„Engar svakalegar reglur hér“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2025 22:32 Guðný Árnadóttir er frá Hornafirði en bjó einnig tæp tvö ár í Vík í Mýrdal, áður en hún flutti á höfuðborgarsvæðið. Síðan þá hefur hún leikið sem atvinnumaður á Ítalíu og nú í Svíþjóð, og er mætt á sitt annað stórmót. vísir/Anton Leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hafa rætt um það sín á milli hvernig best sé að nálgast samfélagsmiðla og fjölmiðla á meðan á EM stendur. Guðný Árnadóttir segir hvern og einn leikmann finna hvað henti sér best og að engar sérstakar reglur gildi innan hópsins um þessi mál né önnur. Stelpurnar hafa verið duglegar að deila efni á sínum eigin samfélagsmiðlum og þannig gefið stuðningsmönnum innsýn í lífið á EM. Þær eru að sjálfsögðu líka áberandi á samfélagsmiðlum KSÍ. En hvernig er best að nýta þessa miðla? „Við erum ekki beint með reglur en við höfum aðeins farið yfir þetta. Þær sem eru með reynslu af þessum stórmótum hafa verið að fara yfir hvað þeim finnst best en svo verður bara hver og einn að finna hvað þeim finnst best að gera. Eins hvort þær vilji fylgjast með fréttum eða ekki, reyna helst bara að gera það ekki, og á samfélagsmiðlum gerir hver og einn bara sitt,“ segir Guðný en hún ræddi við Vísi fyrir utan hótel landsliðsins í gær, akkúrat í regnskúr sem gaf falska mynd af veðrinu í Thun þessa dagana. Klippa: Reyna helst að fylgjast ekki með fréttum Aðspurð hvort leikmenn þurfi að fara eftir einhverjum reglum að öðru leyti svarar Guðný hlæjandi: „Nú gæti ég verið að gleyma… Það eru engar svakalegar reglur hér. Þetta er bara þægilegt. Hver og einn verður bara að passa sig og gera það sem er gott fyrir hann.“ Guðný segir leikmenn gera ýmislegt til að stytta sér stundir en að dagskráin sé þó nokkuð þétt varðandi æfingar, fundi og annað. Á meðan sumir leikmenn vilja til dæmis púsla eða eitthvað slíkt þá vill Guðný frekar: „drekka kaffi og horfa á útsýnið. Ég er aðallega í því,“ segir hún létt. Hljómar ítalskt enda lék Guðný með AC Milan og hún segir það hjálpa sér nú þegar spáð er yfir 30 stiga hita í fyrsta leik EM, gegn Finnlandi á morgun. „Ég bjó á Ítalíu í þrjú og hálft ár og er ágætlega vön þessum hita. Mér finnst hann bara æðislegur. Svo á ekkert að vera það svakalega heitt í þessum leikjum og það er kannski gott fyrir okkur sem lið. Við höfum ekki áhyggjur af þessu.“ Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Stelpurnar hafa verið duglegar að deila efni á sínum eigin samfélagsmiðlum og þannig gefið stuðningsmönnum innsýn í lífið á EM. Þær eru að sjálfsögðu líka áberandi á samfélagsmiðlum KSÍ. En hvernig er best að nýta þessa miðla? „Við erum ekki beint með reglur en við höfum aðeins farið yfir þetta. Þær sem eru með reynslu af þessum stórmótum hafa verið að fara yfir hvað þeim finnst best en svo verður bara hver og einn að finna hvað þeim finnst best að gera. Eins hvort þær vilji fylgjast með fréttum eða ekki, reyna helst bara að gera það ekki, og á samfélagsmiðlum gerir hver og einn bara sitt,“ segir Guðný en hún ræddi við Vísi fyrir utan hótel landsliðsins í gær, akkúrat í regnskúr sem gaf falska mynd af veðrinu í Thun þessa dagana. Klippa: Reyna helst að fylgjast ekki með fréttum Aðspurð hvort leikmenn þurfi að fara eftir einhverjum reglum að öðru leyti svarar Guðný hlæjandi: „Nú gæti ég verið að gleyma… Það eru engar svakalegar reglur hér. Þetta er bara þægilegt. Hver og einn verður bara að passa sig og gera það sem er gott fyrir hann.“ Guðný segir leikmenn gera ýmislegt til að stytta sér stundir en að dagskráin sé þó nokkuð þétt varðandi æfingar, fundi og annað. Á meðan sumir leikmenn vilja til dæmis púsla eða eitthvað slíkt þá vill Guðný frekar: „drekka kaffi og horfa á útsýnið. Ég er aðallega í því,“ segir hún létt. Hljómar ítalskt enda lék Guðný með AC Milan og hún segir það hjálpa sér nú þegar spáð er yfir 30 stiga hita í fyrsta leik EM, gegn Finnlandi á morgun. „Ég bjó á Ítalíu í þrjú og hálft ár og er ágætlega vön þessum hita. Mér finnst hann bara æðislegur. Svo á ekkert að vera það svakalega heitt í þessum leikjum og það er kannski gott fyrir okkur sem lið. Við höfum ekki áhyggjur af þessu.“
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira