Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júní 2025 20:32 Alma Möller heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að tryggja eftirlit með Sjúkratryggingum. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hyggst fá utanaðkomandi ráðgjafa til að kanna hvernig ráðuneytið geti haft betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands. Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við samninga stofnunarinnar við sérgreinalækna. Ríkisendurskoðun gerir fjölmargar og alvarlegar athugasemdir við samningsferli Sjúkratrygginga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna í nýrri stjórnsýsluútttekt þar sem segir að samningarnir geti falið í sér hvata til að veita þjónustu óháð raunverulegri þörf. Skrifað var undir samningana fyrir tveimur árum en Ríkisendurskoðun segir að engar kostnaðar- og þarfagreiningar hafi verið gerðar og ekki er nægjanlegt eftirlit með innheimtu. Heilbrigðisráðherra segir að frá því lög hafi verið sett um sjúkratryggingar árið 2007 hafi stofnuninni aldrei verið gert kleift að sinna hlutverki sínu sem skyldi. „Það skortir afl er varðar þarfa- og kostnaðargreiningar, er varðar samningagerð og eftirlit. Þannig það er mjög mikilvægt að bæta úr. Þessir samningar sem hafa verið gerðir, við sérgreinalækna, kemur til greina að endurskoða þá? Það er auðvitað samstarfsnefnd þar sem hefur ýmis tækifæri, auðvitað þarf að nýta það en fyrst og síðast þarf að horfa til þeirra samninga sem á eftir koma.“ Þegar hafi verið veittar sextíu milljónir í að styrkja stofnunina, meira þurfi þó til, efla þurfi tækjakost og endurskoða lög um sjúkratryggingar og heimildir stofnunarinnar til að afla gagna.„Síðan þurfum við að skoða hvernig ráðuneytið getur haft betra eftirlit með stofnuninni og svona ýmsa aðra þætti sem ég mun fá utanaðkomandi ráðgjafa til að ráða mér heilt um.“ Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Stórbæta þarf samningsgerð og eftirlit Sjúkratrygginga vegna kaupa á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar. Bent er á að kostnaður stofnunarinnar jókst um ríflega þriðjung milli ára eftir nýjan samning við sérgreinalækna. Ríkisendurskoðandi segir þetta hafa neikvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs og samfélagið í heild. 25. júní 2025 23:01 Læknasamningur gæti orðið hvati að oflækningum Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu Ríkisendurkoðunar þar sem samningur Sjúkratrygginga við sérgreinalækna sem gerður var á dögunum er gagnrýndur. 25. júní 2025 11:41 Sjúkratryggingar fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar Sjúkratryggingar fagna ábendingum Ríkisendurskoðunar og segjast í meginatriðum vera sammála áherslum og ábendingum sem fram koma í nýrri stjórnsýsluúttekt þar sem gerðar eru athugasemdir við samningsferli Sjúkratrygginga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna og fleira. 25. júní 2025 11:33 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ríkisendurskoðun gerir fjölmargar og alvarlegar athugasemdir við samningsferli Sjúkratrygginga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna í nýrri stjórnsýsluútttekt þar sem segir að samningarnir geti falið í sér hvata til að veita þjónustu óháð raunverulegri þörf. Skrifað var undir samningana fyrir tveimur árum en Ríkisendurskoðun segir að engar kostnaðar- og þarfagreiningar hafi verið gerðar og ekki er nægjanlegt eftirlit með innheimtu. Heilbrigðisráðherra segir að frá því lög hafi verið sett um sjúkratryggingar árið 2007 hafi stofnuninni aldrei verið gert kleift að sinna hlutverki sínu sem skyldi. „Það skortir afl er varðar þarfa- og kostnaðargreiningar, er varðar samningagerð og eftirlit. Þannig það er mjög mikilvægt að bæta úr. Þessir samningar sem hafa verið gerðir, við sérgreinalækna, kemur til greina að endurskoða þá? Það er auðvitað samstarfsnefnd þar sem hefur ýmis tækifæri, auðvitað þarf að nýta það en fyrst og síðast þarf að horfa til þeirra samninga sem á eftir koma.“ Þegar hafi verið veittar sextíu milljónir í að styrkja stofnunina, meira þurfi þó til, efla þurfi tækjakost og endurskoða lög um sjúkratryggingar og heimildir stofnunarinnar til að afla gagna.„Síðan þurfum við að skoða hvernig ráðuneytið getur haft betra eftirlit með stofnuninni og svona ýmsa aðra þætti sem ég mun fá utanaðkomandi ráðgjafa til að ráða mér heilt um.“
Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Stórbæta þarf samningsgerð og eftirlit Sjúkratrygginga vegna kaupa á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar. Bent er á að kostnaður stofnunarinnar jókst um ríflega þriðjung milli ára eftir nýjan samning við sérgreinalækna. Ríkisendurskoðandi segir þetta hafa neikvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs og samfélagið í heild. 25. júní 2025 23:01 Læknasamningur gæti orðið hvati að oflækningum Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu Ríkisendurkoðunar þar sem samningur Sjúkratrygginga við sérgreinalækna sem gerður var á dögunum er gagnrýndur. 25. júní 2025 11:41 Sjúkratryggingar fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar Sjúkratryggingar fagna ábendingum Ríkisendurskoðunar og segjast í meginatriðum vera sammála áherslum og ábendingum sem fram koma í nýrri stjórnsýsluúttekt þar sem gerðar eru athugasemdir við samningsferli Sjúkratrygginga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna og fleira. 25. júní 2025 11:33 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Stórbæta þarf samningsgerð og eftirlit Sjúkratrygginga vegna kaupa á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar. Bent er á að kostnaður stofnunarinnar jókst um ríflega þriðjung milli ára eftir nýjan samning við sérgreinalækna. Ríkisendurskoðandi segir þetta hafa neikvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs og samfélagið í heild. 25. júní 2025 23:01
Læknasamningur gæti orðið hvati að oflækningum Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu Ríkisendurkoðunar þar sem samningur Sjúkratrygginga við sérgreinalækna sem gerður var á dögunum er gagnrýndur. 25. júní 2025 11:41
Sjúkratryggingar fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar Sjúkratryggingar fagna ábendingum Ríkisendurskoðunar og segjast í meginatriðum vera sammála áherslum og ábendingum sem fram koma í nýrri stjórnsýsluúttekt þar sem gerðar eru athugasemdir við samningsferli Sjúkratrygginga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna og fleira. 25. júní 2025 11:33