Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. júní 2025 07:02 Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist í kringum 38% nánast allt kjörtímabilið sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna var við völd á árunum 2009-2013. Allt þar til í febrúar 2013 eftir að EFTA-dómstóllinn hafði endanlega staðfest að Ísland væri ekki ábyrgt fyrir Icesave-skuldbindingum Landsbanka Íslands. Þá hrundi fylgið og hefur ekki náð sér á strik síðan. Ástæðan var sú að forysta flokksins og flestir þingmenn hans höfðu ákveðið að styðja þriðju Icesave-samningana sem ríkisstjórnin gerði við brezk og hollenzk stjórnvöld. Málið fór í þjóðaratkvæði og var einkum hafnað af sjálfstæðismönnum. Fylgið fór yfir á Framsóknarflokkinn sem barizt hafði gegn öllum Icesave-samningnum undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, núverandi formanns Miðflokksins. Við stöndum mögulega frammi fyrir hliðstæðum aðstæðum vegna stóra valdaframsalsmálsins, frumvarps Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríksráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn sem hafa mun í för með sér, verði það samþykkt, að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn muni ganga framar íslenzkum lögum eingöngu vegna þess að það kemur frá sambandinu. Forysta og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins virðist ætla að styðja frumvarp Þorgerðar Katrínar í andstöðu við flesta kjósendur flokksins. Til að mynda vann Prósent skoðanakönnun fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, síðasta haust um afstöðu landsmanna til frumvarps um bókun 35 eins og þess sem nú liggur fyrir en samkvæmt niðurstöðum hennar reyndist mikill meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, af þeim sem tóku afstöðu með eða á móti, vera andvígur slíku frumvarpi eða 72%. Sama átti við um stuðningsmenn Miðflokksins, Framsóknarflokksins sem og Flokks fólksins. Miklu stærra en Icesave-málið Miðað við niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Maskínu á fylgi stjórnmálaflokkanna eykst fylgi Miðflokksins um tæpan þriðjung frá mælingu fyrirtækisins í síðasta mánuði og fer út 9,7% í 13% á sama tíma og fylgi Sjálfstæðisflokksins fer úr 18,9% í 17,3%. Munurinn er því einungis 4,3% en var rúm 9% í síðasta mánuði. Hvað gerðist í millitíðinni? Tvö mál hafa einkum verið í kastljósinu. Frumvörp ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalda og bókun 35. Báðir flokkar hafa beitt sér gegn frumvarpi stjórnarinnar um veiðigjöldin en nær einvörðungu Miðflokkurinn gegn frumvarpi Þorgerðar Katrínar. Fylgisaukning Miðflokksins vegna stóra valdaframsalsmálsins (bókun 35) á kostnað Sjálfstæðisflokksins kemur því miður ekki á óvart eins og áður er komið inn á með vísan í skoðanakönnunina síðasta haust. Þingmenn okkar sjálfstæðismanna hafa komið inn í umræðuna á þingi um málið annað slagið til þess að ræða fundarstjórn forseta vegna annarra mála, sem vitanlega hefur hjálpað, en nær undantekningalaust ekki vikið gagnrýnisorði á frumvarp utanríkisráðherra sem ljóslega hefur ekki farið framhjá fólki. Viðbúið er að fylgistap flokksins haldi áfram verði ekki grundvallarbreyting í þeim efnum. Vert er að hafa í huga í þessum efnum að stóra valdaframsalsmálið er miklu stærra mál en bæði Icesave-málið og þriðji orkupakki Evrópusambandsins. Þó Icesave-málið hafi varðað mikla fjárhagslega hagsmuni snerist það engu að síður aðeins um eina tilskipun frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Þriðji orkupakkinn varðar að sama skapi einungis afmarkað regluverk þess. Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar samþykkt mun það hins vegar varða allt innleitt regluverk frá sambandinu, í nútíð og framtíð, og gera það æðra innlendri löggjöf. Þar á meðal um innistæðutryggingar og orkumál. Tímabært að taka aftur upp varnir Haldið var uppi vörnum í stóra valdaframsalmálinu árum saman á vakt Sjálfstæðisflokksins í utanríkisráðuneytinu þar til skipt var um ráðherra eftir þingkosningarnar 2021 og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við. Varð þá alger viðsnúningur og allt í einu tekið undir kröfur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gegn Íslandi sem hafði krafizt forgangs innleidds regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Fyrirliggjandi frumvarp uppfyllir algerlega kröfu ESA og felur þannig einfaldlega í sér fyrirfram uppgjöf í stað þess að látið sé í það minnsta reyna á málið fyrst fyrir EFTA-dómstólnum. Vald yfir íslenzkum málum hefur áður verið framselt til stofnana Evrópusambandsins, bæði óbeint og í auknum mæli beint, í gegnum EES-samninginn. Nokkuð sem stóð aldrei til af hálfu íslenzkra stjórnvalda þegar hann var undirritaður. Hefur þróun samningsins verið sífellt meira í þá átt þó enn sé langur vegur frá því að það jafnist á við valdaframsalið sem fælist í inngöngu í sambandið. Munurinn þar á milli hefur hins vegar farið minnkandi. Til þessa hefur einkum verið um að ræða framkvæmdavald á afmörkuðum en þó mikilvægum sviðum í gegnum stakar lagagerðir sem fyrr segir. Ekki allt regluverkið. Tímabært er að Sjálfstæðisflokkurinn taki aftur upp varnir í stóra valdaframsalsmálinu. Þó ekki nema í ljósi þeirrar staðreyndar að virtir lögspekingar eins og Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor hafa varað við árekstri við fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Í bezta falli fyrir þá sem styðja frumvarpið eru lögspekingar engan veginn á einu máli í þeim efnum. Við þær aðstæður hlýtur hið rétta að vera að leyfa stjórnarskránni allavega að njóta vafans og standa með henni og fullveldi landsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Sjálfstæðisflokkurinn EES-samningurinn Bókun 35 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist í kringum 38% nánast allt kjörtímabilið sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna var við völd á árunum 2009-2013. Allt þar til í febrúar 2013 eftir að EFTA-dómstóllinn hafði endanlega staðfest að Ísland væri ekki ábyrgt fyrir Icesave-skuldbindingum Landsbanka Íslands. Þá hrundi fylgið og hefur ekki náð sér á strik síðan. Ástæðan var sú að forysta flokksins og flestir þingmenn hans höfðu ákveðið að styðja þriðju Icesave-samningana sem ríkisstjórnin gerði við brezk og hollenzk stjórnvöld. Málið fór í þjóðaratkvæði og var einkum hafnað af sjálfstæðismönnum. Fylgið fór yfir á Framsóknarflokkinn sem barizt hafði gegn öllum Icesave-samningnum undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, núverandi formanns Miðflokksins. Við stöndum mögulega frammi fyrir hliðstæðum aðstæðum vegna stóra valdaframsalsmálsins, frumvarps Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríksráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn sem hafa mun í för með sér, verði það samþykkt, að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn muni ganga framar íslenzkum lögum eingöngu vegna þess að það kemur frá sambandinu. Forysta og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins virðist ætla að styðja frumvarp Þorgerðar Katrínar í andstöðu við flesta kjósendur flokksins. Til að mynda vann Prósent skoðanakönnun fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, síðasta haust um afstöðu landsmanna til frumvarps um bókun 35 eins og þess sem nú liggur fyrir en samkvæmt niðurstöðum hennar reyndist mikill meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, af þeim sem tóku afstöðu með eða á móti, vera andvígur slíku frumvarpi eða 72%. Sama átti við um stuðningsmenn Miðflokksins, Framsóknarflokksins sem og Flokks fólksins. Miklu stærra en Icesave-málið Miðað við niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Maskínu á fylgi stjórnmálaflokkanna eykst fylgi Miðflokksins um tæpan þriðjung frá mælingu fyrirtækisins í síðasta mánuði og fer út 9,7% í 13% á sama tíma og fylgi Sjálfstæðisflokksins fer úr 18,9% í 17,3%. Munurinn er því einungis 4,3% en var rúm 9% í síðasta mánuði. Hvað gerðist í millitíðinni? Tvö mál hafa einkum verið í kastljósinu. Frumvörp ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalda og bókun 35. Báðir flokkar hafa beitt sér gegn frumvarpi stjórnarinnar um veiðigjöldin en nær einvörðungu Miðflokkurinn gegn frumvarpi Þorgerðar Katrínar. Fylgisaukning Miðflokksins vegna stóra valdaframsalsmálsins (bókun 35) á kostnað Sjálfstæðisflokksins kemur því miður ekki á óvart eins og áður er komið inn á með vísan í skoðanakönnunina síðasta haust. Þingmenn okkar sjálfstæðismanna hafa komið inn í umræðuna á þingi um málið annað slagið til þess að ræða fundarstjórn forseta vegna annarra mála, sem vitanlega hefur hjálpað, en nær undantekningalaust ekki vikið gagnrýnisorði á frumvarp utanríkisráðherra sem ljóslega hefur ekki farið framhjá fólki. Viðbúið er að fylgistap flokksins haldi áfram verði ekki grundvallarbreyting í þeim efnum. Vert er að hafa í huga í þessum efnum að stóra valdaframsalsmálið er miklu stærra mál en bæði Icesave-málið og þriðji orkupakki Evrópusambandsins. Þó Icesave-málið hafi varðað mikla fjárhagslega hagsmuni snerist það engu að síður aðeins um eina tilskipun frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Þriðji orkupakkinn varðar að sama skapi einungis afmarkað regluverk þess. Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar samþykkt mun það hins vegar varða allt innleitt regluverk frá sambandinu, í nútíð og framtíð, og gera það æðra innlendri löggjöf. Þar á meðal um innistæðutryggingar og orkumál. Tímabært að taka aftur upp varnir Haldið var uppi vörnum í stóra valdaframsalmálinu árum saman á vakt Sjálfstæðisflokksins í utanríkisráðuneytinu þar til skipt var um ráðherra eftir þingkosningarnar 2021 og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við. Varð þá alger viðsnúningur og allt í einu tekið undir kröfur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gegn Íslandi sem hafði krafizt forgangs innleidds regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Fyrirliggjandi frumvarp uppfyllir algerlega kröfu ESA og felur þannig einfaldlega í sér fyrirfram uppgjöf í stað þess að látið sé í það minnsta reyna á málið fyrst fyrir EFTA-dómstólnum. Vald yfir íslenzkum málum hefur áður verið framselt til stofnana Evrópusambandsins, bæði óbeint og í auknum mæli beint, í gegnum EES-samninginn. Nokkuð sem stóð aldrei til af hálfu íslenzkra stjórnvalda þegar hann var undirritaður. Hefur þróun samningsins verið sífellt meira í þá átt þó enn sé langur vegur frá því að það jafnist á við valdaframsalið sem fælist í inngöngu í sambandið. Munurinn þar á milli hefur hins vegar farið minnkandi. Til þessa hefur einkum verið um að ræða framkvæmdavald á afmörkuðum en þó mikilvægum sviðum í gegnum stakar lagagerðir sem fyrr segir. Ekki allt regluverkið. Tímabært er að Sjálfstæðisflokkurinn taki aftur upp varnir í stóra valdaframsalsmálinu. Þó ekki nema í ljósi þeirrar staðreyndar að virtir lögspekingar eins og Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor hafa varað við árekstri við fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Í bezta falli fyrir þá sem styðja frumvarpið eru lögspekingar engan veginn á einu máli í þeim efnum. Við þær aðstæður hlýtur hið rétta að vera að leyfa stjórnarskránni allavega að njóta vafans og standa með henni og fullveldi landsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun