Átök í Miðausturlöndum: „Erfitt að meta hvað er í raun og veru í gangi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júní 2025 21:16 Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur í Íran, er 86 ára gamall en stjórn hans hefur verið afar óvinsæl heima fyrir, og reyndar víðar, í nokkra áratugi. AP Stjórnvöld í Íran og Ísrael hafa sakað hvort annað um brot á vopnahléi í dag en mikil óvissa ríkir um hvort vopnahlé muni halda. Öllum yfirlýsingum stjórnvalda í Íran, Ísrael og í Bandaríkjunum ber að taka með miklum fyrirvara að sögn prófessors. Útlit var fyrir það í morgun að Íranar og Ísraelar hefuð fallist á vopnahléstillögu Bandaríkjanna, en ekki leið á löngu þar til báðir aðilar höfðu sakað hvern annan um brot á vopnahléi með áframhaldandi árásum, og það við litla kátínu Bandaríkjaforseta. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor við Williams Collage, segir mörgum spurningum ósvarað um þá stöðu sem er uppi. „Þetta er sífellt að breytast og staðan er bara mjög flókin og erfitt að virkilega meta hvað er í raun og veru í gangi. Hvort þetta sé komið að tímabundnu vopnahléi er erfitt að segja til um. En þetta hefur verið mjög einkennandi fyrir þetta stríð núna, er að það er mjög erfitt að fá upplýsingar um hvað er í raun og veru að gerast,“ segir Magnús. Í grunninn sé með þessu ekki búið að leysa nein vandamál. Hvort sem það sé að leysa úr samskiptum Ísraela og Írana, koma í veg fyrir Íranar eignist kjarnorkuvopn, stuðla að stjórnarskiptum í Íran né koma í veg fyrir útþenslu stríðs. Svo virðist sem að einhverju leyti sé um táknrænar aðgerðir Írana, Ísraela og Bandaríkjanna að ræða að sögn Magnúsar. Öll vilji þessi ríki láta líta út fyrir að þau séu að gera eitthvað sem varðar hagsmuni sinnar þjóðar. „Þess vegna verðum við eiginlega bara að bíða og sjá hvað gerist á næstu dögum, og þess vegna verðum við að taka öllum yfirlýsingum, hvort sem um er að ræða frá Bandaríkjaforseta, frá Íransstjórn eða Ísraelsstjórn, með mjög miklum fyrirvara, af því að öll þessi lönd eru að reyna að stýra söguþræðinum og reyna kannski að við fáum ekki að sjá hvað er að gerast,“ segir Magnús. Ríkjandi þjóðernishyggja í báðum ríkjum Ekki megi heldur vanmeta þjóðernishyggjuna sem sé ríkjandi í Íran og í Ísrael. „Ísraelar upp til hópa styðja þessa árásir á Íran og Íranar eru upp til hópa, þó svo að þeir séu ósammála ríkisstjórninni, eru núna að styðja sig á bakvið ríkisstjórnina til þess að halda uppi vörnum gegn árásum erlendra ríkja,“ segir Magnús. Magnús Þorkell Bernharðsson er prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Massachussets í BandaríkjunumVísir/HAG Þannig maður veit ekki hvort það sé búið að opna fyrir einhverja gátt sem núna sé erfitt að hafa hömlur á og hvað gerist þar af leiðandi næst. Eru þeir búnir að búa til eitthvað nýtt skrímsli sem erfitt er fyrir þessar ríkisstjórnir núna að kontrólera að einhverju leyti.“ Enginn augljós arftaki æðstaklerksins sem nálgast nírætt Hvað varðar stöðu klerkastjórnarinnar í Íran segir Magnús vert að hafa í huga að Khamenei, æðstiklerkur Íran er orðinn 86 ára gamall ekki sé augljóst hver verði eftirmaður hans. „Það sem vakir fyrir stjórnaraðilum í Íran og hefur alltaf gert, það er númer eitt, tvö og þrjú hjá þeim, er að halda áfram völdum. Þannig ef að það verður einhver breyting á stjórnarfari, þá held ég að það verði bara eitthvað breytt til á taflborðinu og þar af leiðandi sé ég ekki fram á að það verði umtalsverð breyting á þessari stjórn, og sérstaklega ekki í miðju stríði,“ segir Magnús. Iraq Iran Israel Mideast Wars Mótmælendur báru myndir af Ali Khamenei, æðstaklerki Íran, við íranska sendiráðið í Bagdad í Írak í dag og fögnuðu vopnahléi.AP/Hadi Mizban Stjórnvöld hafi hins vegar verið mjög óvinsæl í Íran síðustu þrjátíu ár. „Það er búinn að vera óróleiki, mótmæli, í Íran síðastliðin 25 ár með umtalsverðum hætti. En þessi ríkisstjórn er með meiri en níu líf þannig það er ólíklegt að eitthvað gerist drastískt hvað það varðar, og sérstaklega ekki núna þegar hún getur lýst yfir ákveðnum sigri af því þeir náðu að verja sér undan árásum Ísrael annars vegar og sérstaklega frá Bandaríkjunum hins vegar. Þannig að einhverju leyti má kannski segja að þetta hafi styrkt, ef eitthvað er, frekar heldur en veikt ríkisstjórn Íran. Alla veganna tímabundið.“ Það sem einnig veki spurningar núna er tímasetningin. „Af hverju núna og hvort að þetta stríð og aðferðirnar sem beitt var og er verið er að beita, hvort að þær séu líklegar til að ná þeim árangri sem upp var lagt með. Það er að segja að binda endi á kjarnorkuáætlun Írana, að koma á stjórnarskiptum í landinu, og það er ekki ljóst hvort að þetta sé leiðin til að ná þeim árangri,“ segir Magnús. Íran Bandaríkin Ísrael Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Sjá meira
Útlit var fyrir það í morgun að Íranar og Ísraelar hefuð fallist á vopnahléstillögu Bandaríkjanna, en ekki leið á löngu þar til báðir aðilar höfðu sakað hvern annan um brot á vopnahléi með áframhaldandi árásum, og það við litla kátínu Bandaríkjaforseta. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor við Williams Collage, segir mörgum spurningum ósvarað um þá stöðu sem er uppi. „Þetta er sífellt að breytast og staðan er bara mjög flókin og erfitt að virkilega meta hvað er í raun og veru í gangi. Hvort þetta sé komið að tímabundnu vopnahléi er erfitt að segja til um. En þetta hefur verið mjög einkennandi fyrir þetta stríð núna, er að það er mjög erfitt að fá upplýsingar um hvað er í raun og veru að gerast,“ segir Magnús. Í grunninn sé með þessu ekki búið að leysa nein vandamál. Hvort sem það sé að leysa úr samskiptum Ísraela og Írana, koma í veg fyrir Íranar eignist kjarnorkuvopn, stuðla að stjórnarskiptum í Íran né koma í veg fyrir útþenslu stríðs. Svo virðist sem að einhverju leyti sé um táknrænar aðgerðir Írana, Ísraela og Bandaríkjanna að ræða að sögn Magnúsar. Öll vilji þessi ríki láta líta út fyrir að þau séu að gera eitthvað sem varðar hagsmuni sinnar þjóðar. „Þess vegna verðum við eiginlega bara að bíða og sjá hvað gerist á næstu dögum, og þess vegna verðum við að taka öllum yfirlýsingum, hvort sem um er að ræða frá Bandaríkjaforseta, frá Íransstjórn eða Ísraelsstjórn, með mjög miklum fyrirvara, af því að öll þessi lönd eru að reyna að stýra söguþræðinum og reyna kannski að við fáum ekki að sjá hvað er að gerast,“ segir Magnús. Ríkjandi þjóðernishyggja í báðum ríkjum Ekki megi heldur vanmeta þjóðernishyggjuna sem sé ríkjandi í Íran og í Ísrael. „Ísraelar upp til hópa styðja þessa árásir á Íran og Íranar eru upp til hópa, þó svo að þeir séu ósammála ríkisstjórninni, eru núna að styðja sig á bakvið ríkisstjórnina til þess að halda uppi vörnum gegn árásum erlendra ríkja,“ segir Magnús. Magnús Þorkell Bernharðsson er prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Massachussets í BandaríkjunumVísir/HAG Þannig maður veit ekki hvort það sé búið að opna fyrir einhverja gátt sem núna sé erfitt að hafa hömlur á og hvað gerist þar af leiðandi næst. Eru þeir búnir að búa til eitthvað nýtt skrímsli sem erfitt er fyrir þessar ríkisstjórnir núna að kontrólera að einhverju leyti.“ Enginn augljós arftaki æðstaklerksins sem nálgast nírætt Hvað varðar stöðu klerkastjórnarinnar í Íran segir Magnús vert að hafa í huga að Khamenei, æðstiklerkur Íran er orðinn 86 ára gamall ekki sé augljóst hver verði eftirmaður hans. „Það sem vakir fyrir stjórnaraðilum í Íran og hefur alltaf gert, það er númer eitt, tvö og þrjú hjá þeim, er að halda áfram völdum. Þannig ef að það verður einhver breyting á stjórnarfari, þá held ég að það verði bara eitthvað breytt til á taflborðinu og þar af leiðandi sé ég ekki fram á að það verði umtalsverð breyting á þessari stjórn, og sérstaklega ekki í miðju stríði,“ segir Magnús. Iraq Iran Israel Mideast Wars Mótmælendur báru myndir af Ali Khamenei, æðstaklerki Íran, við íranska sendiráðið í Bagdad í Írak í dag og fögnuðu vopnahléi.AP/Hadi Mizban Stjórnvöld hafi hins vegar verið mjög óvinsæl í Íran síðustu þrjátíu ár. „Það er búinn að vera óróleiki, mótmæli, í Íran síðastliðin 25 ár með umtalsverðum hætti. En þessi ríkisstjórn er með meiri en níu líf þannig það er ólíklegt að eitthvað gerist drastískt hvað það varðar, og sérstaklega ekki núna þegar hún getur lýst yfir ákveðnum sigri af því þeir náðu að verja sér undan árásum Ísrael annars vegar og sérstaklega frá Bandaríkjunum hins vegar. Þannig að einhverju leyti má kannski segja að þetta hafi styrkt, ef eitthvað er, frekar heldur en veikt ríkisstjórn Íran. Alla veganna tímabundið.“ Það sem einnig veki spurningar núna er tímasetningin. „Af hverju núna og hvort að þetta stríð og aðferðirnar sem beitt var og er verið er að beita, hvort að þær séu líklegar til að ná þeim árangri sem upp var lagt með. Það er að segja að binda endi á kjarnorkuáætlun Írana, að koma á stjórnarskiptum í landinu, og það er ekki ljóst hvort að þetta sé leiðin til að ná þeim árangri,“ segir Magnús.
Íran Bandaríkin Ísrael Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Sjá meira