Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 1. júlí 2025 13:30 Að velja friðinn fram yfir réttlætið?Ekki vegna þess að réttlæti skiptir ekki máli — þvert á móti.Heldur vegna þess að sé haldið í sársauka sem heimurinn neitar að stíga út úr, veikir það vitundina.Að velja friðinn, ekki sem þögn eða samþykki, heldur sem meðvitað val um að taka ekki þátt í mynstri sem stjórnar framvindunni. En hvað gerist þegar við bíðum eftir viðurkenningu sem aldrei kemur?Þegar réttlætið sem við þráum virðist fast í röddum sem þegja, afneita eða hunsa ?Við stöndum eftir með þá tilfinningu — að við höfum val um að öskra, gefast upp eða leita réttlætis. Það er þó líka annað val. Desmond Tutu, sem gegndi lykilhlutverki í sannleiks- og sáttarnefnd Suður-Afríku, sýndi heiminum að það er hægt að velja frið — ekki af undirgefni, heldur sem djúpa mótspyrnu gegn endurtekningunni.Frið sem segir: „Ég viðurkenni sannleikann. En ég ætla ekki að smita hann áfram.“Ekki af því að mér sé sama, heldur akkúrat af því að mér er svo innilega ekki sama. Við getum borið reiði með reisn. Við getum fundið allt sem við finnum – og samt ákveðið að bregðast ekki við á sama hátt og heimurinn hefur kennt okkur. Fátt er þó manninum erfiðara: Að ganga burt frá særandi hringiðunni — án þess að snúa til baka með eld í höndunum. Hér er svo spurning sem ég velti oft fyrir mér: Er það kannski svo, að sjálfshyggjan sem hefur orðið leiðarstef margra samfélaga takmarki hæfni okkar til friðar? Við höfum lært að virða sjálfsvirðingu okkar með því að standa ein — með okkar eigin sannleika, okkar eigin rétt. Erum við að svíkja okkur sjálf með því að gefa eftir? Friðurinn krefst ekki svika við sjálfið, heldur dýpri tengsla. Hver er andstæða sjálfshyggjunnar? Kannski er það samhyggja. Ekki undirgefni heldur viðurkenning á því að við eigum okkur sjálf í gegnum tengsl við aðra. Með því að skilja að sársauki annarra og okkar eigin eru ekki andstæður– heldur samtvinnaðir. Desmond Tutu sagði: „My humanity is bound up in yours, for we can only be human together.” Við þurfum hvort annað til að vera manneskjur. Kannski finnst aðeins friður þegar við hættum að líta á hann sem einkavörn og sjáum hann sem sameiginlegt val. Val sem byrjar ekki í samningaborði, heldur í hjarta þess sem segir: „Ég ætla ekki að halda þessu áfram.“ Val sem smíðar brú — jafnvel þar sem ekkert réttlæti hefur enn birst. Að velja friðinn. Ekki sem undanhald. Heldur sem stefnu. Sem val um að varðveita það sem við viljum njóta — innan frá og í umhverfinu. Höfundur er ráðgjafi og mastersnemi í heildrænum læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Að velja friðinn fram yfir réttlætið?Ekki vegna þess að réttlæti skiptir ekki máli — þvert á móti.Heldur vegna þess að sé haldið í sársauka sem heimurinn neitar að stíga út úr, veikir það vitundina.Að velja friðinn, ekki sem þögn eða samþykki, heldur sem meðvitað val um að taka ekki þátt í mynstri sem stjórnar framvindunni. En hvað gerist þegar við bíðum eftir viðurkenningu sem aldrei kemur?Þegar réttlætið sem við þráum virðist fast í röddum sem þegja, afneita eða hunsa ?Við stöndum eftir með þá tilfinningu — að við höfum val um að öskra, gefast upp eða leita réttlætis. Það er þó líka annað val. Desmond Tutu, sem gegndi lykilhlutverki í sannleiks- og sáttarnefnd Suður-Afríku, sýndi heiminum að það er hægt að velja frið — ekki af undirgefni, heldur sem djúpa mótspyrnu gegn endurtekningunni.Frið sem segir: „Ég viðurkenni sannleikann. En ég ætla ekki að smita hann áfram.“Ekki af því að mér sé sama, heldur akkúrat af því að mér er svo innilega ekki sama. Við getum borið reiði með reisn. Við getum fundið allt sem við finnum – og samt ákveðið að bregðast ekki við á sama hátt og heimurinn hefur kennt okkur. Fátt er þó manninum erfiðara: Að ganga burt frá særandi hringiðunni — án þess að snúa til baka með eld í höndunum. Hér er svo spurning sem ég velti oft fyrir mér: Er það kannski svo, að sjálfshyggjan sem hefur orðið leiðarstef margra samfélaga takmarki hæfni okkar til friðar? Við höfum lært að virða sjálfsvirðingu okkar með því að standa ein — með okkar eigin sannleika, okkar eigin rétt. Erum við að svíkja okkur sjálf með því að gefa eftir? Friðurinn krefst ekki svika við sjálfið, heldur dýpri tengsla. Hver er andstæða sjálfshyggjunnar? Kannski er það samhyggja. Ekki undirgefni heldur viðurkenning á því að við eigum okkur sjálf í gegnum tengsl við aðra. Með því að skilja að sársauki annarra og okkar eigin eru ekki andstæður– heldur samtvinnaðir. Desmond Tutu sagði: „My humanity is bound up in yours, for we can only be human together.” Við þurfum hvort annað til að vera manneskjur. Kannski finnst aðeins friður þegar við hættum að líta á hann sem einkavörn og sjáum hann sem sameiginlegt val. Val sem byrjar ekki í samningaborði, heldur í hjarta þess sem segir: „Ég ætla ekki að halda þessu áfram.“ Val sem smíðar brú — jafnvel þar sem ekkert réttlæti hefur enn birst. Að velja friðinn. Ekki sem undanhald. Heldur sem stefnu. Sem val um að varðveita það sem við viljum njóta — innan frá og í umhverfinu. Höfundur er ráðgjafi og mastersnemi í heildrænum læknavísindum.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar