Sjúkratryggingar fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júní 2025 11:33 Sjúkratryggingar segjast taka undir ábendingar Ríkisendurskoðunar í meginatriðum. Vísir/Egill Sjúkratryggingar fagna ábendingum Ríkisendurskoðunar og segjast í meginatriðum vera sammála áherslum og ábendingum sem fram koma í nýrri stjórnsýsluúttekt þar sem gerðar eru athugasemdir við samningsferli Sjúkratrygginga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna og fleira. Í skýrslunni er það gagnrýnt að engar kostnaðar- og þarfagreiningar hafi verið gerðar í aðdraganda samnings við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna og að nægjanlegt eftirlit sé ekki tryggt með innheimtunni. Þetta geti falið í sér hvata til að veita þjónustu óháð raunverulegri þörf og hagsmunum heilbrigðisþjónustunnar. Fjallað er ítarlega um innihald skýrslu Ríkisendurskoðunar í greininni hér að neðan. Kostnaður Sjúkratrygginga vegna samnings við sérgreinalækna nam 13,3 milljörðum króna árið 2024. Sá er þriðji kostnaðarsamasti samningur Sjúkratrygginga, á eftir samningi við Landspítalann um þjónustutengda fjármögnun og samningi við hjúkrunarheimili. Greiningargeta stofnunarinnar efld undanfarið Sjúkratryggingar bregðast við skýrslunni í yfirlýsingu þar sem fram kemur meðal annars að Sjúkratryggingar hafi undanfarið ár unnið að því að efla svið samninga og samhæfingar. „Samhliða því hafa verið skilgreindar nákvæmari starfslýsingar, lykilmálaflokkar og ábyrgðarsvið, sem skapa skýra verkaskiptingu og efla innra samstarf. Með þessu hefur tekist að byggja upp sterk þverfagleg samningateymi þar sem fjölbreytt sérfræðiþekking fagsviða stofnunarinnar er nýtt við undirbúning og vinnslu samninga. Ljóst er þó að enn þarf að styrkja samningsgerð stofnunarinnar, bæði með því að fjölga sérfræðingum og með því að þróa aðferðafræði samninga og innkaupa með markvissum hætti. Þar skiptir miklu máli að á komist aukinn skýrleiki varðandi samspil laga um sjúkratryggingar og laga um opinber innkaup,“ segir í yfirlýsingu Sjúkratrygginga. Þá taka þær einnig undir sjónarmið Ríkisendurskoðunar hvað greiningar varða á samningum. Greiningargeta stofnunarinnar hafi verið efld á undanförnum árum með innleiðingu gagnavöruhúss, stofnun sérstakrar hagdeildar og ítarlegri undirbúningi fyrir samningsgerð. „Ljóst er að efla þarf bæði kostnaðargreiningu og þarfagreiningu en slíkt er viðamikið verkefni sem stofnunin hefur ekki haft nægilega sterkar fjárhagslegar forsendur til að vinna með fullnægjandi hætti. Ástæða er þó til að draga fram að í aðdraganda samningsgerðar og meðan á samningsgerð stendur er unnin viðamikil greiningarvinna sem nýtist vel en þó er nauðsynlegt að styrkja enn frekar greiningargetu stofnunarinnar,“ segja Sjúkratryggingar. Sveigjanleiki nauðsynlegur í innkaupum Í yfirlýsingunni er einnig komið inn á að skýrari og formlegri umgjörð þurfi að koma upp við innkaupaferla. Þó er sagt að mikilvægt sé að stofnunin hafi ákveðinn sveigjanleika í vali á innkaupaferlum í ljósi eðlis þeirrar þjónustu sem Sjúkratryggingar bera ábyrgð á. Sjúkratryggingar taka jafnframt undir að efla þurfi eftirlit með kostnaði við samninga. Þær búi yfir ítarlegum gögnum um flesta stærri samninga fylgst sé vel með þróun kostnaðar allra samninga og lagðar fram tillögur um aðgerðir ef þróun kostnaðar er umfram forsendur. „Hins vegar er ljóst að efla þarf getu stofnunarinnar til ítarlegri greininga á kostnaði. Mikil tækifæri eru til að auka og dýpka kostnaðareftirlit en slíkt eftirlit kallar á vandaða kostnaðargreiningu,“ segir í yfirlýsingu Sjúkratrygginga. Þær segja ljóst að byggja þurfi enn frekar undir getu Sjúkratrygginga til að sinna kostnaðargreiningu og eftirliti og tryggja að gögn og greiningarhæfni séu til staðar í ríkari mæli en nú er. Þá kemur fram að Sjúkratryggingar standi nú í heildstæðri endurskoðun á öllu fyrirkomulagi bæði ytra og innra eftirlits hjá stofnuninni. Unnið sé að því að efla reglubundna eftirfylgni með samningum og innleiða áhættumiðað og gagnadrifið eftirlit. „Nú þegar hefur verið gert áhættumat vegna helstu málaflokka sem Sjúkratryggingar hafa umsjón með. Þá er unnið að áhættumati fyrir einstaka samninga og greiðslur og jafnframt hafa verið útbúnar nýjar verklagsreglur fyrir eftirlitið. Þá hafa verið stofnuð sérstök eftirlitsteymi vegna helstu málaflokka,“ segja Sjúkratryggingar. Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Ríkisendurskoðun Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Sjá meira
Í skýrslunni er það gagnrýnt að engar kostnaðar- og þarfagreiningar hafi verið gerðar í aðdraganda samnings við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna og að nægjanlegt eftirlit sé ekki tryggt með innheimtunni. Þetta geti falið í sér hvata til að veita þjónustu óháð raunverulegri þörf og hagsmunum heilbrigðisþjónustunnar. Fjallað er ítarlega um innihald skýrslu Ríkisendurskoðunar í greininni hér að neðan. Kostnaður Sjúkratrygginga vegna samnings við sérgreinalækna nam 13,3 milljörðum króna árið 2024. Sá er þriðji kostnaðarsamasti samningur Sjúkratrygginga, á eftir samningi við Landspítalann um þjónustutengda fjármögnun og samningi við hjúkrunarheimili. Greiningargeta stofnunarinnar efld undanfarið Sjúkratryggingar bregðast við skýrslunni í yfirlýsingu þar sem fram kemur meðal annars að Sjúkratryggingar hafi undanfarið ár unnið að því að efla svið samninga og samhæfingar. „Samhliða því hafa verið skilgreindar nákvæmari starfslýsingar, lykilmálaflokkar og ábyrgðarsvið, sem skapa skýra verkaskiptingu og efla innra samstarf. Með þessu hefur tekist að byggja upp sterk þverfagleg samningateymi þar sem fjölbreytt sérfræðiþekking fagsviða stofnunarinnar er nýtt við undirbúning og vinnslu samninga. Ljóst er þó að enn þarf að styrkja samningsgerð stofnunarinnar, bæði með því að fjölga sérfræðingum og með því að þróa aðferðafræði samninga og innkaupa með markvissum hætti. Þar skiptir miklu máli að á komist aukinn skýrleiki varðandi samspil laga um sjúkratryggingar og laga um opinber innkaup,“ segir í yfirlýsingu Sjúkratrygginga. Þá taka þær einnig undir sjónarmið Ríkisendurskoðunar hvað greiningar varða á samningum. Greiningargeta stofnunarinnar hafi verið efld á undanförnum árum með innleiðingu gagnavöruhúss, stofnun sérstakrar hagdeildar og ítarlegri undirbúningi fyrir samningsgerð. „Ljóst er að efla þarf bæði kostnaðargreiningu og þarfagreiningu en slíkt er viðamikið verkefni sem stofnunin hefur ekki haft nægilega sterkar fjárhagslegar forsendur til að vinna með fullnægjandi hætti. Ástæða er þó til að draga fram að í aðdraganda samningsgerðar og meðan á samningsgerð stendur er unnin viðamikil greiningarvinna sem nýtist vel en þó er nauðsynlegt að styrkja enn frekar greiningargetu stofnunarinnar,“ segja Sjúkratryggingar. Sveigjanleiki nauðsynlegur í innkaupum Í yfirlýsingunni er einnig komið inn á að skýrari og formlegri umgjörð þurfi að koma upp við innkaupaferla. Þó er sagt að mikilvægt sé að stofnunin hafi ákveðinn sveigjanleika í vali á innkaupaferlum í ljósi eðlis þeirrar þjónustu sem Sjúkratryggingar bera ábyrgð á. Sjúkratryggingar taka jafnframt undir að efla þurfi eftirlit með kostnaði við samninga. Þær búi yfir ítarlegum gögnum um flesta stærri samninga fylgst sé vel með þróun kostnaðar allra samninga og lagðar fram tillögur um aðgerðir ef þróun kostnaðar er umfram forsendur. „Hins vegar er ljóst að efla þarf getu stofnunarinnar til ítarlegri greininga á kostnaði. Mikil tækifæri eru til að auka og dýpka kostnaðareftirlit en slíkt eftirlit kallar á vandaða kostnaðargreiningu,“ segir í yfirlýsingu Sjúkratrygginga. Þær segja ljóst að byggja þurfi enn frekar undir getu Sjúkratrygginga til að sinna kostnaðargreiningu og eftirliti og tryggja að gögn og greiningarhæfni séu til staðar í ríkari mæli en nú er. Þá kemur fram að Sjúkratryggingar standi nú í heildstæðri endurskoðun á öllu fyrirkomulagi bæði ytra og innra eftirlits hjá stofnuninni. Unnið sé að því að efla reglubundna eftirfylgni með samningum og innleiða áhættumiðað og gagnadrifið eftirlit. „Nú þegar hefur verið gert áhættumat vegna helstu málaflokka sem Sjúkratryggingar hafa umsjón með. Þá er unnið að áhættumati fyrir einstaka samninga og greiðslur og jafnframt hafa verið útbúnar nýjar verklagsreglur fyrir eftirlitið. Þá hafa verið stofnuð sérstök eftirlitsteymi vegna helstu málaflokka,“ segja Sjúkratryggingar.
Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Ríkisendurskoðun Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“