Gæti gerst hratt hjá ÍA en varaplanið er klárt Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 09:32 Jón Þór Hauksson er hættur með ÍA og spurning hver tekur við. Jóhannes Karl Guðjónsson hefur helst verið nefndur til sögunnar og Gunnar Heiðar Þorvaldsson einnig orðaður við félagið. Samsett/Vísir „Þetta er bara í vinnslu,“ segir Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, um leitina að nýjum þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu eftir viðskilnaðinn við Jón Þór Hauksson. Tilkynnt var um brotthvarf Jóns Þórs á mánudaginn. Athygli vakti að það skyldi gerast strax eftir fyrsta leik að loknu hálfs mánaðar hléi í Bestu deildinni vegna landsleikja. ÍA tapaði 4-1 fyrir Aftureldingu á sunnudaginn og er aðeins með níu stig eftir ellefu umferðir, á botni Bestu deildarinnar sem þó er afar jöfn í ár. Næsti leikur ÍA er á heimavelli gegn Stjörnunni annað kvöld en verður þá kominn nýr þjálfari í brúna? „Mögulega en það er ekki víst. Við erum að vinna í málinu og hlutirnir geta gerst hratt ef að menn ná lendingu,“ sagði Eggert við Vísi í gær. Ef hlutirnir gerast hins vegar ekki nógu hratt þá er varaplanið klárt og munu þeir Dean Martin og Aron Ýmir Pétursson, sem voru aðstoðarmenn Jóns Þórs, stýra Skagaliðinu ásamt reynsluboltanum Stefáni Þórðarsyni sem þjálfar 2. flokk félagsins. Þannig verður staðan þar til að nýr þjálfari verður ráðinn, að sögn Eggerts. Þarf að semja til að losa Jóa Kalla eða Gunnar Heiðar Skagamaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson, sem stýrði ÍA á árunum 2018-21 en var svo ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari, hefur einna helst verið orðaður við starfið. Jói Kalli er hins vegar þjálfari AB í Gladsaxe, úthverfi Kaupmannahafnar, sem hafnaði í 4. sæti dönsku C-deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð. Ljóst er að ÍA þyrfti því að ná samkomulagi við AB til að fá hann til starfa sem samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki svo auðsótt mál. Eggert vildi ekki svara því hvort ÍA væri að reyna að fá Jóa Kalla aftur til starfa: „Ég get ekki tjáð mig um einstaka þjálfara að svo stöddu. Þetta er allt bara trúnaðarmál eins og stendur. Við höfum verið að skoða nokkra kosti,“ sagði Eggert. Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur einnig verið nefndur til sögunnar en hann hefur verið að gera afar góða hluti með Njarðvík sem er í næstefsta sæti Lengjudeildarinnar. Ljóst er að ÍA þyrfti að sama skapi að ná samkomulagi við Njarðvíkinga til að geta fengið Gunnar Heiðar sem býr ásamt fjölskyldu sinni á Akranesi. Þrír synir hans æfa með ÍA, þar á meðal einn í meistaraflokki, hinn 16 ára Gabríel Snær. Gunnar Heiðar sagði í viðtali við Fótbolta.net í gærkvöld, eftir 1-1 jafntefli Njarðvíkur við Leikni, að hann hefði ekkert heyrt í forráðamönnum ÍA og væri að einbeita sér að starfi sínu hjá Njarðvík. ÍA Besta deild karla Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Tilkynnt var um brotthvarf Jóns Þórs á mánudaginn. Athygli vakti að það skyldi gerast strax eftir fyrsta leik að loknu hálfs mánaðar hléi í Bestu deildinni vegna landsleikja. ÍA tapaði 4-1 fyrir Aftureldingu á sunnudaginn og er aðeins með níu stig eftir ellefu umferðir, á botni Bestu deildarinnar sem þó er afar jöfn í ár. Næsti leikur ÍA er á heimavelli gegn Stjörnunni annað kvöld en verður þá kominn nýr þjálfari í brúna? „Mögulega en það er ekki víst. Við erum að vinna í málinu og hlutirnir geta gerst hratt ef að menn ná lendingu,“ sagði Eggert við Vísi í gær. Ef hlutirnir gerast hins vegar ekki nógu hratt þá er varaplanið klárt og munu þeir Dean Martin og Aron Ýmir Pétursson, sem voru aðstoðarmenn Jóns Þórs, stýra Skagaliðinu ásamt reynsluboltanum Stefáni Þórðarsyni sem þjálfar 2. flokk félagsins. Þannig verður staðan þar til að nýr þjálfari verður ráðinn, að sögn Eggerts. Þarf að semja til að losa Jóa Kalla eða Gunnar Heiðar Skagamaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson, sem stýrði ÍA á árunum 2018-21 en var svo ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari, hefur einna helst verið orðaður við starfið. Jói Kalli er hins vegar þjálfari AB í Gladsaxe, úthverfi Kaupmannahafnar, sem hafnaði í 4. sæti dönsku C-deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð. Ljóst er að ÍA þyrfti því að ná samkomulagi við AB til að fá hann til starfa sem samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki svo auðsótt mál. Eggert vildi ekki svara því hvort ÍA væri að reyna að fá Jóa Kalla aftur til starfa: „Ég get ekki tjáð mig um einstaka þjálfara að svo stöddu. Þetta er allt bara trúnaðarmál eins og stendur. Við höfum verið að skoða nokkra kosti,“ sagði Eggert. Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur einnig verið nefndur til sögunnar en hann hefur verið að gera afar góða hluti með Njarðvík sem er í næstefsta sæti Lengjudeildarinnar. Ljóst er að ÍA þyrfti að sama skapi að ná samkomulagi við Njarðvíkinga til að geta fengið Gunnar Heiðar sem býr ásamt fjölskyldu sinni á Akranesi. Þrír synir hans æfa með ÍA, þar á meðal einn í meistaraflokki, hinn 16 ára Gabríel Snær. Gunnar Heiðar sagði í viðtali við Fótbolta.net í gærkvöld, eftir 1-1 jafntefli Njarðvíkur við Leikni, að hann hefði ekkert heyrt í forráðamönnum ÍA og væri að einbeita sér að starfi sínu hjá Njarðvík.
ÍA Besta deild karla Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti