80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar 1. júlí 2025 14:32 Í Dýrafirði fyrir vestan hefur Arctic Fish leyfi fyrir 10.000 tonna sjókvíaeldi á laxi. Klóakrennslið sem rennur óhindrað í sjóinn í gegnum netmöskvana frá starfseminni er á við 80.000 manna borg, ef við notum tölur frá Landsambandi fiskeldisstöðva, en reyndar miklu hærra ef miðað er við tölur frá norsku Umhverfisstofnuninni. Lægri tala fiskeldismanna sjálfra þýðir að á hverju ári rennur 307 sinnum meira klóak frá sjókvíum Arctic Fish en þeim 261 manns sem búa á Þingeyri við fjörðinn. Athugið að þetta er mun lægri tala en mat norsku Umhverfisstofnunarinnar, en við skulum gera sjókvíeldismönnunum það til geðs að nota þeirra eigin tölu. Hún er alveg nógu skelfileg. Á móti þessari gríðarlegu mengun fyrir neðan yfirborðið og sjónmengunina ofan þess, af flothringjum, fóðurrörum og prömmum, fengu Þingeyringar níu störf í þorpinu. Eftir tíðindi helgarinnar af brottflutningi þessara starfa sitja Dýrfirðingar uppi með mengunina og ekkert annað. Og ekki er það huggulegur kokteill: fiskaskítur, fóðurleifar, feikilegt magn af örplasti, lyf og skordýraeitur sem notað er gegn laxalúsinni, og eitraðir þungmálmar úr ásætuvörnunum sem netapokarnir eru húðaðir með til að koma í veg fyrir að nokkuð lifandi geti fest sig á þau. Voru þessi níu störf sem Þingeyringar höfðu en eru nú að hverfa úr þorpinu dýru verði keypt gæti einhver sagt. Hreinsað á landi, óhreinsað í sjó Fyrir nokkrum dögum birtist frétt í norskum fjölmiðli um að sveitarfélagið Bergen þarf, til að uppfylla norsk lög um meðferð skólps, að byggja sérstaka hreinsistöð fyrir 5.400 íbúa úthverfi í norðurhluta borgarinnar. Áætlaður kostnaður er að andvirði 12,5 milljarðar íslenskra króna. Í fréttinni er bent á að á sama tíma fær sjókvíaeldisfyrirtækið Lerøy að losa tíu sinnum meira klóak frá sinni starfsemi óhreinsað beint í sama fjörð og Bergen stendur við. Velta Lerøy var í fyrra rúmlega 370 milljarðar umreiknað í íslenskar krónur. Þeirri spurningu er varpað fram í norsku fréttinni hvort þetta geti talist eðlilegt. Er það sama ábending og við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum höfum ítrekað um árabil í umsögnum okkar til ýmissa íslenskra stofnana og Alþingis. Í fyrra losuðu sjókvíeldisfyrirtækin sem samsvarar klóakrennsli frá um 420.000 manns óhreinsað í íslenska firði, sé miðað við tölur frá Landsambandi fiskeldisstöðva, en tvöfalt meira ef miðað er við tölur norsku Umhverfisstofnunarinnar. Dýru verði keypt Hvernig getur þetta staðist? Engin starfsemi á landi kemst upp með að senda óhreinsað skólp frá sér beint út í umhverfið og sveitarfélög um allt land innheimta há gjöld af íbúum sínum til að standa straum af tugmilljarða kostnaði við að bæta frárennslismál frá byggð. Ástæðan fyrir þessu furðulega ástandi er að um sjókvíeldi gilda sérlög sem undanskilja það frá lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda og reglugerð um fráveitur og skólp, sem allir aðrir þurfa að fara eftir. Fyrir vikið fá Daníel Jakobsson hjá Arctic Fish og önnur sjókvíeldisfyrirtæki að senda umhverfinu og lífríkinu reikninginn fyrir þeirri gríðarlegu mengun sem verður til við starfsemina. Er sú niðurgreiðsluleið ekki í boði fyrir aðra atvinnustarfsemi. Pilsfaldakapitalistarnir eru víða. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Ísafjarðarbær Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Í Dýrafirði fyrir vestan hefur Arctic Fish leyfi fyrir 10.000 tonna sjókvíaeldi á laxi. Klóakrennslið sem rennur óhindrað í sjóinn í gegnum netmöskvana frá starfseminni er á við 80.000 manna borg, ef við notum tölur frá Landsambandi fiskeldisstöðva, en reyndar miklu hærra ef miðað er við tölur frá norsku Umhverfisstofnuninni. Lægri tala fiskeldismanna sjálfra þýðir að á hverju ári rennur 307 sinnum meira klóak frá sjókvíum Arctic Fish en þeim 261 manns sem búa á Þingeyri við fjörðinn. Athugið að þetta er mun lægri tala en mat norsku Umhverfisstofnunarinnar, en við skulum gera sjókvíeldismönnunum það til geðs að nota þeirra eigin tölu. Hún er alveg nógu skelfileg. Á móti þessari gríðarlegu mengun fyrir neðan yfirborðið og sjónmengunina ofan þess, af flothringjum, fóðurrörum og prömmum, fengu Þingeyringar níu störf í þorpinu. Eftir tíðindi helgarinnar af brottflutningi þessara starfa sitja Dýrfirðingar uppi með mengunina og ekkert annað. Og ekki er það huggulegur kokteill: fiskaskítur, fóðurleifar, feikilegt magn af örplasti, lyf og skordýraeitur sem notað er gegn laxalúsinni, og eitraðir þungmálmar úr ásætuvörnunum sem netapokarnir eru húðaðir með til að koma í veg fyrir að nokkuð lifandi geti fest sig á þau. Voru þessi níu störf sem Þingeyringar höfðu en eru nú að hverfa úr þorpinu dýru verði keypt gæti einhver sagt. Hreinsað á landi, óhreinsað í sjó Fyrir nokkrum dögum birtist frétt í norskum fjölmiðli um að sveitarfélagið Bergen þarf, til að uppfylla norsk lög um meðferð skólps, að byggja sérstaka hreinsistöð fyrir 5.400 íbúa úthverfi í norðurhluta borgarinnar. Áætlaður kostnaður er að andvirði 12,5 milljarðar íslenskra króna. Í fréttinni er bent á að á sama tíma fær sjókvíaeldisfyrirtækið Lerøy að losa tíu sinnum meira klóak frá sinni starfsemi óhreinsað beint í sama fjörð og Bergen stendur við. Velta Lerøy var í fyrra rúmlega 370 milljarðar umreiknað í íslenskar krónur. Þeirri spurningu er varpað fram í norsku fréttinni hvort þetta geti talist eðlilegt. Er það sama ábending og við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum höfum ítrekað um árabil í umsögnum okkar til ýmissa íslenskra stofnana og Alþingis. Í fyrra losuðu sjókvíeldisfyrirtækin sem samsvarar klóakrennsli frá um 420.000 manns óhreinsað í íslenska firði, sé miðað við tölur frá Landsambandi fiskeldisstöðva, en tvöfalt meira ef miðað er við tölur norsku Umhverfisstofnunarinnar. Dýru verði keypt Hvernig getur þetta staðist? Engin starfsemi á landi kemst upp með að senda óhreinsað skólp frá sér beint út í umhverfið og sveitarfélög um allt land innheimta há gjöld af íbúum sínum til að standa straum af tugmilljarða kostnaði við að bæta frárennslismál frá byggð. Ástæðan fyrir þessu furðulega ástandi er að um sjókvíeldi gilda sérlög sem undanskilja það frá lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda og reglugerð um fráveitur og skólp, sem allir aðrir þurfa að fara eftir. Fyrir vikið fá Daníel Jakobsson hjá Arctic Fish og önnur sjókvíeldisfyrirtæki að senda umhverfinu og lífríkinu reikninginn fyrir þeirri gríðarlegu mengun sem verður til við starfsemina. Er sú niðurgreiðsluleið ekki í boði fyrir aðra atvinnustarfsemi. Pilsfaldakapitalistarnir eru víða. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun