar að nýju í næsta mánuði en hann iðar af spennu yfir því að spila aftur á Kópavogsvelli „Ég er bara með fiðring núna að standa hérna og tala við þig. Ég get ekki beðið eftir því að spila hérna fyrir framan stuðningsmennina aftur.“ Damir hefur haft ýmsu að fagna í grænu treyjunni.Vísir/Hulda Margrét En nú hefur gengið vel hjá Breiðabliki upp á síðkastið. Býstu við að geta bara labbað inn í byrjunarliðið? „Nei auðvitað ekki. Ég þarf bara að berjast fyrir mínu sæti í þessu liði. Þetta er drullu gott lið og alveg sama hver hefur spilað þarna í hafsentinum, þeir eru búnir að standa sig vel. Ég þarf að berjast fyrir mínu sæti í liðinu.“ Damir skrifaði undir samning út árið við Breiðablik en hvað svo? „Við erum bara að hugsa það þannig, út árið. Svo setjumst við niður þegar nær dregur lokum þessa árs og förum yfir stöðuna.“ Þannig að það er ekki eins og þetta tímabil sé þitt síðasta? „Nei ég er alls ekki hættur.“
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti