Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 20. júní 2025 22:02 Sigmar Guðmundsson segir meirihlutann ekki ætla sér að lúffa fyrir stjórnarandstöðunni. Vísir/Vilhelm Fjöldi mála bíður afgreiðslu á þinginu og þingmenn segjast ýmist reiðubúnir að funda langt fram á sumar eða hvetja til þess að mál komist til atkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaða vill meina að vanbúnaði meirihlutans sé að kenna um tafirnar en meirihlutinn segir stjórnarandstöðuna ætla sér að málþæfa hækkun veiðigjalda í kaf. Heitar umræður hafa staðið yfir á alþingi undanfarna aga enda sér ekki fyrir endann á þinginu og langþráðu sumarfríi þingmanna. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis lét hafa það eftir sér að hún geri ráð fyrir því að þingfundir nái ekki fram í júlí. Jens Garðar Helgason varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði það heilaga skyldu minnihlutans að málþæfa veiðigjöldunum og öðrum „dellumálum“ en Guðmundur Ari Sigurjónsson vændi minnihlutann um skort á virðingu fyrir lýðræði í landinu fyrir að hleypa málum ekki í atkvæðagreiðslu. Veiðigjöldin voru til umræðu á þinginu í kvöld og var fundi slitið á tíunda tímanum. Þau eru aftur á dagskrá þingsins þegar þingfundur hefst klukkan hálfellefu í fyrramálið. Tugir óundirbúna mála Sigríður Á. Andersen þingkona Miðflokksins og Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar ræddu við fréttamann Sýnar í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöld. Sigríður segir það ekki veiðigjaldafrumvarpið eitt og sér sem þingstörfin steyti á. „Þótt að verið sé að ræða veiðigjöldin í dag og undanfarna daga og menn geti gert gys að því, og að það mál sé komið hingað til annarrar umræðu algjörlega vanbúið. Þá eru þingstörfin ekki að steyta á veiðigjaldamálinu í dag. Það eru allt of mörg mál í nefndum algjörlega vanbúin til annarrar umræðu, það er enn þá jafnvel gestakomur í sumum málum,“ segir Sigríður. Stjórnarandstaðan hafi þess vegna falast ítrekað eftir skýrum svörum frá Þórunni Sveinbjarnardóttur forseta Alþingis um hvernig eigi að ljúka þessu þingi. „Þegar þannig er í pottinn búið að það eru tugir mála sem eru algjörlega óundirbúinn undir aðra umræðu hér í þingsal,“ segir hún. Veiðigjöldin og ekkert annað Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir þetta undanbragð. „Við skulum hafa það algjörlega í huga að þetta snýst um veiðigjöldin og ekkert annað. Hér er stjórnarandstaða sem ætlar sér ekki að hleypa lýðræðislega kjörnum meirihluta í atkvæðagreiðslu með vissulega umdeilt mál en mál sem nýtur mikils stuðnings í samfélaginu,“ segir hann. „Stjórnarandstaðan er búin að halda meira en fimm hundruð ræður á átta dögum. Þetta er orðið eins og meðallengdin á fjölskyldufríi til Tene. Það eru meira en hundrað gestir búnir að koma fyrir nefndina,“ segir hann. Hann segir meirihlutann ekki munu leyfa stjórnarandstöðunni að kæfa veiðigjaldafrumvarpið. „Það er ágeiningur um málið en hvað gerum við í lýðræðisríki þegar það er ágreiningur? Nú, þá kjósum við. Einhverra hluta vegna vill stjórnarandstaðan ekki fá þetta mál í afgreiðslu, þorir greinilega ekki að vera á rauða takkanum. Málþófið snýst um veiðigjöldin og hefur gert það í allan vetur,“ segir Sigmar. Óundirbúin mál falin á bak við upphrópanir um málþóf Sigríður Á. Andersen vændi ríkisstjórnina um að fela það hvað önnur mál eru vanbúinn til umræðu með háværum ásökunum um málþóf. „Það flögrar að manni sú hugmynd að það sé verið að nota þetta mál til að þess að fela þann vanbúnað sem önnur mál eru í. Stór mál eins og kílómetragjaldið til dæmis, ýmis mál um sjúkratryggingar og lyfjalög, strandveiði og grásleppa og hvað þetta allt saman heitir. Það er verið að fela það að menn eru ekki tilbúin með málið inni í nefnd,“ segir hún. Sigmar náði að skjóta inn andsvari sínu en tíminn var á þrotum. „Ég ætla bara að fá að segja eitt: Málþóf! Málþóf!“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Heitar umræður hafa staðið yfir á alþingi undanfarna aga enda sér ekki fyrir endann á þinginu og langþráðu sumarfríi þingmanna. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis lét hafa það eftir sér að hún geri ráð fyrir því að þingfundir nái ekki fram í júlí. Jens Garðar Helgason varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði það heilaga skyldu minnihlutans að málþæfa veiðigjöldunum og öðrum „dellumálum“ en Guðmundur Ari Sigurjónsson vændi minnihlutann um skort á virðingu fyrir lýðræði í landinu fyrir að hleypa málum ekki í atkvæðagreiðslu. Veiðigjöldin voru til umræðu á þinginu í kvöld og var fundi slitið á tíunda tímanum. Þau eru aftur á dagskrá þingsins þegar þingfundur hefst klukkan hálfellefu í fyrramálið. Tugir óundirbúna mála Sigríður Á. Andersen þingkona Miðflokksins og Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar ræddu við fréttamann Sýnar í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöld. Sigríður segir það ekki veiðigjaldafrumvarpið eitt og sér sem þingstörfin steyti á. „Þótt að verið sé að ræða veiðigjöldin í dag og undanfarna daga og menn geti gert gys að því, og að það mál sé komið hingað til annarrar umræðu algjörlega vanbúið. Þá eru þingstörfin ekki að steyta á veiðigjaldamálinu í dag. Það eru allt of mörg mál í nefndum algjörlega vanbúin til annarrar umræðu, það er enn þá jafnvel gestakomur í sumum málum,“ segir Sigríður. Stjórnarandstaðan hafi þess vegna falast ítrekað eftir skýrum svörum frá Þórunni Sveinbjarnardóttur forseta Alþingis um hvernig eigi að ljúka þessu þingi. „Þegar þannig er í pottinn búið að það eru tugir mála sem eru algjörlega óundirbúinn undir aðra umræðu hér í þingsal,“ segir hún. Veiðigjöldin og ekkert annað Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir þetta undanbragð. „Við skulum hafa það algjörlega í huga að þetta snýst um veiðigjöldin og ekkert annað. Hér er stjórnarandstaða sem ætlar sér ekki að hleypa lýðræðislega kjörnum meirihluta í atkvæðagreiðslu með vissulega umdeilt mál en mál sem nýtur mikils stuðnings í samfélaginu,“ segir hann. „Stjórnarandstaðan er búin að halda meira en fimm hundruð ræður á átta dögum. Þetta er orðið eins og meðallengdin á fjölskyldufríi til Tene. Það eru meira en hundrað gestir búnir að koma fyrir nefndina,“ segir hann. Hann segir meirihlutann ekki munu leyfa stjórnarandstöðunni að kæfa veiðigjaldafrumvarpið. „Það er ágeiningur um málið en hvað gerum við í lýðræðisríki þegar það er ágreiningur? Nú, þá kjósum við. Einhverra hluta vegna vill stjórnarandstaðan ekki fá þetta mál í afgreiðslu, þorir greinilega ekki að vera á rauða takkanum. Málþófið snýst um veiðigjöldin og hefur gert það í allan vetur,“ segir Sigmar. Óundirbúin mál falin á bak við upphrópanir um málþóf Sigríður Á. Andersen vændi ríkisstjórnina um að fela það hvað önnur mál eru vanbúinn til umræðu með háværum ásökunum um málþóf. „Það flögrar að manni sú hugmynd að það sé verið að nota þetta mál til að þess að fela þann vanbúnað sem önnur mál eru í. Stór mál eins og kílómetragjaldið til dæmis, ýmis mál um sjúkratryggingar og lyfjalög, strandveiði og grásleppa og hvað þetta allt saman heitir. Það er verið að fela það að menn eru ekki tilbúin með málið inni í nefnd,“ segir hún. Sigmar náði að skjóta inn andsvari sínu en tíminn var á þrotum. „Ég ætla bara að fá að segja eitt: Málþóf! Málþóf!“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira