Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar 1. júlí 2025 08:32 Það hefur alltaf verið stefna Flokks fólksins að bæta réttindi og afkomu öryrkja. Við höfum talað skýrt um þetta fyrir hverjar kosningar og á Alþingi undanfarin ár. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að ríkisstjórn sem Flokkur fólksins á aðild að taki stór skref í þágu öryrkja. Nú eru nokkrar breytingar í vændum sem munu gjörbreyta lífi fatlaðs fólks og öryrkja til hins betra: 1. Nýtt örorkulífeyriskerfi Það verða gerðar miklar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Hlutlægara og sanngjarnara mat verður tekið upp þar sem horft er á heildarmöguleika fólks til þátttöku á vinnumarkaði og þar með taka þátttöku í samfélaginu. Þar sem ekki er er aðeins horft til fötlunar eða veikinda. Auk þess hækkar örorkulífeyrir og hlutaörorkulífeyrir og fólk má vinna meira án skerðinga. 2. Aldursviðbót fellur ekki lengur niður Það hefur lengi verið þannig að svo kölluð aldursviðbót fellur niður þegar öryrkjar ná ellilífeyrisaldri. Með nýju frumvarpi Ingu Sæland verður tryggt að aldursviðbótin greiðist áfram þannig að þeir sem urðu öryrkjar á unga aldri og hafa ekki getað áunnið sér lífeyrisréttindi, fái áfram afkomutrygginguna sem felst í aldursviðbótinni. Þetta er gríðarlega mikil réttarbót fyrir stóran hóp. 3. Greiðslur fylgja launavísitölu Frá og með næsta ári munu lífeyrisgreiðslur til öryrkja og eldri borgara fylgja launavísitölu Hagstofunnar en ekki óljósum mælikvörðum. Þetta þýðir að bætur dragast ekki aftur úr almennum launum og fólk heldur sínum kaupmætti. Þetta skapar öryggi og stöðugleika fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Auk þessa verður Tryggingastofnun nú falið að halda utan um tölfræðiupplýsingar um endurhæfingu og þjónustu. Þannig verði auðveldara að greina hvar úrbóta er þörf og fylgjast betur með framvindu mála innan kerfisins. 4. Lögfesting réttindasamnings Sameinuðu þjóðanna Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður lögfestur sem mun styrkja stöðu fatlaðs fólks og auka réttaráhrif samningsins hér á landi. Markmiðið er að tryggja að fatlað fólk njóti allra mannréttinda til jafns við aðra, að komið verði í veg fyrir mismunun og að fatlað fólk fái að taka virkan þátt í samfélaginu. Þetta frumvarp er því afar mikilvægt fyrir fatlað fólk á Íslandi. Ég hvet alla sem hafa ekki gert það nú þegar að hlýða á ræðu Ingu Sæland sem haldin var á fundi Sameinuðu Þjóðanna til að heyra hve mikilvægt það er að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Af hverju skiptir þetta máli? Þessar breytingar eru ekki tilviljun. Þær snúast um eitt: að fatlað fólk og öryrkjar eigi ekki að lifa við fátækt eða óöryggi vegna þess að þau geta ekki unnið. Samfélagið á að tryggja öllum lágmarksafkomu og mannsæmandi líf – líka þeim sem verða fyrir veikindum eða slysum og geta ekki unnið sér inn laun. Við eigum ekki að sætta okkur við annað. Rangfærslur um öryrkja Margir sem gagnrýna þessar breytingar fullyrða að með því að bæta réttindi fatlaðs fólks sé verið að draga úr áhuga fólks á að vinna eða jafnvel hvetja fólk til að sækja um örorku. Þetta er bæði misskilningur og vanvirðing við fólk sem glímir við alvarleg veikindi eða fötlun. Fólk sem glímir við örorku getur ekki valið að vinna eða ekki. Við erum að tala um einstaklinga með skerta vinnufærni sem er skilyrði fyrir örorkubótum. Það er hvorki rétt né sanngjarnt að halda því fram að sá sem fær greidda framfærslu vegna örorku sé að „svíkja kerfið“ eða sitji heima af því að það borgi sig. Fólk sem getur ekki unnið á ekki að þurfa að lifa við neyð, skort og fátækt vegna hvata til vinnu. Það er bæði ósiðlegt og óraunhæft. Við ætlum að ganga lengra Já, ríkisstjórnin gengur langt í að bæta réttindi og afkomu öryrkja og fatlaðs fólks. Það er ekkert launungarmál – það er beinlínis okkar meðvitaða stefna. Við höfum stigið fyrstu skrefin en við munum halda áfram á þeirri vegferð að rétta hlut þeirra sem höllustum fæti standa. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að enginn verði skilin eftir. Það er stefna Flokks fólksins. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Flokkur fólksins Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur alltaf verið stefna Flokks fólksins að bæta réttindi og afkomu öryrkja. Við höfum talað skýrt um þetta fyrir hverjar kosningar og á Alþingi undanfarin ár. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að ríkisstjórn sem Flokkur fólksins á aðild að taki stór skref í þágu öryrkja. Nú eru nokkrar breytingar í vændum sem munu gjörbreyta lífi fatlaðs fólks og öryrkja til hins betra: 1. Nýtt örorkulífeyriskerfi Það verða gerðar miklar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Hlutlægara og sanngjarnara mat verður tekið upp þar sem horft er á heildarmöguleika fólks til þátttöku á vinnumarkaði og þar með taka þátttöku í samfélaginu. Þar sem ekki er er aðeins horft til fötlunar eða veikinda. Auk þess hækkar örorkulífeyrir og hlutaörorkulífeyrir og fólk má vinna meira án skerðinga. 2. Aldursviðbót fellur ekki lengur niður Það hefur lengi verið þannig að svo kölluð aldursviðbót fellur niður þegar öryrkjar ná ellilífeyrisaldri. Með nýju frumvarpi Ingu Sæland verður tryggt að aldursviðbótin greiðist áfram þannig að þeir sem urðu öryrkjar á unga aldri og hafa ekki getað áunnið sér lífeyrisréttindi, fái áfram afkomutrygginguna sem felst í aldursviðbótinni. Þetta er gríðarlega mikil réttarbót fyrir stóran hóp. 3. Greiðslur fylgja launavísitölu Frá og með næsta ári munu lífeyrisgreiðslur til öryrkja og eldri borgara fylgja launavísitölu Hagstofunnar en ekki óljósum mælikvörðum. Þetta þýðir að bætur dragast ekki aftur úr almennum launum og fólk heldur sínum kaupmætti. Þetta skapar öryggi og stöðugleika fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Auk þessa verður Tryggingastofnun nú falið að halda utan um tölfræðiupplýsingar um endurhæfingu og þjónustu. Þannig verði auðveldara að greina hvar úrbóta er þörf og fylgjast betur með framvindu mála innan kerfisins. 4. Lögfesting réttindasamnings Sameinuðu þjóðanna Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður lögfestur sem mun styrkja stöðu fatlaðs fólks og auka réttaráhrif samningsins hér á landi. Markmiðið er að tryggja að fatlað fólk njóti allra mannréttinda til jafns við aðra, að komið verði í veg fyrir mismunun og að fatlað fólk fái að taka virkan þátt í samfélaginu. Þetta frumvarp er því afar mikilvægt fyrir fatlað fólk á Íslandi. Ég hvet alla sem hafa ekki gert það nú þegar að hlýða á ræðu Ingu Sæland sem haldin var á fundi Sameinuðu Þjóðanna til að heyra hve mikilvægt það er að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Af hverju skiptir þetta máli? Þessar breytingar eru ekki tilviljun. Þær snúast um eitt: að fatlað fólk og öryrkjar eigi ekki að lifa við fátækt eða óöryggi vegna þess að þau geta ekki unnið. Samfélagið á að tryggja öllum lágmarksafkomu og mannsæmandi líf – líka þeim sem verða fyrir veikindum eða slysum og geta ekki unnið sér inn laun. Við eigum ekki að sætta okkur við annað. Rangfærslur um öryrkja Margir sem gagnrýna þessar breytingar fullyrða að með því að bæta réttindi fatlaðs fólks sé verið að draga úr áhuga fólks á að vinna eða jafnvel hvetja fólk til að sækja um örorku. Þetta er bæði misskilningur og vanvirðing við fólk sem glímir við alvarleg veikindi eða fötlun. Fólk sem glímir við örorku getur ekki valið að vinna eða ekki. Við erum að tala um einstaklinga með skerta vinnufærni sem er skilyrði fyrir örorkubótum. Það er hvorki rétt né sanngjarnt að halda því fram að sá sem fær greidda framfærslu vegna örorku sé að „svíkja kerfið“ eða sitji heima af því að það borgi sig. Fólk sem getur ekki unnið á ekki að þurfa að lifa við neyð, skort og fátækt vegna hvata til vinnu. Það er bæði ósiðlegt og óraunhæft. Við ætlum að ganga lengra Já, ríkisstjórnin gengur langt í að bæta réttindi og afkomu öryrkja og fatlaðs fólks. Það er ekkert launungarmál – það er beinlínis okkar meðvitaða stefna. Við höfum stigið fyrstu skrefin en við munum halda áfram á þeirri vegferð að rétta hlut þeirra sem höllustum fæti standa. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að enginn verði skilin eftir. Það er stefna Flokks fólksins. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar