„Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Aron Guðmundsson skrifar 24. júní 2025 17:01 Lewis Hamilton hefur farið hægt af stað með liði Ferrari í Formúlu 1 mótaröðinni. Vísir/Getty Toto Wolff, framkvæmdastjóri Formúlu 1 liðs Mercedes, varar fólk við því að efast um getu sjöfalda heimsmeistarann Lewis Hamilton, sem hefur ekki farið vel af stað sem liðsmaður Ferrari í Formúlu 1 mótaröðinni. Nú þegar að tíu keppnishelgar eru búnar á tímabilinu má með sanni segja að þær hafi verið fremur tilþrifalitlar hjá Bretanum í fagur rauða bíl Ferrari. Hann á enn eftir að vinna sér inn sæti á verðlaunapalli í aðalkeppni en gat þó leyft sér að fagna snemma á tímabilinu í Kína er hann bar sigur úr býtum í sprettkeppni. Á sama tíma hefur liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, þrisvar sinnum endað á verðlaunapalli og halað inn tuttugu og fimm stigum meira en Hamilton. Toto og Hamilton áttu afar farsælt samstarf hjá liði Mercedes áður en að Hamilton skipti yfir til Ferrari, samstarfið skilaði fjölmörgum heimsmeistaratitlum bæði í flokki ökuþóra sem og bílasmiða. Toto varar fólk við því að efast um getu hins fjörutíu ára gamla Hamilton, það sé ekkert óeðlilegt við að það taki hann tíma að venjast nýju umhverfi hjá Ferrari. „Þú hættir bara ekki að kunna keyra sí svona,“ segir Toto í samtali við Bloomberg. „Hann var frábær árið 2021, svo tóku við reglubreytingar og þær gerðu honum erfitt fyrir en hann var enn að skila frammistöðu í hæsta gæðaflokki. Bara það að skipta svo um lið tekur ekki frá þér hæfileika. Það þurfa allir smá aðlögunartímabil, það þarf að venjast nýjum bíl og liði og færast svo meira í þá átt að þróa bílinn á þann veg að hann henti akstursstíl þínum betur. Þetta er ítalskt lið út í gegn, þarna kemur inn breskur ökuþór. Þetta tekur allt sinn tíma.“ Toto bendir svo á þá staðreynd að yfirleitt hafi Hamilton staðið sig betur þegar komið er fram á seinni hluta hvers tímabils. „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton.“ Næsta keppnishelgi í Formúlu 1 mótaröðinni fer fram í Austurríki um komandi helgi. Sýnt er beint frá öllum dögum keppnishelgarinnar á Sýn Sport Viaplay rásinni. Akstursíþróttir Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Nú þegar að tíu keppnishelgar eru búnar á tímabilinu má með sanni segja að þær hafi verið fremur tilþrifalitlar hjá Bretanum í fagur rauða bíl Ferrari. Hann á enn eftir að vinna sér inn sæti á verðlaunapalli í aðalkeppni en gat þó leyft sér að fagna snemma á tímabilinu í Kína er hann bar sigur úr býtum í sprettkeppni. Á sama tíma hefur liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, þrisvar sinnum endað á verðlaunapalli og halað inn tuttugu og fimm stigum meira en Hamilton. Toto og Hamilton áttu afar farsælt samstarf hjá liði Mercedes áður en að Hamilton skipti yfir til Ferrari, samstarfið skilaði fjölmörgum heimsmeistaratitlum bæði í flokki ökuþóra sem og bílasmiða. Toto varar fólk við því að efast um getu hins fjörutíu ára gamla Hamilton, það sé ekkert óeðlilegt við að það taki hann tíma að venjast nýju umhverfi hjá Ferrari. „Þú hættir bara ekki að kunna keyra sí svona,“ segir Toto í samtali við Bloomberg. „Hann var frábær árið 2021, svo tóku við reglubreytingar og þær gerðu honum erfitt fyrir en hann var enn að skila frammistöðu í hæsta gæðaflokki. Bara það að skipta svo um lið tekur ekki frá þér hæfileika. Það þurfa allir smá aðlögunartímabil, það þarf að venjast nýjum bíl og liði og færast svo meira í þá átt að þróa bílinn á þann veg að hann henti akstursstíl þínum betur. Þetta er ítalskt lið út í gegn, þarna kemur inn breskur ökuþór. Þetta tekur allt sinn tíma.“ Toto bendir svo á þá staðreynd að yfirleitt hafi Hamilton staðið sig betur þegar komið er fram á seinni hluta hvers tímabils. „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton.“ Næsta keppnishelgi í Formúlu 1 mótaröðinni fer fram í Austurríki um komandi helgi. Sýnt er beint frá öllum dögum keppnishelgarinnar á Sýn Sport Viaplay rásinni.
Akstursíþróttir Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira