„Þetta er bara það sem mig hefur langað alla ævi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2025 09:20 Ægir átti ógleymanlega stund með Lionel Messi, sem er óumdeilanlega einn besti knattspyrnumaður sögunnar. Draumur ungs knattspyrnuaðdáanda rættist í vikunni, þegar hann fékk óvænt að hitta einn besta fótboltamann sögunnar. Myndband af fundi þeirra hefur farið sem eldur í sinu um internetið. Gleðin leyndi sér ekki hjá hinum unga Ægi Þór Sævarssyni, þegar hann hitti Lionel Messi, leikmann Argentínu og Inter Miami, fyrir leik í heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum á fimmtudag. Hinn 13 ára Ægir Þór hefur lengi verið mikill aðdáandi Argentínumannsins sparkvissa, líkt og sjá má. Ægir Þór greindist með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne þegar hann var þriggja ára. Í gegnum félagið Umhyggju, sem vinnur að hag langveikra barna og fjölskyldna, komust Ægir og fjölskylda í samband við mann með tengsl inn í FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandið. „Það varð úr að þetta var á miðvikudaginn, á fimmtudeginum er leikurinn. Þetta gerðist bara á sólarhring, þá fór allt í gang hjá þeim í FIFA. Mér skilst að það hafi verið mikil vinna bak við tjöldin til að koma þessu í gang,“ segir Hulda Björk Svansdóttir, móðir Ægis. Treyjan fer í ramma Ægir segir Messi hafa verið hinn vinalegasta, þegar hann áritaði Argentínutreyju hans, áður en þeir föðmuðust. Hann segist, þrátt fyrir aðdáun sína á Messi, ekki ætla að vera í treyjunni öllum stundum. „Ég er reyndar búinn að fara úr henni þegar ég hef verið að borða,“ segir Ægir. „Við erum að passa hana mjög vel, hún verður innrömmuð þessi. Það er alveg klárt,“ bætir Hulda við. Margra ára gamall draumur Myndbandið af fundi þeirra félaga hefur farið víða um netið, en meðal þeirra sem hafa birt það er Gianni Infantino, forseti FIFA. „Þetta fór bara út um allt og ég held að fólk hafi bara hrifist af viðbrögðunum hans Ægis. Það var svo gaman að sjá hvað hann var einlæglega glaður,“ segir Hulda. Já, og skyldi engan undra, enda risastór draumur sem rættist. „Þetta er bara það sem mig hefur langað alla ævi, síðan ég var fimm, fjögurra ára, að hitta hann. Þetta var bara mjög flott móment,“ segir Ægir að lokum. Fótbolti Tímamót Góðverk Íslendingar erlendis Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
Gleðin leyndi sér ekki hjá hinum unga Ægi Þór Sævarssyni, þegar hann hitti Lionel Messi, leikmann Argentínu og Inter Miami, fyrir leik í heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum á fimmtudag. Hinn 13 ára Ægir Þór hefur lengi verið mikill aðdáandi Argentínumannsins sparkvissa, líkt og sjá má. Ægir Þór greindist með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne þegar hann var þriggja ára. Í gegnum félagið Umhyggju, sem vinnur að hag langveikra barna og fjölskyldna, komust Ægir og fjölskylda í samband við mann með tengsl inn í FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandið. „Það varð úr að þetta var á miðvikudaginn, á fimmtudeginum er leikurinn. Þetta gerðist bara á sólarhring, þá fór allt í gang hjá þeim í FIFA. Mér skilst að það hafi verið mikil vinna bak við tjöldin til að koma þessu í gang,“ segir Hulda Björk Svansdóttir, móðir Ægis. Treyjan fer í ramma Ægir segir Messi hafa verið hinn vinalegasta, þegar hann áritaði Argentínutreyju hans, áður en þeir föðmuðust. Hann segist, þrátt fyrir aðdáun sína á Messi, ekki ætla að vera í treyjunni öllum stundum. „Ég er reyndar búinn að fara úr henni þegar ég hef verið að borða,“ segir Ægir. „Við erum að passa hana mjög vel, hún verður innrömmuð þessi. Það er alveg klárt,“ bætir Hulda við. Margra ára gamall draumur Myndbandið af fundi þeirra félaga hefur farið víða um netið, en meðal þeirra sem hafa birt það er Gianni Infantino, forseti FIFA. „Þetta fór bara út um allt og ég held að fólk hafi bara hrifist af viðbrögðunum hans Ægis. Það var svo gaman að sjá hvað hann var einlæglega glaður,“ segir Hulda. Já, og skyldi engan undra, enda risastór draumur sem rættist. „Þetta er bara það sem mig hefur langað alla ævi, síðan ég var fimm, fjögurra ára, að hitta hann. Þetta var bara mjög flott móment,“ segir Ægir að lokum.
Fótbolti Tímamót Góðverk Íslendingar erlendis Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira