Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar 28. júní 2025 08:00 Elsta barnið mitt, fætt 1998, lauk menntaskóla eftir fjögur ár af miklum og góðum lærdómi. Efnið var það mikið að sitja þurfti stíft við og langir voru námsdagarnir til að tryggja góðan námsárangur. Tveimur árum síðar fékk miðbarnið þriggja ára kennslu á menntaskólastigi. Það gefur augaleið að því markmiði að kenna fjögurra ára námsefni á þremur árum verður ekki náð að fullu og útkoman er því sú að nemendur fá minni kennslu í menntaskóla nú en áður. Þetta er döpur staðreynd, því í menntaskóla fór, fyrir styttingu náms, fram gríðarlega mikilvæg kennsla, sem enginn hefði átt að missa af. Hvenær fór fram opinber umræða hérlendis um hvort það væri rétt að stytta menntaskólastigið? Lágu einhverjar kannanir fyrir áður en það var ákveðið? Hefði kannski frekar átt að stytta grunnskólastigið? Er kapp ekki stundum betra með forsjá? Nú er þriðja barnið að fóta sig í skólakerfinu. Þá er staðan orðin sú að engar einkunnir eru lengur gefnar, engin leið að vita nákvæmlega hvernig gekk á prófinu. Þess í stað eru nemendur settir í litakóða. Þar virðist staðan vera sú að flestir eru grænir. Þar má gefa sér að nemendur með gömlu einkunnirnar frá 6 til rúmlega 8 séu vel flestir samankomnir. Haldið þið að það skipti ekki máli fyrir börn að vita hvort þau fá 6 eða rúmlega 8 í sama prófinu – og hvort þau hafi bætt sig á milli prófa? Þessu til viðbótar, þá fóru skólaslit þannig fram í vor að við lok 8. bekkjar þá voru engin einkunnabréf afhent börnunum. Engin táknræn lok á heilu námsári. Nemendum bara sagt að skoða litakóða í rafrænni skrá. Ég veit ekki með ykkur, en ég er hugsi yfir þessari stöðu. Erum við að hvetja börnin nægilega í skólakerfinu eða erum við að einblína á meðalmennskuna? Til allrar hamingju þá hefur OECD nú stigið fram og lýst áhyggjum sínum yfir hvernig komið er fyrir okkur. Þá er mögulega von um að loks verði hlustað á áður framkomnar áhyggjuraddir. Höfundur er þriggja barna móðir og forstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórisdóttir Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Elsta barnið mitt, fætt 1998, lauk menntaskóla eftir fjögur ár af miklum og góðum lærdómi. Efnið var það mikið að sitja þurfti stíft við og langir voru námsdagarnir til að tryggja góðan námsárangur. Tveimur árum síðar fékk miðbarnið þriggja ára kennslu á menntaskólastigi. Það gefur augaleið að því markmiði að kenna fjögurra ára námsefni á þremur árum verður ekki náð að fullu og útkoman er því sú að nemendur fá minni kennslu í menntaskóla nú en áður. Þetta er döpur staðreynd, því í menntaskóla fór, fyrir styttingu náms, fram gríðarlega mikilvæg kennsla, sem enginn hefði átt að missa af. Hvenær fór fram opinber umræða hérlendis um hvort það væri rétt að stytta menntaskólastigið? Lágu einhverjar kannanir fyrir áður en það var ákveðið? Hefði kannski frekar átt að stytta grunnskólastigið? Er kapp ekki stundum betra með forsjá? Nú er þriðja barnið að fóta sig í skólakerfinu. Þá er staðan orðin sú að engar einkunnir eru lengur gefnar, engin leið að vita nákvæmlega hvernig gekk á prófinu. Þess í stað eru nemendur settir í litakóða. Þar virðist staðan vera sú að flestir eru grænir. Þar má gefa sér að nemendur með gömlu einkunnirnar frá 6 til rúmlega 8 séu vel flestir samankomnir. Haldið þið að það skipti ekki máli fyrir börn að vita hvort þau fá 6 eða rúmlega 8 í sama prófinu – og hvort þau hafi bætt sig á milli prófa? Þessu til viðbótar, þá fóru skólaslit þannig fram í vor að við lok 8. bekkjar þá voru engin einkunnabréf afhent börnunum. Engin táknræn lok á heilu námsári. Nemendum bara sagt að skoða litakóða í rafrænni skrá. Ég veit ekki með ykkur, en ég er hugsi yfir þessari stöðu. Erum við að hvetja börnin nægilega í skólakerfinu eða erum við að einblína á meðalmennskuna? Til allrar hamingju þá hefur OECD nú stigið fram og lýst áhyggjum sínum yfir hvernig komið er fyrir okkur. Þá er mögulega von um að loks verði hlustað á áður framkomnar áhyggjuraddir. Höfundur er þriggja barna móðir og forstjóri
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar