Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fann málbeinið sitt Ásta Guðrún Helgadóttir skrifar 24. júní 2025 08:00 Fáir flokkar hafa nýtt málþóf jafn kerfisbundið á síðastliðnum árum og Píratar, sem álitu málþóf nær því að vera listform frekar en stjórnmál, nema kannski nú nýverið Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu. Fjöldi ræða í 1. umræðu (flutningsræður, ræður og andsvör) Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn. Almennt er tilgangurinn með málþófi að tefja mál með löngum ræðum til að þrýsta á samninga um tiltekin þingmál. Þó markmiðið sé stundum að stöðva mál, endar málþóf oftar en ekki með sáttamiðlun, einhverri niðurstöðu sem báðir aðilar geta sætt sig við. Og þrátt fyrir það, þá þykir það hallærislegt að vera í málþófi. Flokkar hafa ítrekað neitað ásökunum um slíkt, með því að bera fyrir sig að málið þurfi ítarlega umræðu. Reyndar, að Pírötum undanskildum sem voru heiðarlegir með sitt málþóf, þó með misgóðum árangri. Hvenær verður málþóf að málþófi? Gjarnan er talað um að málþóf fari eingöngu fram í 2. umræðu frumvarpa til laga. Fyrir því eru ágætis rök, enda geta þingmenn farið eins oft í fimm mínútna ræður í 2.umræðu eins og þeir hafa þrek til. Þannig hafa einstaka þingmenn farið í tugi, jafnvel yfir hundrað, fimm mínútna ræður til þess að tefja fyrir framgang máls, og þar með störfum þingsins. Þessi skoðun er svo sterk hjá sumum að þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, Hildi Sverrisdóttur, þótti „rétt að upplýsa stjórnarmeirihlutann um það að í 1. umræðu er ekki hægt að vera í málþófi. Lögin í landinu, þingsköpin, setja þingmönnum mjög skýran ramma um hversu lengi er hægt að tala. Svo einfalt er það.” Þetta ítrekaði flokkssystir hennar, Bryndís Haraldsdóttir, fyrr í vor: „Það er ekki hægt að fara í málþóf í 1. umræðu mála. Hver þingmaður getur bara tekið til máls og átt tvær ræður.” Ári áður hafði sami þingmaður orð á því undir störfum þingsins að hún „…ætla ekki að gagnrýna það að fólk fari í ræðu í 1. umræðu í málum. Það er mjög eðlilegt … En það er engin þörf á því að fólk fylli heilar 15 mínútur, margir frá hverjum þingflokki, og fari svo í andsvör við aðra kollega sína í stjórnarandstöðu. Það er einfaldlega málþóf.“ Þar er hún að vísa í þá tísku á síðasta kjörtímabili að taka óþarflega mikið til máls í 1. umræðu og þar með tefja framgang lýðræðisins, í stóra samhenginu, en ekki bara málið sjálft. Fjöldi ræða og andsvara í 1. umræðu frumvarps. Hlutfall milli stjórnar og stjórnarandstöðu eftir löggjafarþingi Frelsi Sjálfstæðisflokksins Þegar tölfræði um fjölda ræða og andsvara er skoðuð um tíu ár aftur í tímann þá má sjá viss þáttaskil á þessu þingi. Það er eðlilegt að flokkar í meirihluta tali meira en flokkar í minnihluta undir 1. umræðu frumvarpa enda þurfa ráðherrar að flytja málin, sem getur tekið allt að hálftíma ásamt andsvörum. Fjöldi ræða í 1. umræðu eftir löggjafarþingi og fjórum þingflokkum: Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Miðflokkurinn og Samfylkingin. Til að gæta sanngirni þá má sjá hér fjölda ræða allt aftur til 143. þings þegar Píratar tóku fyrst sæti á Alþingi. Það þarf engan tölfræðing sem kann að reikna staðalfrávik til þess að sjá að eitthvað gerðist á 156. löggjafarþingi, því sem nú er yfirstandandi. Það hefur átt sér stað skýr og mælanleg breyting. Sjálfstæðisflokkurinn virðist loksins hafa fundið frelsið í minnihluta. Losnað hefur um málbeinið, en alvitað er að þingmenn í stjórnarandstöðu geta sýnt meira kæruleysi með störfum sínum og orðum. Óbreyttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa eflaust þurft að sitja á skoðunum sínum undanfarinn áratug í meirihluta. Það hefur ábyggilega mörgum verið erfitt. Meint málþóf minni hlutans Taka verður tillit til þess að yfirstandandi þing hefur verið afar stutt. Það hófst í byrjun febrúar. Vanalega er þing sett í september og stendur fram á sumar árið eftir. Því hafa verið mun færri þingdagar nú en vanalega. Ástæðan er vitaskuld kosningar í lok árs í fyrra og ríkisstjórnarskipti í kjölfar þeirra. Það er því áhugavert að skoða fjölda ræða á hvern þingfund til að átta sig á þeirri miklu breytingu sem orðið hefur á yfirstandandi þingi, með gömlu valdaflokkana og skilnaðarbarnið þeirra í stjórnarandstöðu. Líkt og sést hér að neðan er ljóst að núverandi stjórnarandstaða hefur, í sögulegu samhengi, verið mjög upptekin í tafarleikjum sínum. Hlutfall ræða í 1. umræðu á fjölda þingfunda milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Í ljósi þess að þingfundadagar hafa verið fáir á þessu þingi er sanngjarnt að skoða dreifingu ræða á milli meiri- og minnihluta þar sem af er þingi og skulum þar aftur miða við 16. júní síðastliðinn, eða alls 62 þingfundi. Slík talnaleikfimi breytir litlu um heildarniðurstöðun: Sitjandi stjórnarandstaða er að setja nýtt Íslandsmet við 1. umræðu í málþófi, tafarleikjum, málbeinslosi, eða hvað annað sem fólk kýs að kalla skipulagðar hindranir á framgangi umræðu með innihaldslausu tali um allt en aðallega ekkert. Stöðva framgang lýðræðisins Fylgni milli fjölda ræða frá Sjálfstæðisflokknum og veru hans í stjórnarandstöðu er óumdeild. Ekki er þó hægt að útiloka að það sé vegna þess að gervigreindin hefur gert rökræður og ræðuskrif aðgengilegri, en það er rannsóknarefni út af fyrir sig. Ef horft er aftur til ársins 2013 þá er augljóst að eðlisbreyting er að eiga sér stað. Málþóf í 1. umræðu frumvarpa er orðin staðreynd. Teflt er á tíma með innihaldslausum ræðum og andsvörum sem þjóna ekki umræðunni heldur draga hana á langinn. Markmiðið er ekki til að tefja það mál sem um ræðir, heldur gegn framgangi lýðræðislegra þingstarfa. Og hvað veldur? Hvað er það sem hefur gerst núna sem hefur ekki átt sér stað síðan á árinu 2013? Svarið er einfalt. Sjálfstæðisflokkurinn er í minnihluta á þingi, og ræður ekki, eitthvað sem virðist vera þeim erfið hlutskipti. Af þeim sökum ber að stöðva framgang lýðræðisins. En, ef litið er á björtu hliðarnar, þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn, rétt eins og léttlestrarhundurinn Lubbi, fundið málbeinið sitt. Höfundur er fyrrverandi þingflokksformaður Pírata og núverandi starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Ásta Guðrún Helgadóttir Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Fáir flokkar hafa nýtt málþóf jafn kerfisbundið á síðastliðnum árum og Píratar, sem álitu málþóf nær því að vera listform frekar en stjórnmál, nema kannski nú nýverið Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu. Fjöldi ræða í 1. umræðu (flutningsræður, ræður og andsvör) Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn. Almennt er tilgangurinn með málþófi að tefja mál með löngum ræðum til að þrýsta á samninga um tiltekin þingmál. Þó markmiðið sé stundum að stöðva mál, endar málþóf oftar en ekki með sáttamiðlun, einhverri niðurstöðu sem báðir aðilar geta sætt sig við. Og þrátt fyrir það, þá þykir það hallærislegt að vera í málþófi. Flokkar hafa ítrekað neitað ásökunum um slíkt, með því að bera fyrir sig að málið þurfi ítarlega umræðu. Reyndar, að Pírötum undanskildum sem voru heiðarlegir með sitt málþóf, þó með misgóðum árangri. Hvenær verður málþóf að málþófi? Gjarnan er talað um að málþóf fari eingöngu fram í 2. umræðu frumvarpa til laga. Fyrir því eru ágætis rök, enda geta þingmenn farið eins oft í fimm mínútna ræður í 2.umræðu eins og þeir hafa þrek til. Þannig hafa einstaka þingmenn farið í tugi, jafnvel yfir hundrað, fimm mínútna ræður til þess að tefja fyrir framgang máls, og þar með störfum þingsins. Þessi skoðun er svo sterk hjá sumum að þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, Hildi Sverrisdóttur, þótti „rétt að upplýsa stjórnarmeirihlutann um það að í 1. umræðu er ekki hægt að vera í málþófi. Lögin í landinu, þingsköpin, setja þingmönnum mjög skýran ramma um hversu lengi er hægt að tala. Svo einfalt er það.” Þetta ítrekaði flokkssystir hennar, Bryndís Haraldsdóttir, fyrr í vor: „Það er ekki hægt að fara í málþóf í 1. umræðu mála. Hver þingmaður getur bara tekið til máls og átt tvær ræður.” Ári áður hafði sami þingmaður orð á því undir störfum þingsins að hún „…ætla ekki að gagnrýna það að fólk fari í ræðu í 1. umræðu í málum. Það er mjög eðlilegt … En það er engin þörf á því að fólk fylli heilar 15 mínútur, margir frá hverjum þingflokki, og fari svo í andsvör við aðra kollega sína í stjórnarandstöðu. Það er einfaldlega málþóf.“ Þar er hún að vísa í þá tísku á síðasta kjörtímabili að taka óþarflega mikið til máls í 1. umræðu og þar með tefja framgang lýðræðisins, í stóra samhenginu, en ekki bara málið sjálft. Fjöldi ræða og andsvara í 1. umræðu frumvarps. Hlutfall milli stjórnar og stjórnarandstöðu eftir löggjafarþingi Frelsi Sjálfstæðisflokksins Þegar tölfræði um fjölda ræða og andsvara er skoðuð um tíu ár aftur í tímann þá má sjá viss þáttaskil á þessu þingi. Það er eðlilegt að flokkar í meirihluta tali meira en flokkar í minnihluta undir 1. umræðu frumvarpa enda þurfa ráðherrar að flytja málin, sem getur tekið allt að hálftíma ásamt andsvörum. Fjöldi ræða í 1. umræðu eftir löggjafarþingi og fjórum þingflokkum: Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Miðflokkurinn og Samfylkingin. Til að gæta sanngirni þá má sjá hér fjölda ræða allt aftur til 143. þings þegar Píratar tóku fyrst sæti á Alþingi. Það þarf engan tölfræðing sem kann að reikna staðalfrávik til þess að sjá að eitthvað gerðist á 156. löggjafarþingi, því sem nú er yfirstandandi. Það hefur átt sér stað skýr og mælanleg breyting. Sjálfstæðisflokkurinn virðist loksins hafa fundið frelsið í minnihluta. Losnað hefur um málbeinið, en alvitað er að þingmenn í stjórnarandstöðu geta sýnt meira kæruleysi með störfum sínum og orðum. Óbreyttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa eflaust þurft að sitja á skoðunum sínum undanfarinn áratug í meirihluta. Það hefur ábyggilega mörgum verið erfitt. Meint málþóf minni hlutans Taka verður tillit til þess að yfirstandandi þing hefur verið afar stutt. Það hófst í byrjun febrúar. Vanalega er þing sett í september og stendur fram á sumar árið eftir. Því hafa verið mun færri þingdagar nú en vanalega. Ástæðan er vitaskuld kosningar í lok árs í fyrra og ríkisstjórnarskipti í kjölfar þeirra. Það er því áhugavert að skoða fjölda ræða á hvern þingfund til að átta sig á þeirri miklu breytingu sem orðið hefur á yfirstandandi þingi, með gömlu valdaflokkana og skilnaðarbarnið þeirra í stjórnarandstöðu. Líkt og sést hér að neðan er ljóst að núverandi stjórnarandstaða hefur, í sögulegu samhengi, verið mjög upptekin í tafarleikjum sínum. Hlutfall ræða í 1. umræðu á fjölda þingfunda milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Í ljósi þess að þingfundadagar hafa verið fáir á þessu þingi er sanngjarnt að skoða dreifingu ræða á milli meiri- og minnihluta þar sem af er þingi og skulum þar aftur miða við 16. júní síðastliðinn, eða alls 62 þingfundi. Slík talnaleikfimi breytir litlu um heildarniðurstöðun: Sitjandi stjórnarandstaða er að setja nýtt Íslandsmet við 1. umræðu í málþófi, tafarleikjum, málbeinslosi, eða hvað annað sem fólk kýs að kalla skipulagðar hindranir á framgangi umræðu með innihaldslausu tali um allt en aðallega ekkert. Stöðva framgang lýðræðisins Fylgni milli fjölda ræða frá Sjálfstæðisflokknum og veru hans í stjórnarandstöðu er óumdeild. Ekki er þó hægt að útiloka að það sé vegna þess að gervigreindin hefur gert rökræður og ræðuskrif aðgengilegri, en það er rannsóknarefni út af fyrir sig. Ef horft er aftur til ársins 2013 þá er augljóst að eðlisbreyting er að eiga sér stað. Málþóf í 1. umræðu frumvarpa er orðin staðreynd. Teflt er á tíma með innihaldslausum ræðum og andsvörum sem þjóna ekki umræðunni heldur draga hana á langinn. Markmiðið er ekki til að tefja það mál sem um ræðir, heldur gegn framgangi lýðræðislegra þingstarfa. Og hvað veldur? Hvað er það sem hefur gerst núna sem hefur ekki átt sér stað síðan á árinu 2013? Svarið er einfalt. Sjálfstæðisflokkurinn er í minnihluta á þingi, og ræður ekki, eitthvað sem virðist vera þeim erfið hlutskipti. Af þeim sökum ber að stöðva framgang lýðræðisins. En, ef litið er á björtu hliðarnar, þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn, rétt eins og léttlestrarhundurinn Lubbi, fundið málbeinið sitt. Höfundur er fyrrverandi þingflokksformaður Pírata og núverandi starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun