Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2025 11:01 Ísland lék tíunda leikinn í röð án sigurs þegar liðið tapaði gegn Frökkum í byrjun júní. Glódís Perla fyrirliði var með en missti af landsleikjum og leikjum með Bayern í vor vegna beinmars í lærbeini, við hnéð. vísir/Anton Nú eru aðeins tveir dagar í að Ísland hefji keppni á EM kvenna í fótbolta. Væntingar manna varðandi árangur á mótinu eru eflaust misjafnar en fyrir þá svartsýnu eru hér ástæður sem gætu valdið því að Ísland komist ekki upp úr sínum riðli. Stelpurnar okkar eru í riðli með Finnum, heimakonum í Sviss og Norðmönnum. Þær eru sjálfar með skýrt markmið um að verða annað tveggja liða sem komast upp úr þessum riðli og spila í 8-liða úrslitum við lið úr B-riðli (Spánn, Portúgal, Ítalía eða belgíska sveitin hennar Elísabetar Gunnarsdóttur). Ísland byrjar á leik við Finnland á miðvikudag, mætir svo Sviss á sunnudaginn og Noregi 10. júlí. Ef gamanið endar þann dag þá gætu þetta verið ástæðurnar: Þær léku tíu leiki í röð án sigurs. Já, þó að sigurinn gegn Serbum á föstudaginn hafi vissulega verið kærkominn þá kom hann gegn liði sem náði ekki inn á EM og er í 22. sæti á styrkleikalista Evrópu. Áður hafði Ísland spilað tíu leiki í röð án sigurs; gert fimm jafntefli en tapað fimm. Það hlýtur að hafa áhrif á sjálfstraustið og gæti látið leikmenn gleyma öllu því góða sem skilaði sigrunum frábæru gegn stórliði Þýskalands, Austurríki og Póllandi í fyrra, þegar liðið tryggði sig með stæl inn á EM. Of háðar Karólínu og Sveindísi. Þó að það megi færa rök fyrir því að Glódís Perla sé besti leikmaður liðsins þá er hún ekki endilega mikilvægust. Breiddin er frábær þegar kemur að miðvörðum í íslenska hópnum en fram á við snýst allt um að Karólína teikni eitthvað upp, sem hún er stórkostleg í að gera, eða Sveindís nýti hraðann sinn. Þrír leikir á níu dögum fram undan og mikið álag á þessar tvær sem fengu eiginlega aldrei að spila 90 mínútna leiki með sínum liðum í Þýskalandi í vetur. Staðan á Glódísi. Besti leikmaður liðsins meiddist í vetur, í fyrsta sinn á ferlinum. Píndi sig á verkjalyfjum í gegnum lykilleiki með Bayern en varð á endanum að hvíla sig og missti til að mynda af leikjum við Noreg og Sviss í apríl. Hún er vissulega byrjuð að spila aftur, búin að taka fullan þátt í síðustu landsleikjum en skoraði sjálfsmark gegn Noregi og leit ekki vel út í markinu sem Serbar skoruðu á föstudaginn. Ísland hefur einu sinni unnið leik á EM. Hvaða kröfur er hægt að gera til liðs sem að hefur samtals unnið einn leik á fjórum Evrópumótum? Þó að Ísland hafi verið fastagestur á EM frá og með 2009 hefur liðið nefnilega bara einu sinni fagnað sigri, 1-0 gegn Hollandi árið 2013 með marki Dagnýjar Brynjarsdóttur. Það er sömuleiðis eina skiptið þar sem Ísland hefur komist upp úr sínum riðli og í 8-liða úrslit. Hitinn hentar öllum öðrum betur. Það er ógeðslega heitt hér í Thun þessa dagana. Fólk er beinlínis varað við hitanum sem spáð er að verði yfir þrjátíu gráðum á fyrsta leikdegi. Heimakonur í Sviss hljóta að þekkja það að spila við svona aðstæður, og þó að Noregur og Finnland séu engin hitabeltislönd þá sker Ísland sig úr sem land sem bókstaflega þekkir ekki hitabylgjur. Fimm dagar í Serbíu hjálpa kannski til en stelpurnar okkar gætu átt erfitt með að fóta sig þegar tuttugu gráðum er bætt ofan á sumarhitann sem þær ólust upp við. Á morgun málum við myndina svo bjartari litum og færum rök fyrir því að Ísland falli alls ekki úr keppni 10. júlí. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Stelpurnar okkar mættar í paradísina Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta ferðaðist í gær frá Serbíu til Sviss þar sem þær spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni á miðvikudagskvöldið. 29. júní 2025 09:03 54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Opta tölfræðiþjónustan hefur nú reiknað sigurlíkur liðanna á Evrópumóti kvenna í fótbolta en mótið hefst í næstu viku. 28. júní 2025 13:00 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sjá meira
Stelpurnar okkar eru í riðli með Finnum, heimakonum í Sviss og Norðmönnum. Þær eru sjálfar með skýrt markmið um að verða annað tveggja liða sem komast upp úr þessum riðli og spila í 8-liða úrslitum við lið úr B-riðli (Spánn, Portúgal, Ítalía eða belgíska sveitin hennar Elísabetar Gunnarsdóttur). Ísland byrjar á leik við Finnland á miðvikudag, mætir svo Sviss á sunnudaginn og Noregi 10. júlí. Ef gamanið endar þann dag þá gætu þetta verið ástæðurnar: Þær léku tíu leiki í röð án sigurs. Já, þó að sigurinn gegn Serbum á föstudaginn hafi vissulega verið kærkominn þá kom hann gegn liði sem náði ekki inn á EM og er í 22. sæti á styrkleikalista Evrópu. Áður hafði Ísland spilað tíu leiki í röð án sigurs; gert fimm jafntefli en tapað fimm. Það hlýtur að hafa áhrif á sjálfstraustið og gæti látið leikmenn gleyma öllu því góða sem skilaði sigrunum frábæru gegn stórliði Þýskalands, Austurríki og Póllandi í fyrra, þegar liðið tryggði sig með stæl inn á EM. Of háðar Karólínu og Sveindísi. Þó að það megi færa rök fyrir því að Glódís Perla sé besti leikmaður liðsins þá er hún ekki endilega mikilvægust. Breiddin er frábær þegar kemur að miðvörðum í íslenska hópnum en fram á við snýst allt um að Karólína teikni eitthvað upp, sem hún er stórkostleg í að gera, eða Sveindís nýti hraðann sinn. Þrír leikir á níu dögum fram undan og mikið álag á þessar tvær sem fengu eiginlega aldrei að spila 90 mínútna leiki með sínum liðum í Þýskalandi í vetur. Staðan á Glódísi. Besti leikmaður liðsins meiddist í vetur, í fyrsta sinn á ferlinum. Píndi sig á verkjalyfjum í gegnum lykilleiki með Bayern en varð á endanum að hvíla sig og missti til að mynda af leikjum við Noreg og Sviss í apríl. Hún er vissulega byrjuð að spila aftur, búin að taka fullan þátt í síðustu landsleikjum en skoraði sjálfsmark gegn Noregi og leit ekki vel út í markinu sem Serbar skoruðu á föstudaginn. Ísland hefur einu sinni unnið leik á EM. Hvaða kröfur er hægt að gera til liðs sem að hefur samtals unnið einn leik á fjórum Evrópumótum? Þó að Ísland hafi verið fastagestur á EM frá og með 2009 hefur liðið nefnilega bara einu sinni fagnað sigri, 1-0 gegn Hollandi árið 2013 með marki Dagnýjar Brynjarsdóttur. Það er sömuleiðis eina skiptið þar sem Ísland hefur komist upp úr sínum riðli og í 8-liða úrslit. Hitinn hentar öllum öðrum betur. Það er ógeðslega heitt hér í Thun þessa dagana. Fólk er beinlínis varað við hitanum sem spáð er að verði yfir þrjátíu gráðum á fyrsta leikdegi. Heimakonur í Sviss hljóta að þekkja það að spila við svona aðstæður, og þó að Noregur og Finnland séu engin hitabeltislönd þá sker Ísland sig úr sem land sem bókstaflega þekkir ekki hitabylgjur. Fimm dagar í Serbíu hjálpa kannski til en stelpurnar okkar gætu átt erfitt með að fóta sig þegar tuttugu gráðum er bætt ofan á sumarhitann sem þær ólust upp við. Á morgun málum við myndina svo bjartari litum og færum rök fyrir því að Ísland falli alls ekki úr keppni 10. júlí.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Stelpurnar okkar mættar í paradísina Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta ferðaðist í gær frá Serbíu til Sviss þar sem þær spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni á miðvikudagskvöldið. 29. júní 2025 09:03 54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Opta tölfræðiþjónustan hefur nú reiknað sigurlíkur liðanna á Evrópumóti kvenna í fótbolta en mótið hefst í næstu viku. 28. júní 2025 13:00 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sjá meira
Stelpurnar okkar mættar í paradísina Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta ferðaðist í gær frá Serbíu til Sviss þar sem þær spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni á miðvikudagskvöldið. 29. júní 2025 09:03
54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Opta tölfræðiþjónustan hefur nú reiknað sigurlíkur liðanna á Evrópumóti kvenna í fótbolta en mótið hefst í næstu viku. 28. júní 2025 13:00
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn