„Einn skemmtilegasti veturinn sem ég hef tekið þátt í“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 20. júní 2025 19:31 Bakvarðateymi Stjörnunnar, Hilmar Smári og Ægir Þór Steinarsson, var magnað í úrslitakeppninni. Vísir/Hulda Margrét Hilmar Smári Henningsson og Ægir Þór Steinarson hafa skrifað undir nýjan samning hjá Stjörnunni eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag. Stefán Árni Pálsson var á fréttamannafundi Stjörnunnar og talaði við þá. „Þessi vetur er búinn að vera einn skemmtilegasti veturinn sem ég hef tekið þátt í sem leikmaður. Þetta er það sem við erum að leitast eftir að gera aftur, og mér líður mjög vel,“ sagði Hilmar. „Maður er ekki að fara inn í nýtt lið eða nýtt kerfi, sem er þægilegt. Maður er bara mjög spenntur, okkur gekk vel núna og ég er spenntur fyrir því að byggja ofan á því sem við erum búnir að búa til nú þegar,“ sagði Hilmar. Hilmar fékk tilboð frá öðrum liðum bæði erlendis og hér heima á Íslandi en segist ekki mikið hafa skoðað þau tilboð. „Nei í rauninni ekki, allavega ekki hérlendis. Það fór aldrei milli mála að ég myndi halda áfram í Stjörnunni, allavega hérlendis,“ sagði Hilmar. Hilmar hefur þó enn möguleika að fara út á miðju tímabili, ef eitthvað spennandi kemur á hans borð. „Þetta er eitthvað sem við erum búnir að ræða, að sjálfsögðu er það alltaf draumurinn að fara út. Báðir aðilar vita af stöðunni,“ sagði Hilmar. „Ætlum að sækja titilinn aftur“ Ægir Þór vill halda áfram að vinna titla með StjörnunniVísir/Hulda Margrét Ægir Þór Steinarsson sagðist allan tímann vera viss um hvað hann vildi gera, og það var að vera áfram í Stjörnunni. „Það kom ekkert annað til greina en að vera hér áfram. Tilfinningin er ekki að við séum að verja titilinn, heldur ætlum við að sækja hann aftur,“ sagði Ægir. „Það meikar ekkert annað sens, heldur en að vera partur af þessu liði, þessu teymi og þessum leikmönnum em voru fyrir. Til þess að fara sækja þennan titil aftur. Ég var bara einbeittur af því að koma hingað aftur og að semja um það,“ sagði Ægir. Stjarnan hefur þó misst nokkra leikmenn, en þeir ætla að reyna að fylla í þau skörð með öðrum leikmönnum. „Já það er planið. Það er skiljanlegt að þú missir einhverja leikmenn, sérstaklega leikmenn sem eiga skilið tækifæri eins og Júlíus og Kristján. Við sjáum eftir þeim, þeir eru stór partur af okkar liðsheild. Við erum mjög einbeittir af því að finna hvað við getum bætt við og að halda þessari uppskrift sem gekk vel,“ sagði Ægir. Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
„Þessi vetur er búinn að vera einn skemmtilegasti veturinn sem ég hef tekið þátt í sem leikmaður. Þetta er það sem við erum að leitast eftir að gera aftur, og mér líður mjög vel,“ sagði Hilmar. „Maður er ekki að fara inn í nýtt lið eða nýtt kerfi, sem er þægilegt. Maður er bara mjög spenntur, okkur gekk vel núna og ég er spenntur fyrir því að byggja ofan á því sem við erum búnir að búa til nú þegar,“ sagði Hilmar. Hilmar fékk tilboð frá öðrum liðum bæði erlendis og hér heima á Íslandi en segist ekki mikið hafa skoðað þau tilboð. „Nei í rauninni ekki, allavega ekki hérlendis. Það fór aldrei milli mála að ég myndi halda áfram í Stjörnunni, allavega hérlendis,“ sagði Hilmar. Hilmar hefur þó enn möguleika að fara út á miðju tímabili, ef eitthvað spennandi kemur á hans borð. „Þetta er eitthvað sem við erum búnir að ræða, að sjálfsögðu er það alltaf draumurinn að fara út. Báðir aðilar vita af stöðunni,“ sagði Hilmar. „Ætlum að sækja titilinn aftur“ Ægir Þór vill halda áfram að vinna titla með StjörnunniVísir/Hulda Margrét Ægir Þór Steinarsson sagðist allan tímann vera viss um hvað hann vildi gera, og það var að vera áfram í Stjörnunni. „Það kom ekkert annað til greina en að vera hér áfram. Tilfinningin er ekki að við séum að verja titilinn, heldur ætlum við að sækja hann aftur,“ sagði Ægir. „Það meikar ekkert annað sens, heldur en að vera partur af þessu liði, þessu teymi og þessum leikmönnum em voru fyrir. Til þess að fara sækja þennan titil aftur. Ég var bara einbeittur af því að koma hingað aftur og að semja um það,“ sagði Ægir. Stjarnan hefur þó misst nokkra leikmenn, en þeir ætla að reyna að fylla í þau skörð með öðrum leikmönnum. „Já það er planið. Það er skiljanlegt að þú missir einhverja leikmenn, sérstaklega leikmenn sem eiga skilið tækifæri eins og Júlíus og Kristján. Við sjáum eftir þeim, þeir eru stór partur af okkar liðsheild. Við erum mjög einbeittir af því að finna hvað við getum bætt við og að halda þessari uppskrift sem gekk vel,“ sagði Ægir.
Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira