„Þetta er bara það sem mig hefur langað alla ævi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2025 09:20 Ægir átti ógleymanlega stund með Lionel Messi, sem er óumdeilanlega einn besti knattspyrnumaður sögunnar. Draumur ungs knattspyrnuaðdáanda rættist í vikunni, þegar hann fékk óvænt að hitta einn besta fótboltamann sögunnar. Myndband af fundi þeirra hefur farið sem eldur í sinu um internetið. Gleðin leyndi sér ekki hjá hinum unga Ægi Þór Sævarssyni, þegar hann hitti Lionel Messi, leikmann Argentínu og Inter Miami, fyrir leik í heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum á fimmtudag. Hinn 13 ára Ægir Þór hefur lengi verið mikill aðdáandi Argentínumannsins sparkvissa, líkt og sjá má. Ægir Þór greindist með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne þegar hann var þriggja ára. Í gegnum félagið Umhyggju, sem vinnur að hag langveikra barna og fjölskyldna, komust Ægir og fjölskylda í samband við mann með tengsl inn í FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandið. „Það varð úr að þetta var á miðvikudaginn, á fimmtudeginum er leikurinn. Þetta gerðist bara á sólarhring, þá fór allt í gang hjá þeim í FIFA. Mér skilst að það hafi verið mikil vinna bak við tjöldin til að koma þessu í gang,“ segir Hulda Björk Svansdóttir, móðir Ægis. Treyjan fer í ramma Ægir segir Messi hafa verið hinn vinalegasta, þegar hann áritaði Argentínutreyju hans, áður en þeir föðmuðust. Hann segist, þrátt fyrir aðdáun sína á Messi, ekki ætla að vera í treyjunni öllum stundum. „Ég er reyndar búinn að fara úr henni þegar ég hef verið að borða,“ segir Ægir. „Við erum að passa hana mjög vel, hún verður innrömmuð þessi. Það er alveg klárt,“ bætir Hulda við. Margra ára gamall draumur Myndbandið af fundi þeirra félaga hefur farið víða um netið, en meðal þeirra sem hafa birt það er Gianni Infantino, forseti FIFA. „Þetta fór bara út um allt og ég held að fólk hafi bara hrifist af viðbrögðunum hans Ægis. Það var svo gaman að sjá hvað hann var einlæglega glaður,“ segir Hulda. Já, og skyldi engan undra, enda risastór draumur sem rættist. „Þetta er bara það sem mig hefur langað alla ævi, síðan ég var fimm, fjögurra ára, að hitta hann. Þetta var bara mjög flott móment,“ segir Ægir að lokum. Fótbolti Tímamót Góðverk Íslendingar erlendis Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira
Gleðin leyndi sér ekki hjá hinum unga Ægi Þór Sævarssyni, þegar hann hitti Lionel Messi, leikmann Argentínu og Inter Miami, fyrir leik í heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum á fimmtudag. Hinn 13 ára Ægir Þór hefur lengi verið mikill aðdáandi Argentínumannsins sparkvissa, líkt og sjá má. Ægir Þór greindist með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne þegar hann var þriggja ára. Í gegnum félagið Umhyggju, sem vinnur að hag langveikra barna og fjölskyldna, komust Ægir og fjölskylda í samband við mann með tengsl inn í FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandið. „Það varð úr að þetta var á miðvikudaginn, á fimmtudeginum er leikurinn. Þetta gerðist bara á sólarhring, þá fór allt í gang hjá þeim í FIFA. Mér skilst að það hafi verið mikil vinna bak við tjöldin til að koma þessu í gang,“ segir Hulda Björk Svansdóttir, móðir Ægis. Treyjan fer í ramma Ægir segir Messi hafa verið hinn vinalegasta, þegar hann áritaði Argentínutreyju hans, áður en þeir föðmuðust. Hann segist, þrátt fyrir aðdáun sína á Messi, ekki ætla að vera í treyjunni öllum stundum. „Ég er reyndar búinn að fara úr henni þegar ég hef verið að borða,“ segir Ægir. „Við erum að passa hana mjög vel, hún verður innrömmuð þessi. Það er alveg klárt,“ bætir Hulda við. Margra ára gamall draumur Myndbandið af fundi þeirra félaga hefur farið víða um netið, en meðal þeirra sem hafa birt það er Gianni Infantino, forseti FIFA. „Þetta fór bara út um allt og ég held að fólk hafi bara hrifist af viðbrögðunum hans Ægis. Það var svo gaman að sjá hvað hann var einlæglega glaður,“ segir Hulda. Já, og skyldi engan undra, enda risastór draumur sem rættist. „Þetta er bara það sem mig hefur langað alla ævi, síðan ég var fimm, fjögurra ára, að hitta hann. Þetta var bara mjög flott móment,“ segir Ægir að lokum.
Fótbolti Tímamót Góðverk Íslendingar erlendis Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira