Skattgreiðendur látnir borga brúsann Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. júní 2025 10:01 Málið varðandi ágreining Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara var leyst af Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins og þáverandi dómsmálaráðherra, á faglegan og vandaðan hátt síðasta haust með tilliti til tveggja lögfræðiálita. Helgi fór um sama leyti í veikindaleyfi en sneri síðan aftur til starfa 20. desember. Fékk hann af því tilefni þau skilaboð frá Sigríði að honum yrðu hvorki falin verkefni né hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Guðrún sat þá í starfsstjórn og daginn eftir tók ný ríkisstjórn formlega við völdum. Hvað hefði verið sagt hefði Guðrún tekið einhverjar stórar ákvarðanir í málinu rétt fyrir jólin sitjandi í starfsstjórn rétt áður en ný ríkisstjórn tók við völdum þegar ljóst varð að ríkissaksóknari ætlaði ekki að virða úrskurð dómsmálaráðherra í málinu þegar á reyndi? Fyrir það fyrsta var vitanlega ekkert svigrúm til þess sem fyrr segir. Í annan stað hefði hún þá án efa verið gagnrýnd fyrir það að láta málið ekki bíða nýs ráðherra. Bæði vegna tímaskortsins og vegna þess að hún sæti í starfsstjórn. Þess utan hefði Guðrún aldrei farið þá leið sem eftirmaður hennar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fór. Hvernig Þorbjörg kaus að afgreiða málið felur auðvitað í sér algera uppgjöf gagnvart því. Guðrún var gagnrýnd fyrir að taka sex vikur í að afgreiða málið síðasta haust sem að mestu fóru í að bíða eftir áðurnefndum lögfræðiálitum. Þorbjörg lýsti því yfir um jólin eftir að hún tók við embætti dómsmálaráðherra að leysa þyrfti málið „fyrr en seinna.“ Fyrst þyrfti hún að skoða það. Hún tók sex mánuði í það. Lausnin fólst síðan í því að bjóða Helga Magnúsi embætti vararíkislögreglustjóra sem hann afþakkaði. Þá var lausn hennar að setja hann strax á eftirlaun sem annars hefði ekki orðið raunin fyrr en eftir níu ár. Var Þorbjörg að bíða eftir lögfræðiálitum allan þennan tíma? Nei, svo var ekki. Tók svona langan tíma að setja sig inn í málið? Varla. Haft var eftir henni um jólin að sú staða sem komin væri upp hjá embætti ríkissaksóknara væri bagaleg. „Samfélagslegu hagsmunirnir, almannahagsmunirnir í þessu máli eru auðvitað að ákæruvaldið í landinu sé starfshæft,“ sagði hún enn fremur í samtali við Vísi. Brýnt væri með öðrum orðum að leysa málið. Það tók engu að síður sex mánuði fyrir hana að komast að niðurstöðu sem hún reyndi síðan að fría sig ábyrgð á með því að reyna að koma henni á forvera sinn. Við skulum ekki gleyma því að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorbjörg kýs að leysa mál með þeim hætti að embættismaður taki pokann sinn á kostnað skattgreiðenda. Stutt er síðan hún beitti sömu aðferð til þess að losna við Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Honum var sem kunnugt er tilkynnt af henni á dögunum að embætti hans yrði auglýst næsta haust og honum boðið í staðinn embætti lögreglustjórans á Austurlandi án þess að þurfa að sækja um það sem hann hafnaði. Niðurstaðan varð sú að Úlfar verður á fullum launum hjá skattgreiðendum í ár án vinnuframlags. Mögulega vill Þorbjörg einnig kenna Guðrúnu einhvern veginn um það? Hvað embætti ríkissaksóknara annars varðar erum við síðan ekki farin að ræða það hvort Þorbjörg hafi mögulega verið vanhæf til þess að fjalla um málið í ljósi þess að um var að ræða fyrrverandi yfirmenn hennar. Hitt er svo annað mál hvort yfirmenn ríkisstofnana eigi að geta neitað að fela undirmönnum sínum verkefni og lokað á tölvuaðgang þeirra þó þeir hafi fullan rétt til áframhaldandi starfa. Fengið því síðan framgengt fyrir milligöngu ráðherra að þeir hætti störfum af þeim sökum og skattgreiðendur látnir borga brúsann. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Málið varðandi ágreining Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara var leyst af Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins og þáverandi dómsmálaráðherra, á faglegan og vandaðan hátt síðasta haust með tilliti til tveggja lögfræðiálita. Helgi fór um sama leyti í veikindaleyfi en sneri síðan aftur til starfa 20. desember. Fékk hann af því tilefni þau skilaboð frá Sigríði að honum yrðu hvorki falin verkefni né hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Guðrún sat þá í starfsstjórn og daginn eftir tók ný ríkisstjórn formlega við völdum. Hvað hefði verið sagt hefði Guðrún tekið einhverjar stórar ákvarðanir í málinu rétt fyrir jólin sitjandi í starfsstjórn rétt áður en ný ríkisstjórn tók við völdum þegar ljóst varð að ríkissaksóknari ætlaði ekki að virða úrskurð dómsmálaráðherra í málinu þegar á reyndi? Fyrir það fyrsta var vitanlega ekkert svigrúm til þess sem fyrr segir. Í annan stað hefði hún þá án efa verið gagnrýnd fyrir það að láta málið ekki bíða nýs ráðherra. Bæði vegna tímaskortsins og vegna þess að hún sæti í starfsstjórn. Þess utan hefði Guðrún aldrei farið þá leið sem eftirmaður hennar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fór. Hvernig Þorbjörg kaus að afgreiða málið felur auðvitað í sér algera uppgjöf gagnvart því. Guðrún var gagnrýnd fyrir að taka sex vikur í að afgreiða málið síðasta haust sem að mestu fóru í að bíða eftir áðurnefndum lögfræðiálitum. Þorbjörg lýsti því yfir um jólin eftir að hún tók við embætti dómsmálaráðherra að leysa þyrfti málið „fyrr en seinna.“ Fyrst þyrfti hún að skoða það. Hún tók sex mánuði í það. Lausnin fólst síðan í því að bjóða Helga Magnúsi embætti vararíkislögreglustjóra sem hann afþakkaði. Þá var lausn hennar að setja hann strax á eftirlaun sem annars hefði ekki orðið raunin fyrr en eftir níu ár. Var Þorbjörg að bíða eftir lögfræðiálitum allan þennan tíma? Nei, svo var ekki. Tók svona langan tíma að setja sig inn í málið? Varla. Haft var eftir henni um jólin að sú staða sem komin væri upp hjá embætti ríkissaksóknara væri bagaleg. „Samfélagslegu hagsmunirnir, almannahagsmunirnir í þessu máli eru auðvitað að ákæruvaldið í landinu sé starfshæft,“ sagði hún enn fremur í samtali við Vísi. Brýnt væri með öðrum orðum að leysa málið. Það tók engu að síður sex mánuði fyrir hana að komast að niðurstöðu sem hún reyndi síðan að fría sig ábyrgð á með því að reyna að koma henni á forvera sinn. Við skulum ekki gleyma því að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorbjörg kýs að leysa mál með þeim hætti að embættismaður taki pokann sinn á kostnað skattgreiðenda. Stutt er síðan hún beitti sömu aðferð til þess að losna við Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Honum var sem kunnugt er tilkynnt af henni á dögunum að embætti hans yrði auglýst næsta haust og honum boðið í staðinn embætti lögreglustjórans á Austurlandi án þess að þurfa að sækja um það sem hann hafnaði. Niðurstaðan varð sú að Úlfar verður á fullum launum hjá skattgreiðendum í ár án vinnuframlags. Mögulega vill Þorbjörg einnig kenna Guðrúnu einhvern veginn um það? Hvað embætti ríkissaksóknara annars varðar erum við síðan ekki farin að ræða það hvort Þorbjörg hafi mögulega verið vanhæf til þess að fjalla um málið í ljósi þess að um var að ræða fyrrverandi yfirmenn hennar. Hitt er svo annað mál hvort yfirmenn ríkisstofnana eigi að geta neitað að fela undirmönnum sínum verkefni og lokað á tölvuaðgang þeirra þó þeir hafi fullan rétt til áframhaldandi starfa. Fengið því síðan framgengt fyrir milligöngu ráðherra að þeir hætti störfum af þeim sökum og skattgreiðendur látnir borga brúsann. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun