Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Agnar Már Másson skrifar 25. júní 2025 19:16 Selensky upplýsir Trump um stöðu mála í Úkraínu á fund þeirra í Haag í dag. Getty/Anadolu Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að láta Úkraínumenn fá fleiri háþróuð loftvarnarkerfi af gerðinni Patriot. Samt er óljóst hvort hann vilji selja þeim hergögnin eða gefa þau. Trump sat blaðamannafund með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á hliðarlínum leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem var haldinn í dag. Blaðamannafundurinn var tæp klukkustund að lengd. Bandaríkjaforseti tjáði þar úkraínska starfsbróður sínum að hann íhugaði að senda fleiri Patriot-loftvarnarkerfi til Úkraínu þar sem árásir Rússa hafa færst í aukana. Það er þó ekki ljóst hvort Trump íhugi að gefa Úkraínumönnum loftvarnarkerfin eða selja þau. „Við ætlum að sjá hvort við getum gert nokkur [kerfi] aðgengileg,“ sagði Trump á blaðamannafundinum í Haag í dag. Trump varaði við því að Patriot-kerfin, sem Selenskí stakk upp á að kaupa í apríl, væru „mjög erfið að fá“ og í takmörkuðu framboði, sérstaklega þar sem Bandaríkin séu þegar að útvega Ísraelsmönnum slík kerfi. Patriot-kerfið er víðast hvar talið heimsins besta loftvarnarkerfið þegar kemur að því að verjast langdrægum eldflaugum, stýriflaugum og jafnvel flugvélum Síðasta haust samþykkti forveri Trumps, Joe Biden, að senda Úkraínuher fleiri Patriot-kerfi meðal annars. En Trump hefur hingað til ekki reynst eins gjafmildur Úkraínumönnum og forveri sinn. Selenskí skrifaði í yfirlýsingu að fundurinn með Trump hefði verið „þýðingarmikill“ og að þeir hefðu rætt mögulegt vopnahlé. En hvorki hann né Hvíta húsið hafa gefið upp upplýsingar um hvort fundurinn myndi leiða til frekari stuðnings Bandaríkjamanna við Úkraínu, að því er New York Times greina frá. Selenskí á í flóknu sambandi við Bandaríkjaforseta, einkum eftir heimsókn sína í Hvíta húsið í febrúar, þar sem hann átti að undirrita tímamótasamning um aðgengi Bandaríkjamanna að jarðmálmum í Úkraínu. Sá fundur fór fljótt úr böndunum þegar Trump og J.D. Vance varaforseti helltu sér yfir Úkraínumanninn, eins og frægt er nú orðið, og sögðu han vanþakklátan fyrir stuðninginn úr vesturheimi. Trump og Selenskí hittust ekki aftur fyrr en tveimur mánuðum síðar í útför Frans páfa í apríl. Donald Trump Úkraína NATO Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Trump sat blaðamannafund með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á hliðarlínum leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem var haldinn í dag. Blaðamannafundurinn var tæp klukkustund að lengd. Bandaríkjaforseti tjáði þar úkraínska starfsbróður sínum að hann íhugaði að senda fleiri Patriot-loftvarnarkerfi til Úkraínu þar sem árásir Rússa hafa færst í aukana. Það er þó ekki ljóst hvort Trump íhugi að gefa Úkraínumönnum loftvarnarkerfin eða selja þau. „Við ætlum að sjá hvort við getum gert nokkur [kerfi] aðgengileg,“ sagði Trump á blaðamannafundinum í Haag í dag. Trump varaði við því að Patriot-kerfin, sem Selenskí stakk upp á að kaupa í apríl, væru „mjög erfið að fá“ og í takmörkuðu framboði, sérstaklega þar sem Bandaríkin séu þegar að útvega Ísraelsmönnum slík kerfi. Patriot-kerfið er víðast hvar talið heimsins besta loftvarnarkerfið þegar kemur að því að verjast langdrægum eldflaugum, stýriflaugum og jafnvel flugvélum Síðasta haust samþykkti forveri Trumps, Joe Biden, að senda Úkraínuher fleiri Patriot-kerfi meðal annars. En Trump hefur hingað til ekki reynst eins gjafmildur Úkraínumönnum og forveri sinn. Selenskí skrifaði í yfirlýsingu að fundurinn með Trump hefði verið „þýðingarmikill“ og að þeir hefðu rætt mögulegt vopnahlé. En hvorki hann né Hvíta húsið hafa gefið upp upplýsingar um hvort fundurinn myndi leiða til frekari stuðnings Bandaríkjamanna við Úkraínu, að því er New York Times greina frá. Selenskí á í flóknu sambandi við Bandaríkjaforseta, einkum eftir heimsókn sína í Hvíta húsið í febrúar, þar sem hann átti að undirrita tímamótasamning um aðgengi Bandaríkjamanna að jarðmálmum í Úkraínu. Sá fundur fór fljótt úr böndunum þegar Trump og J.D. Vance varaforseti helltu sér yfir Úkraínumanninn, eins og frægt er nú orðið, og sögðu han vanþakklátan fyrir stuðninginn úr vesturheimi. Trump og Selenskí hittust ekki aftur fyrr en tveimur mánuðum síðar í útför Frans páfa í apríl.
Donald Trump Úkraína NATO Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira