Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júní 2025 20:32 Alma Möller heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að tryggja eftirlit með Sjúkratryggingum. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hyggst fá utanaðkomandi ráðgjafa til að kanna hvernig ráðuneytið geti haft betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands. Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við samninga stofnunarinnar við sérgreinalækna. Ríkisendurskoðun gerir fjölmargar og alvarlegar athugasemdir við samningsferli Sjúkratrygginga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna í nýrri stjórnsýsluútttekt þar sem segir að samningarnir geti falið í sér hvata til að veita þjónustu óháð raunverulegri þörf. Skrifað var undir samningana fyrir tveimur árum en Ríkisendurskoðun segir að engar kostnaðar- og þarfagreiningar hafi verið gerðar og ekki er nægjanlegt eftirlit með innheimtu. Heilbrigðisráðherra segir að frá því lög hafi verið sett um sjúkratryggingar árið 2007 hafi stofnuninni aldrei verið gert kleift að sinna hlutverki sínu sem skyldi. „Það skortir afl er varðar þarfa- og kostnaðargreiningar, er varðar samningagerð og eftirlit. Þannig það er mjög mikilvægt að bæta úr. Þessir samningar sem hafa verið gerðir, við sérgreinalækna, kemur til greina að endurskoða þá? Það er auðvitað samstarfsnefnd þar sem hefur ýmis tækifæri, auðvitað þarf að nýta það en fyrst og síðast þarf að horfa til þeirra samninga sem á eftir koma.“ Þegar hafi verið veittar sextíu milljónir í að styrkja stofnunina, meira þurfi þó til, efla þurfi tækjakost og endurskoða lög um sjúkratryggingar og heimildir stofnunarinnar til að afla gagna.„Síðan þurfum við að skoða hvernig ráðuneytið getur haft betra eftirlit með stofnuninni og svona ýmsa aðra þætti sem ég mun fá utanaðkomandi ráðgjafa til að ráða mér heilt um.“ Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Stórbæta þarf samningsgerð og eftirlit Sjúkratrygginga vegna kaupa á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar. Bent er á að kostnaður stofnunarinnar jókst um ríflega þriðjung milli ára eftir nýjan samning við sérgreinalækna. Ríkisendurskoðandi segir þetta hafa neikvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs og samfélagið í heild. 25. júní 2025 23:01 Læknasamningur gæti orðið hvati að oflækningum Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu Ríkisendurkoðunar þar sem samningur Sjúkratrygginga við sérgreinalækna sem gerður var á dögunum er gagnrýndur. 25. júní 2025 11:41 Sjúkratryggingar fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar Sjúkratryggingar fagna ábendingum Ríkisendurskoðunar og segjast í meginatriðum vera sammála áherslum og ábendingum sem fram koma í nýrri stjórnsýsluúttekt þar sem gerðar eru athugasemdir við samningsferli Sjúkratrygginga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna og fleira. 25. júní 2025 11:33 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sjá meira
Ríkisendurskoðun gerir fjölmargar og alvarlegar athugasemdir við samningsferli Sjúkratrygginga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna í nýrri stjórnsýsluútttekt þar sem segir að samningarnir geti falið í sér hvata til að veita þjónustu óháð raunverulegri þörf. Skrifað var undir samningana fyrir tveimur árum en Ríkisendurskoðun segir að engar kostnaðar- og þarfagreiningar hafi verið gerðar og ekki er nægjanlegt eftirlit með innheimtu. Heilbrigðisráðherra segir að frá því lög hafi verið sett um sjúkratryggingar árið 2007 hafi stofnuninni aldrei verið gert kleift að sinna hlutverki sínu sem skyldi. „Það skortir afl er varðar þarfa- og kostnaðargreiningar, er varðar samningagerð og eftirlit. Þannig það er mjög mikilvægt að bæta úr. Þessir samningar sem hafa verið gerðir, við sérgreinalækna, kemur til greina að endurskoða þá? Það er auðvitað samstarfsnefnd þar sem hefur ýmis tækifæri, auðvitað þarf að nýta það en fyrst og síðast þarf að horfa til þeirra samninga sem á eftir koma.“ Þegar hafi verið veittar sextíu milljónir í að styrkja stofnunina, meira þurfi þó til, efla þurfi tækjakost og endurskoða lög um sjúkratryggingar og heimildir stofnunarinnar til að afla gagna.„Síðan þurfum við að skoða hvernig ráðuneytið getur haft betra eftirlit með stofnuninni og svona ýmsa aðra þætti sem ég mun fá utanaðkomandi ráðgjafa til að ráða mér heilt um.“
Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Stórbæta þarf samningsgerð og eftirlit Sjúkratrygginga vegna kaupa á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar. Bent er á að kostnaður stofnunarinnar jókst um ríflega þriðjung milli ára eftir nýjan samning við sérgreinalækna. Ríkisendurskoðandi segir þetta hafa neikvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs og samfélagið í heild. 25. júní 2025 23:01 Læknasamningur gæti orðið hvati að oflækningum Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu Ríkisendurkoðunar þar sem samningur Sjúkratrygginga við sérgreinalækna sem gerður var á dögunum er gagnrýndur. 25. júní 2025 11:41 Sjúkratryggingar fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar Sjúkratryggingar fagna ábendingum Ríkisendurskoðunar og segjast í meginatriðum vera sammála áherslum og ábendingum sem fram koma í nýrri stjórnsýsluúttekt þar sem gerðar eru athugasemdir við samningsferli Sjúkratrygginga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna og fleira. 25. júní 2025 11:33 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sjá meira
Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Stórbæta þarf samningsgerð og eftirlit Sjúkratrygginga vegna kaupa á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar. Bent er á að kostnaður stofnunarinnar jókst um ríflega þriðjung milli ára eftir nýjan samning við sérgreinalækna. Ríkisendurskoðandi segir þetta hafa neikvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs og samfélagið í heild. 25. júní 2025 23:01
Læknasamningur gæti orðið hvati að oflækningum Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu Ríkisendurkoðunar þar sem samningur Sjúkratrygginga við sérgreinalækna sem gerður var á dögunum er gagnrýndur. 25. júní 2025 11:41
Sjúkratryggingar fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar Sjúkratryggingar fagna ábendingum Ríkisendurskoðunar og segjast í meginatriðum vera sammála áherslum og ábendingum sem fram koma í nýrri stjórnsýsluúttekt þar sem gerðar eru athugasemdir við samningsferli Sjúkratrygginga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna og fleira. 25. júní 2025 11:33