Sjálfboðaliðar að bugast: Mikil örvænting meðal gæludýraeigenda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júní 2025 21:32 Sandra Ósk Jóhannsdóttir sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu segir mikilvægt að núverandi lögum um gæludýrahald í fjölbýlishúsum verði breytt. Vísir/Lýður Valberg Sjálfboðaliðar dýraverndunarsamtaka eru að niðurlotum komnir vegna gríðarlegs fjölda gæludýra sem eru heimilislaus og á vergangi. Einn þeirra segir nýtt gæludýrafrumvarp myndu skipta sköpum og segir alltof marga gæludýraeigendur þurfa að gefa frá sér dýr sín vegna núverandi laga. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að Kattholt væri þessa dagana yfifrfullt af heimilislausum kisum en rekstrarstýra segir það gerast hvert einasta sumar að kattaeigendur losi sig við dýrin sín. Sandra Ósk Jóhannsdóttir sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, dýraverndunarsamtökum sem aðstoða gæludýraeigendur við að finna týnd gæludýr sín, segir þessa dagana mæða gríðarlega mikið á sjálfboðaliðum. „Það er búið að vera mikið álag hjá öllum dýraverndunarsamtökum á Íslandi, eins og hefur komið fram í fréttum er Kattholt yfirfullt í athvarfi Villikatta eru yfir 220 kettir sem vantar heimili á Íslandi. Þetta er alveg gríðarlegur fjöldi og fyrirspurnrnar eru bara að hrannast inn.“ Hún telur að strangar reglur um gæludýrahald í fjölbýlishúsum bera þar mikla ábyrgð en líkt og fram hefur komið er frumvarp félags- og húsnæðisráðherra um að slakað verði á þeim reglum nú komið úr nefnd og brátt til annarrar umræðu á Alþingi. Lýsti ofnæmislæknir í kvöldfréttum í gær yfir áhyggjum af frumvarpinu en Sandra segir um brýnt hagsmunamál að ræða. „Í raun þá er verið að breyta núverandi lagafrumvarpi þannig að dýrahald sé sjálfsagður réttur en hinsvegar að húsfélög hafi ákveðið vald til þess að banna dýrahald ef það veldur einhverjum ama, til dæmis ofnæmi.“ Núverandi lög valdi gæludýrum og eigendum þeirra miklum harmi og breytingar myndu létta álagi á dýraverndunarsamtökum. „Það er mikil örvænting í gangi. Fólk er að velja á milli heimilis og þess að halda dýri. Eins og ég segi, það er mjög mikið af íbúðum sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu en líka úti á landi sem leyfa ekki gæludýr, þannig fólk er að velja á milli heimilis og fjölskyldumeðlims. Þau auka vellíðan, þau auka hamingju, þau eru partur af samfélaginu, við eigum ekki að minnka viðveru þeirra út frá úreltri löggjöf.“ Gæludýr Dýr Málefni fjölbýlishúsa Kettir Tengdar fréttir Krísa í Kattholti: Fólk losar sig við ketti á sumrin Kattholt er þessa dagana yfirfullt af heimilislausum kisum og leita forsvarsmenn þess nú á náðir almennings um kattamat, kattasand og annað kattadót sem geti nýst við starfsemina. Rekstrarstýra segir fjöldann mega rekja til sumarsins en þá sé það algengara að eigendur losi sig við dýrin. 22. júní 2025 13:00 Mikilvægt að fólk þurfi ekki að flýja húsnæði vegna ofnæmis Ofnæmislæknar eru uggandi vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um gæludýrahald í fjölbýlishúsum. Formaður félags ofnæmislækna óttast að skjólstæðingum hennar verði svo gott sem úthýst úr fjölbýlishúsum verði breytingarnar að veruleika. 21. júní 2025 20:50 „Er allt komið í hund og kött?“ Hið svokallaða gæludýrafrumvarp hefur verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Þingmaður Framsóknar segir frumvarpið fela í sér réttindaskerðingu fólks sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum getur ekki búið nærri gæludýrum. 20. júní 2025 11:26 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að Kattholt væri þessa dagana yfifrfullt af heimilislausum kisum en rekstrarstýra segir það gerast hvert einasta sumar að kattaeigendur losi sig við dýrin sín. Sandra Ósk Jóhannsdóttir sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, dýraverndunarsamtökum sem aðstoða gæludýraeigendur við að finna týnd gæludýr sín, segir þessa dagana mæða gríðarlega mikið á sjálfboðaliðum. „Það er búið að vera mikið álag hjá öllum dýraverndunarsamtökum á Íslandi, eins og hefur komið fram í fréttum er Kattholt yfirfullt í athvarfi Villikatta eru yfir 220 kettir sem vantar heimili á Íslandi. Þetta er alveg gríðarlegur fjöldi og fyrirspurnrnar eru bara að hrannast inn.“ Hún telur að strangar reglur um gæludýrahald í fjölbýlishúsum bera þar mikla ábyrgð en líkt og fram hefur komið er frumvarp félags- og húsnæðisráðherra um að slakað verði á þeim reglum nú komið úr nefnd og brátt til annarrar umræðu á Alþingi. Lýsti ofnæmislæknir í kvöldfréttum í gær yfir áhyggjum af frumvarpinu en Sandra segir um brýnt hagsmunamál að ræða. „Í raun þá er verið að breyta núverandi lagafrumvarpi þannig að dýrahald sé sjálfsagður réttur en hinsvegar að húsfélög hafi ákveðið vald til þess að banna dýrahald ef það veldur einhverjum ama, til dæmis ofnæmi.“ Núverandi lög valdi gæludýrum og eigendum þeirra miklum harmi og breytingar myndu létta álagi á dýraverndunarsamtökum. „Það er mikil örvænting í gangi. Fólk er að velja á milli heimilis og þess að halda dýri. Eins og ég segi, það er mjög mikið af íbúðum sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu en líka úti á landi sem leyfa ekki gæludýr, þannig fólk er að velja á milli heimilis og fjölskyldumeðlims. Þau auka vellíðan, þau auka hamingju, þau eru partur af samfélaginu, við eigum ekki að minnka viðveru þeirra út frá úreltri löggjöf.“
Gæludýr Dýr Málefni fjölbýlishúsa Kettir Tengdar fréttir Krísa í Kattholti: Fólk losar sig við ketti á sumrin Kattholt er þessa dagana yfirfullt af heimilislausum kisum og leita forsvarsmenn þess nú á náðir almennings um kattamat, kattasand og annað kattadót sem geti nýst við starfsemina. Rekstrarstýra segir fjöldann mega rekja til sumarsins en þá sé það algengara að eigendur losi sig við dýrin. 22. júní 2025 13:00 Mikilvægt að fólk þurfi ekki að flýja húsnæði vegna ofnæmis Ofnæmislæknar eru uggandi vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um gæludýrahald í fjölbýlishúsum. Formaður félags ofnæmislækna óttast að skjólstæðingum hennar verði svo gott sem úthýst úr fjölbýlishúsum verði breytingarnar að veruleika. 21. júní 2025 20:50 „Er allt komið í hund og kött?“ Hið svokallaða gæludýrafrumvarp hefur verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Þingmaður Framsóknar segir frumvarpið fela í sér réttindaskerðingu fólks sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum getur ekki búið nærri gæludýrum. 20. júní 2025 11:26 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Krísa í Kattholti: Fólk losar sig við ketti á sumrin Kattholt er þessa dagana yfirfullt af heimilislausum kisum og leita forsvarsmenn þess nú á náðir almennings um kattamat, kattasand og annað kattadót sem geti nýst við starfsemina. Rekstrarstýra segir fjöldann mega rekja til sumarsins en þá sé það algengara að eigendur losi sig við dýrin. 22. júní 2025 13:00
Mikilvægt að fólk þurfi ekki að flýja húsnæði vegna ofnæmis Ofnæmislæknar eru uggandi vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um gæludýrahald í fjölbýlishúsum. Formaður félags ofnæmislækna óttast að skjólstæðingum hennar verði svo gott sem úthýst úr fjölbýlishúsum verði breytingarnar að veruleika. 21. júní 2025 20:50
„Er allt komið í hund og kött?“ Hið svokallaða gæludýrafrumvarp hefur verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Þingmaður Framsóknar segir frumvarpið fela í sér réttindaskerðingu fólks sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum getur ekki búið nærri gæludýrum. 20. júní 2025 11:26