Bandaríkjamenn gera loftárásir á Írani Rafn Ágúst Ragnarsson og Samúel Karl Ólason skrifa 22. júní 2025 00:01 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Þeirra á meðal neðanjarðarmiðstöðina til í Fordó til auðgunar úrans sem er grafin áttatíu metrum undir fjalli. Trump greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum sínum rétt í þessu. Þar segir hann Bandaríkin hafa varpað sprengjum á Fordó, Natanz og Esfahan. Allar flugvélarnar sem notaðar voru til árásanna séu komnar út fyrir íranska lofthelgi. „Fullur farmur af SPRENGJUM var varpað á aðalstöðina, Fordó. Allar flugvélarnar eru heilar á húfi og á leiðinni heim. Hamingjuóskir til hinna miklu bandarísku stríðsmanna okkar. Það er enginn annar her í heimi sem gæti hafa gert þetta. NÚ ER KOMINN TÍMI Á FRIÐ! Ég þakka athygli ykkar varðandi þetta,“ skrifar Bandaríkjaforseti. Blaðamaður fréttaveitunnar Reuters hefur eftir heimilidarmanni sínum í bandaríska hernum að B-2 Spirit sprengjuflugvélum hafi verið beitt við árásirnar. Óljóst er hve margar voru notaðar við árásirnar en Bandaríkin búa yfir nítján slíkum vélum en þær eru þær einu sem eru útbúnar til að geta varpað sprengjum af gerðinni GBU-57 eða svokölluðum byrgjabrestum. Orð Trumps í færslunni um að tími sé kominn á frið gefa til kynna að hann hafi ekki áhuga á frekari árásum á Íran. Það gæti þó breyst, svari Íranar fyrir sig með eldflauga- og drónaárásum á bandarískar herstöðvar í Mið-Austurlöndum. Ráðamenn í Íran höfðu hótað slíkum árásum, ef Bandaríkjamenn gerðu árásir á Íran. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa þjóð sína klukkan tvö í nótt á íslenskum tíma. Í tilkynningu sinni segir hann árásina marka sögulega stund fyrir Bandaríkin, Ísrael og heiminn allan og segir Írani hljóta að gangast við því að ljúka þessu stríði að svo komnu máli. New York Times hefur eftir þremur nafnlausum írönskum embættismönnum að árásirnar á Fordó og Natanz hafi verið gerðar um klukkan ellefu á íslenskum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Íran Hernaður Donald Trump Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Trump greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum sínum rétt í þessu. Þar segir hann Bandaríkin hafa varpað sprengjum á Fordó, Natanz og Esfahan. Allar flugvélarnar sem notaðar voru til árásanna séu komnar út fyrir íranska lofthelgi. „Fullur farmur af SPRENGJUM var varpað á aðalstöðina, Fordó. Allar flugvélarnar eru heilar á húfi og á leiðinni heim. Hamingjuóskir til hinna miklu bandarísku stríðsmanna okkar. Það er enginn annar her í heimi sem gæti hafa gert þetta. NÚ ER KOMINN TÍMI Á FRIÐ! Ég þakka athygli ykkar varðandi þetta,“ skrifar Bandaríkjaforseti. Blaðamaður fréttaveitunnar Reuters hefur eftir heimilidarmanni sínum í bandaríska hernum að B-2 Spirit sprengjuflugvélum hafi verið beitt við árásirnar. Óljóst er hve margar voru notaðar við árásirnar en Bandaríkin búa yfir nítján slíkum vélum en þær eru þær einu sem eru útbúnar til að geta varpað sprengjum af gerðinni GBU-57 eða svokölluðum byrgjabrestum. Orð Trumps í færslunni um að tími sé kominn á frið gefa til kynna að hann hafi ekki áhuga á frekari árásum á Íran. Það gæti þó breyst, svari Íranar fyrir sig með eldflauga- og drónaárásum á bandarískar herstöðvar í Mið-Austurlöndum. Ráðamenn í Íran höfðu hótað slíkum árásum, ef Bandaríkjamenn gerðu árásir á Íran. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa þjóð sína klukkan tvö í nótt á íslenskum tíma. Í tilkynningu sinni segir hann árásina marka sögulega stund fyrir Bandaríkin, Ísrael og heiminn allan og segir Írani hljóta að gangast við því að ljúka þessu stríði að svo komnu máli. New York Times hefur eftir þremur nafnlausum írönskum embættismönnum að árásirnar á Fordó og Natanz hafi verið gerðar um klukkan ellefu á íslenskum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Íran Hernaður Donald Trump Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent