Augnablikið Magnús Jóhann Hjartarson skrifar 27. júní 2025 06:30 Lífið er fullt af litlum augnablikum sem maður reynir að grípa en svo líða þau hjá. Það er búið að vera markmið mitt árið 2025 að reyna vera meira viðstaddur dags daglega á líðandi stundu. Hefur það alls ekki verið létt en sjúklega gefandi á sama tíma. Það þekkja nú allir að eiga tímabil þar sem vinnan er númer eitt og svo líða 2-3 mánuðir og allt í einu lítur maður til baka og hugsar; Hvað er ég búinn að vera gera allan þennan tíma ? Er ég búinn að vera ná markmiðum mínum ? Hvernig hefur mér liðið ? Er þetta það sem ég vil verja mínum tíma í ? Þetta þekkja allir. Þannig var markmiðið mitt að reyna staldra við sem oftast og upplifa fleiri augnablik á hverjum degi. Það þýddi þá að reyna sleppa tökunum á því að hugsa alltaf um framtíðina, fortíðina og hætta að dæma hugsanir sínar og líðan. Þess í stað að vera heill til staðar á hverjum tíma full meðvitaður um augnablikið sem nú líður. Það er einfaldara sagt en gert. Því það er svo mikið af hlutum í lífinu sem vilja taka athygli manns í burtu frá líðandi stundu. Vinna, síminn, vinir, skipulag, stór verkefni og maður sjálfur. Einfaldast fyrir mér var að ýta ytri hlutum í burtu en erfiðast var að takast á við sjálfan sig. Því lífið er jú ekki alltaf dans á rósum eins og flestir vita. Þau tímabil eru erfið og taka á. Sérstaklega þegar manni sjálfum líður ekki vel. En þar liggur fegurðin. Það er akkúrat æfingin. Að dæma ekki sjálfan sig og tilfinningar sínar. Að reyna taka eftir, skilja og sýna því jafnvel ást og umhyggju hvernig maður er og hvernig manni líður. Það geri ég með því að leyfa tilfinningunum að koma, taka eftir þeim og vera í þeim. Það krefst vinnu og þolinmæði að þjálfa sig í. Þetta er hæfileiki sem ég hef alls ekki verið góður í en er að æfa mig í núna. Og er alls ekki orðinn bestur í. En það kemur og það er partur af því fallega ferðalagi sem lífið er. Vonandi getur þessi æfing hjálpað einhverjum eins og hún hefur hjálpað mér. Því lífið er núna og hvert augnablik sem líður kemur ekki aftur svo við skulum njóta þess. Höfundur er einkaþjálfari og heilsuráðgjafi í Hreyfingu með BS í Sálfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Jóhann Hjartarson Heilsa Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Lífið er fullt af litlum augnablikum sem maður reynir að grípa en svo líða þau hjá. Það er búið að vera markmið mitt árið 2025 að reyna vera meira viðstaddur dags daglega á líðandi stundu. Hefur það alls ekki verið létt en sjúklega gefandi á sama tíma. Það þekkja nú allir að eiga tímabil þar sem vinnan er númer eitt og svo líða 2-3 mánuðir og allt í einu lítur maður til baka og hugsar; Hvað er ég búinn að vera gera allan þennan tíma ? Er ég búinn að vera ná markmiðum mínum ? Hvernig hefur mér liðið ? Er þetta það sem ég vil verja mínum tíma í ? Þetta þekkja allir. Þannig var markmiðið mitt að reyna staldra við sem oftast og upplifa fleiri augnablik á hverjum degi. Það þýddi þá að reyna sleppa tökunum á því að hugsa alltaf um framtíðina, fortíðina og hætta að dæma hugsanir sínar og líðan. Þess í stað að vera heill til staðar á hverjum tíma full meðvitaður um augnablikið sem nú líður. Það er einfaldara sagt en gert. Því það er svo mikið af hlutum í lífinu sem vilja taka athygli manns í burtu frá líðandi stundu. Vinna, síminn, vinir, skipulag, stór verkefni og maður sjálfur. Einfaldast fyrir mér var að ýta ytri hlutum í burtu en erfiðast var að takast á við sjálfan sig. Því lífið er jú ekki alltaf dans á rósum eins og flestir vita. Þau tímabil eru erfið og taka á. Sérstaklega þegar manni sjálfum líður ekki vel. En þar liggur fegurðin. Það er akkúrat æfingin. Að dæma ekki sjálfan sig og tilfinningar sínar. Að reyna taka eftir, skilja og sýna því jafnvel ást og umhyggju hvernig maður er og hvernig manni líður. Það geri ég með því að leyfa tilfinningunum að koma, taka eftir þeim og vera í þeim. Það krefst vinnu og þolinmæði að þjálfa sig í. Þetta er hæfileiki sem ég hef alls ekki verið góður í en er að æfa mig í núna. Og er alls ekki orðinn bestur í. En það kemur og það er partur af því fallega ferðalagi sem lífið er. Vonandi getur þessi æfing hjálpað einhverjum eins og hún hefur hjálpað mér. Því lífið er núna og hvert augnablik sem líður kemur ekki aftur svo við skulum njóta þess. Höfundur er einkaþjálfari og heilsuráðgjafi í Hreyfingu með BS í Sálfræði
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar