Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar 28. júní 2025 08:00 Elsta barnið mitt, fætt 1998, lauk menntaskóla eftir fjögur ár af miklum og góðum lærdómi. Efnið var það mikið að sitja þurfti stíft við og langir voru námsdagarnir til að tryggja góðan námsárangur. Tveimur árum síðar fékk miðbarnið þriggja ára kennslu á menntaskólastigi. Það gefur augaleið að því markmiði að kenna fjögurra ára námsefni á þremur árum verður ekki náð að fullu og útkoman er því sú að nemendur fá minni kennslu í menntaskóla nú en áður. Þetta er döpur staðreynd, því í menntaskóla fór, fyrir styttingu náms, fram gríðarlega mikilvæg kennsla, sem enginn hefði átt að missa af. Hvenær fór fram opinber umræða hérlendis um hvort það væri rétt að stytta menntaskólastigið? Lágu einhverjar kannanir fyrir áður en það var ákveðið? Hefði kannski frekar átt að stytta grunnskólastigið? Er kapp ekki stundum betra með forsjá? Nú er þriðja barnið að fóta sig í skólakerfinu. Þá er staðan orðin sú að engar einkunnir eru lengur gefnar, engin leið að vita nákvæmlega hvernig gekk á prófinu. Þess í stað eru nemendur settir í litakóða. Þar virðist staðan vera sú að flestir eru grænir. Þar má gefa sér að nemendur með gömlu einkunnirnar frá 6 til rúmlega 8 séu vel flestir samankomnir. Haldið þið að það skipti ekki máli fyrir börn að vita hvort þau fá 6 eða rúmlega 8 í sama prófinu – og hvort þau hafi bætt sig á milli prófa? Þessu til viðbótar, þá fóru skólaslit þannig fram í vor að við lok 8. bekkjar þá voru engin einkunnabréf afhent börnunum. Engin táknræn lok á heilu námsári. Nemendum bara sagt að skoða litakóða í rafrænni skrá. Ég veit ekki með ykkur, en ég er hugsi yfir þessari stöðu. Erum við að hvetja börnin nægilega í skólakerfinu eða erum við að einblína á meðalmennskuna? Til allrar hamingju þá hefur OECD nú stigið fram og lýst áhyggjum sínum yfir hvernig komið er fyrir okkur. Þá er mögulega von um að loks verði hlustað á áður framkomnar áhyggjuraddir. Höfundur er þriggja barna móðir og forstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórisdóttir Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Halldór 27.12.2025 Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Elsta barnið mitt, fætt 1998, lauk menntaskóla eftir fjögur ár af miklum og góðum lærdómi. Efnið var það mikið að sitja þurfti stíft við og langir voru námsdagarnir til að tryggja góðan námsárangur. Tveimur árum síðar fékk miðbarnið þriggja ára kennslu á menntaskólastigi. Það gefur augaleið að því markmiði að kenna fjögurra ára námsefni á þremur árum verður ekki náð að fullu og útkoman er því sú að nemendur fá minni kennslu í menntaskóla nú en áður. Þetta er döpur staðreynd, því í menntaskóla fór, fyrir styttingu náms, fram gríðarlega mikilvæg kennsla, sem enginn hefði átt að missa af. Hvenær fór fram opinber umræða hérlendis um hvort það væri rétt að stytta menntaskólastigið? Lágu einhverjar kannanir fyrir áður en það var ákveðið? Hefði kannski frekar átt að stytta grunnskólastigið? Er kapp ekki stundum betra með forsjá? Nú er þriðja barnið að fóta sig í skólakerfinu. Þá er staðan orðin sú að engar einkunnir eru lengur gefnar, engin leið að vita nákvæmlega hvernig gekk á prófinu. Þess í stað eru nemendur settir í litakóða. Þar virðist staðan vera sú að flestir eru grænir. Þar má gefa sér að nemendur með gömlu einkunnirnar frá 6 til rúmlega 8 séu vel flestir samankomnir. Haldið þið að það skipti ekki máli fyrir börn að vita hvort þau fá 6 eða rúmlega 8 í sama prófinu – og hvort þau hafi bætt sig á milli prófa? Þessu til viðbótar, þá fóru skólaslit þannig fram í vor að við lok 8. bekkjar þá voru engin einkunnabréf afhent börnunum. Engin táknræn lok á heilu námsári. Nemendum bara sagt að skoða litakóða í rafrænni skrá. Ég veit ekki með ykkur, en ég er hugsi yfir þessari stöðu. Erum við að hvetja börnin nægilega í skólakerfinu eða erum við að einblína á meðalmennskuna? Til allrar hamingju þá hefur OECD nú stigið fram og lýst áhyggjum sínum yfir hvernig komið er fyrir okkur. Þá er mögulega von um að loks verði hlustað á áður framkomnar áhyggjuraddir. Höfundur er þriggja barna móðir og forstjóri
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar