Hætta þátttöku í alþjóðlegu bólusetningarsamstarfi fyrir börn Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2025 13:15 Slagorð Roberts F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, er að gera „Bandaríkin heilbrigði aftur“. Fyrir honum þýðir það meðal annars að gera börn aftur berskjölduð fyrir ýmsum hættulegum smitsjúkdómum eins og mislingum sem hafði verið útrýmt með bólusetningum. AP/Morry Gash Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur afneitari læknavísinda hélt reiðilestur yfir þátttakendum á fundi alþjóðlegs samstarfsverkefnis um bólusetningar barna í gær. Þar tilkynnti hann að Bandaríkin ætluðu að hætta að styrkja bólusetningarnar sem hafa bjargað milljónum mannslífa. Gavi er samstarfsverkefni opinberra aðila og einkaaðila sem hefur greitt fyrir bólusetningarherferðir fyrir börn um allan heim. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankinn og Gates-sjóðurinn eru á meðal þeirra sem taka þátt í því. Bandaríkjastjórn hefur lagt milljarða dollara til samstarfsins á undanförnum árum en það er talið hafa bjargað um átján milljónum mannslífa. Fyrri ríkisstjórn Joes Biden hét Gavi milljarði dollara fram til ársins 2030. Þegar Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ávarpaði fund Gavi í Brussel í myndskilaboðum á miðvikudag jós hann úr skálum reiði sinnar og sakaði samtökin um að hafa „hunsað vísindi“ og glatað trausti almennings. Bandaríkin ætluðu ekki að styrkja samtökin frekar. Sakaði hann Gavi ennfremur um að hafa þaggað niður í gagnrýnisröddum um bóluefni gegn Covid-19 á samfélagsmiðlum í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Kennedy er ein helsti boðberi samsæriskenninga um bóluefnin sem voru þróuð í heimsfaraldrinum. Bretar gefa milljarða Gavi brást við yfirlýsingum Kennedy með tilkynningu þar sem samtökin sögðu að það byggði ákvarðanir um hvaða bóluefni þau keyptu á ráðleggingum sérfræðinga Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í bólusetningum. „Þetta tryggir að fjárfestingar Gavi byggist á bestu vísindum sem liggja fyrir og með lýðheilsu í öndvegi,“ sagði í tilkynningunni. Bresk stjórnvöld tilkynntu sama dag og Kennedy las yfir fundargestum Gavi að þau ætluðu að leggja 1,7 milljarða dollara til samstarfsins á milli 2026 og 2030. Það fé hjálpaði til við að verja um hálfan milljarð barna í sumum snauðustu ríkjum heims fyrir sjúkdómum eins og heilahimnubólgu, kóleru og mislingum. Byggir á löngu hröktum ósannindum um bóluefni Kennedy hefur helgað sig baráttu gegn bóluefnum en andstöðuna gegn þeim byggir hann á samsæriskenningum og löngu hröktum fullyrðingum um meinta skaðsemi þeirra. Þrátt fyrir það var hann skipaður heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum. Hann rak nýlega ráðgjafaráð Bandaríkjastjórnar um bólusetningar á einu bretti. Ráðið fundar í dag þrátt fyrir að aðeins hluti þess hafi verið skipaður síðan. Læknar og heilbrigðisvísindamenn hafa varað við því að fulltrúar sem Kennedy hefur skipað séu ekki sérfræðingar og hafi fordóma um bóluefni sem þeir eiga að ráðleggja stjórnvöldum um. Ráðgjafanefndin segist ætla að endurskoða bólusetningaáætlun bandarískra barna og bóluefni sem hafa þegar fengið opinbert samþykki. Bandaríkin Bólusetningar Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Gavi er samstarfsverkefni opinberra aðila og einkaaðila sem hefur greitt fyrir bólusetningarherferðir fyrir börn um allan heim. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankinn og Gates-sjóðurinn eru á meðal þeirra sem taka þátt í því. Bandaríkjastjórn hefur lagt milljarða dollara til samstarfsins á undanförnum árum en það er talið hafa bjargað um átján milljónum mannslífa. Fyrri ríkisstjórn Joes Biden hét Gavi milljarði dollara fram til ársins 2030. Þegar Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ávarpaði fund Gavi í Brussel í myndskilaboðum á miðvikudag jós hann úr skálum reiði sinnar og sakaði samtökin um að hafa „hunsað vísindi“ og glatað trausti almennings. Bandaríkin ætluðu ekki að styrkja samtökin frekar. Sakaði hann Gavi ennfremur um að hafa þaggað niður í gagnrýnisröddum um bóluefni gegn Covid-19 á samfélagsmiðlum í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Kennedy er ein helsti boðberi samsæriskenninga um bóluefnin sem voru þróuð í heimsfaraldrinum. Bretar gefa milljarða Gavi brást við yfirlýsingum Kennedy með tilkynningu þar sem samtökin sögðu að það byggði ákvarðanir um hvaða bóluefni þau keyptu á ráðleggingum sérfræðinga Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í bólusetningum. „Þetta tryggir að fjárfestingar Gavi byggist á bestu vísindum sem liggja fyrir og með lýðheilsu í öndvegi,“ sagði í tilkynningunni. Bresk stjórnvöld tilkynntu sama dag og Kennedy las yfir fundargestum Gavi að þau ætluðu að leggja 1,7 milljarða dollara til samstarfsins á milli 2026 og 2030. Það fé hjálpaði til við að verja um hálfan milljarð barna í sumum snauðustu ríkjum heims fyrir sjúkdómum eins og heilahimnubólgu, kóleru og mislingum. Byggir á löngu hröktum ósannindum um bóluefni Kennedy hefur helgað sig baráttu gegn bóluefnum en andstöðuna gegn þeim byggir hann á samsæriskenningum og löngu hröktum fullyrðingum um meinta skaðsemi þeirra. Þrátt fyrir það var hann skipaður heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum. Hann rak nýlega ráðgjafaráð Bandaríkjastjórnar um bólusetningar á einu bretti. Ráðið fundar í dag þrátt fyrir að aðeins hluti þess hafi verið skipaður síðan. Læknar og heilbrigðisvísindamenn hafa varað við því að fulltrúar sem Kennedy hefur skipað séu ekki sérfræðingar og hafi fordóma um bóluefni sem þeir eiga að ráðleggja stjórnvöldum um. Ráðgjafanefndin segist ætla að endurskoða bólusetningaáætlun bandarískra barna og bóluefni sem hafa þegar fengið opinbert samþykki.
Bandaríkin Bólusetningar Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira