25 metrar í Fannborg Hákon Gunnarsson skrifar 24. júní 2025 13:02 Takmörkuð gæði Landrými eru takmörkuð gæði. Lykilatriði í stjórnun sveitarfélaga er að ráðstöfun og úthlutun á landi sé stýrt þannig að íbúar njóti þess fjárhagslega – en ekki síst að skapa aðlaðandi og eftirsóknarvert samfélag. Kópavogsbær seldi 3 lykileignir á besta stað í Miðbæ Kópavogs 10 maí 2018, eða fyrir rúmum 7 árum síðan. Allar tillögur minnihlutans um samkeppni um skipulag á nýjum mannvænum miðbæ voru slegnar út af borðinu. Það fylgir sögunni að bæjarfélagið tók nýseldar eignir að leigu og þegar upp var staðið hafði greidd leiga bæjarfélagsins til nýrra eigenda greitt söluverðið til baka að stórum hluta. Hver er staðan eftir 7 ár? Hún er sú að fyrir liggur deiliskipulag sem reynist vera þannig að það stenst engar faglegar kröfur og fellur ekki einu sinni að byggingareglugerð. Á öllum Norðurlöndunum gilda skýrar reglur um bílastæði fyrir hreyfihamlaða. Þau skulu aldrei vera fjær en 25 metra frá inngangi íbúðar. Þannig var þetta líka á Íslandi. Fyrir einhver ótrúleg mistök þá féll þetta ákvæði út úr íslenskri byggingareglugerð fyrir 9 árum síðan. Nú nýlega breytti Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, byggingarreglugerð og setti inn nýtt ákvæði, eða endurvakti ákvæði sem var, um að bílastæði fyrir hreyfihamlaða skuli vera sem næst aðalinngangi bygginga og aldrei fjær en 25 metrar, líkt og hjá öðrum siðuðum þjóðum. Inga á mikið hrós skilið fyrir að leiðrétta þetta. Það má öllum vera ljóst hvílíkt hagsmunamál það er fyrir hreyfihamlaða að eiga víst bílastæði nálægt innganginum að íbúðinni sinni og eiginlega ótrúlegt að þetta ákvæði hafi ekki verið inni um 9 ára skeið. Þetta ákvæði setur fyrirhugaðar framkvæmdir á Fannborgarreitnum í miðbæ Kópavogs í uppnám. Það verður örugglega flókið, og að öllum líkindum ómögulegt, fyrir byggingaraðilana að fara að þessum reglum. Note bene, þetta eru reglur, ekki tilmæli og reglum ber að fara eftir. Ef allt væri eðlilegt ætti Kópavogsbær og eigendur byggingaréttarins að endurmeta byggingaráformin og aðlaga þau að þeim reglum sem gilda og tryggja að íbúarnir hafi aðgengi að íbúðum sínum. Því miður er ástæða til að óttast að Kópavogsbær ákveði að fara ekki eftir reglum, það hefur gerst áður. Af biturri reynslu leyfi ég mér ekki að vera bjartsýnn á farsæla lausn í þessu máli fyrir íbúana – enda virðist hún ekki vera fyrir hendi miðað við 25 metra regluna. En ég lifi þó í voninni að lóðarrétthafi og meirihlutinn í Kópavogi sjái að sér og taki upp eðlilegt samtal við íbúana og leiti lausna sem standast kröfur um aðgengi og mannbætandi umhverfi. Samfylkingin í Kópavogi og Vinir Kópavogs hafa staðið í fararbroddi í þessari réllætisbaráttu og munu standa með íbúum Fannborgar í þessu máli í framtíðinni sem hingað til. Reyndar er þetta hagsmunamál allra Kópavogsbúa en ekki eingöngu íbúa í Fannborg. Höfundur er innfæddur Kópavogsbúi og er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bænum. Hann á sæti í umhverfis- og skipulagsráði og býr í Fannborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Takmörkuð gæði Landrými eru takmörkuð gæði. Lykilatriði í stjórnun sveitarfélaga er að ráðstöfun og úthlutun á landi sé stýrt þannig að íbúar njóti þess fjárhagslega – en ekki síst að skapa aðlaðandi og eftirsóknarvert samfélag. Kópavogsbær seldi 3 lykileignir á besta stað í Miðbæ Kópavogs 10 maí 2018, eða fyrir rúmum 7 árum síðan. Allar tillögur minnihlutans um samkeppni um skipulag á nýjum mannvænum miðbæ voru slegnar út af borðinu. Það fylgir sögunni að bæjarfélagið tók nýseldar eignir að leigu og þegar upp var staðið hafði greidd leiga bæjarfélagsins til nýrra eigenda greitt söluverðið til baka að stórum hluta. Hver er staðan eftir 7 ár? Hún er sú að fyrir liggur deiliskipulag sem reynist vera þannig að það stenst engar faglegar kröfur og fellur ekki einu sinni að byggingareglugerð. Á öllum Norðurlöndunum gilda skýrar reglur um bílastæði fyrir hreyfihamlaða. Þau skulu aldrei vera fjær en 25 metra frá inngangi íbúðar. Þannig var þetta líka á Íslandi. Fyrir einhver ótrúleg mistök þá féll þetta ákvæði út úr íslenskri byggingareglugerð fyrir 9 árum síðan. Nú nýlega breytti Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, byggingarreglugerð og setti inn nýtt ákvæði, eða endurvakti ákvæði sem var, um að bílastæði fyrir hreyfihamlaða skuli vera sem næst aðalinngangi bygginga og aldrei fjær en 25 metrar, líkt og hjá öðrum siðuðum þjóðum. Inga á mikið hrós skilið fyrir að leiðrétta þetta. Það má öllum vera ljóst hvílíkt hagsmunamál það er fyrir hreyfihamlaða að eiga víst bílastæði nálægt innganginum að íbúðinni sinni og eiginlega ótrúlegt að þetta ákvæði hafi ekki verið inni um 9 ára skeið. Þetta ákvæði setur fyrirhugaðar framkvæmdir á Fannborgarreitnum í miðbæ Kópavogs í uppnám. Það verður örugglega flókið, og að öllum líkindum ómögulegt, fyrir byggingaraðilana að fara að þessum reglum. Note bene, þetta eru reglur, ekki tilmæli og reglum ber að fara eftir. Ef allt væri eðlilegt ætti Kópavogsbær og eigendur byggingaréttarins að endurmeta byggingaráformin og aðlaga þau að þeim reglum sem gilda og tryggja að íbúarnir hafi aðgengi að íbúðum sínum. Því miður er ástæða til að óttast að Kópavogsbær ákveði að fara ekki eftir reglum, það hefur gerst áður. Af biturri reynslu leyfi ég mér ekki að vera bjartsýnn á farsæla lausn í þessu máli fyrir íbúana – enda virðist hún ekki vera fyrir hendi miðað við 25 metra regluna. En ég lifi þó í voninni að lóðarrétthafi og meirihlutinn í Kópavogi sjái að sér og taki upp eðlilegt samtal við íbúana og leiti lausna sem standast kröfur um aðgengi og mannbætandi umhverfi. Samfylkingin í Kópavogi og Vinir Kópavogs hafa staðið í fararbroddi í þessari réllætisbaráttu og munu standa með íbúum Fannborgar í þessu máli í framtíðinni sem hingað til. Reyndar er þetta hagsmunamál allra Kópavogsbúa en ekki eingöngu íbúa í Fannborg. Höfundur er innfæddur Kópavogsbúi og er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bænum. Hann á sæti í umhverfis- og skipulagsráði og býr í Fannborg.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar