Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2025 15:00 Jón Gunnarsson, Guðrún Hafsteinsdóttir og félagar í Sjálfstæðisflokknum hafa farið mikinn í umræðu um veiðigjöldin á Alþingi. Vísir/Anton Brink Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ræður tengdar frumvarpi um breytingar á veiðigjöldum verða eins margar og til þurfi þar til málið verði tekið af dagskrá. Því verði ekki hleypt óbreyttu í gegn. Hagsmunir þjóðarinnar séu í húfi, ekki sérhagsmunir. Rætt var um veiðigjöld á Alþingi til klukkan hálf þrjú í nótt og umræða hófst um málið að nýju í morgun. Alls hefur málið verið rætt í yfir hundrað klukkustundir og er umræðan orðin sú þriðja lengsta frá því að Alþingi var sameinað í eina málstofu fyrir þrjátíu og fjórum árum, á eftir Icesave og þriðja orkupakkanum. „Virðulegur forseti. Það er talað um hér að það sé búið að halda hér mörg hundruð, ég man ekki 1400 ræður, háttvirtur þingmaður Sigmar Guðmundsson er upptekin við að telja og það er ágætt. Þær geta alveg eins verið 2.800. Þær verða eins margar eins og þarf til þess að koma einhverju viti í þetta mál sem er hér til umræðu. Það er ómögulegt og ekki hægt fyrir okkur að hætta umræðu um þetta mál á meðan staðan í því er eins og hún er,“ sagði Jón í umræðum undir liðnum fundarstjórn forseta. Hann sagði Hönnu Katrín Friðriksson ekki fara með rétt mál um að atvinnuveganefnd Alþingis hafi starfað af samviskusemi og aflað góðra gagn í málinu. Hið rétta væri að stjórnarandstaðan hefði þurft að gera ítrekaðar breytingar á frumvarpinu. „Það liggur fyrir að ef málið hefði veirð afgreitt eins og ráðherra kom með það í þingið, og sagði að það væri fullkomið, að allir útreikningar stæðust, þá væri stórslys í uppsiglingu, stórslys í óvandaðri lagasetningu.“ Hanna Katrín sagði í sömu umræðum að málið hefði farið í eðlilegan farveg þingsins þar sem brugðist hefði verið við athugasemdum úr samráðsgátt stjórnvalda og tekið breytingum í störfum nefndarinnar. Jón var fastur fyrir í afstöðu sinni og sagði eðilegan farveg að taka málið af dagskrá og vinna betur. Ella yrði umræðum um málið ekki hætt. „Því við erum að ræða hagsmuni, ekki sérhagsmuni heldur hagsmuni þjóðarinnar.“ Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu samningaviðræður þingflokkanna á Alþingi í fréttum Sýnar í gær. Samningsvilji væri hjá öllum en nokkur mál flæktu stöðuna. Sigmar sagði veiðigjöldin erfiðasta hnútinn að leysa. Minnihluti á Alþingi ætti ekki að geta komið í veg fyrir lýðræðislega afgreiðslu mála. Hildur sagði verkefni stjórnarandstöðunnar að miðla málum og sum mál væru hreinlega ekki tæk til afgreiðslu. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Umræðan um veiðigjaldsfrumvarpið er nú orðin þriðja lengsta umræða þingsins frá árinu 1991 en það hefur verið rætt í rúmlega hundrað klukkustundir. Málið er aftur á dagskrá þingsins í kvöld. 30. júní 2025 19:15 Fundar með þingflokksformönnum Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, mun funda með þingflokksformönnum klukkan níu þar sem þinghald í vikunni verður til umræðu. Þingfundur hefst svo klukkan 10 þar sem á dagskrá eru atkvæðagreiðslur og svo áframhaldandi umræður um breytingar á veiðigjöldum. 30. júní 2025 08:32 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Rætt var um veiðigjöld á Alþingi til klukkan hálf þrjú í nótt og umræða hófst um málið að nýju í morgun. Alls hefur málið verið rætt í yfir hundrað klukkustundir og er umræðan orðin sú þriðja lengsta frá því að Alþingi var sameinað í eina málstofu fyrir þrjátíu og fjórum árum, á eftir Icesave og þriðja orkupakkanum. „Virðulegur forseti. Það er talað um hér að það sé búið að halda hér mörg hundruð, ég man ekki 1400 ræður, háttvirtur þingmaður Sigmar Guðmundsson er upptekin við að telja og það er ágætt. Þær geta alveg eins verið 2.800. Þær verða eins margar eins og þarf til þess að koma einhverju viti í þetta mál sem er hér til umræðu. Það er ómögulegt og ekki hægt fyrir okkur að hætta umræðu um þetta mál á meðan staðan í því er eins og hún er,“ sagði Jón í umræðum undir liðnum fundarstjórn forseta. Hann sagði Hönnu Katrín Friðriksson ekki fara með rétt mál um að atvinnuveganefnd Alþingis hafi starfað af samviskusemi og aflað góðra gagn í málinu. Hið rétta væri að stjórnarandstaðan hefði þurft að gera ítrekaðar breytingar á frumvarpinu. „Það liggur fyrir að ef málið hefði veirð afgreitt eins og ráðherra kom með það í þingið, og sagði að það væri fullkomið, að allir útreikningar stæðust, þá væri stórslys í uppsiglingu, stórslys í óvandaðri lagasetningu.“ Hanna Katrín sagði í sömu umræðum að málið hefði farið í eðlilegan farveg þingsins þar sem brugðist hefði verið við athugasemdum úr samráðsgátt stjórnvalda og tekið breytingum í störfum nefndarinnar. Jón var fastur fyrir í afstöðu sinni og sagði eðilegan farveg að taka málið af dagskrá og vinna betur. Ella yrði umræðum um málið ekki hætt. „Því við erum að ræða hagsmuni, ekki sérhagsmuni heldur hagsmuni þjóðarinnar.“ Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu samningaviðræður þingflokkanna á Alþingi í fréttum Sýnar í gær. Samningsvilji væri hjá öllum en nokkur mál flæktu stöðuna. Sigmar sagði veiðigjöldin erfiðasta hnútinn að leysa. Minnihluti á Alþingi ætti ekki að geta komið í veg fyrir lýðræðislega afgreiðslu mála. Hildur sagði verkefni stjórnarandstöðunnar að miðla málum og sum mál væru hreinlega ekki tæk til afgreiðslu.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Umræðan um veiðigjaldsfrumvarpið er nú orðin þriðja lengsta umræða þingsins frá árinu 1991 en það hefur verið rætt í rúmlega hundrað klukkustundir. Málið er aftur á dagskrá þingsins í kvöld. 30. júní 2025 19:15 Fundar með þingflokksformönnum Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, mun funda með þingflokksformönnum klukkan níu þar sem þinghald í vikunni verður til umræðu. Þingfundur hefst svo klukkan 10 þar sem á dagskrá eru atkvæðagreiðslur og svo áframhaldandi umræður um breytingar á veiðigjöldum. 30. júní 2025 08:32 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Umræðan um veiðigjaldsfrumvarpið er nú orðin þriðja lengsta umræða þingsins frá árinu 1991 en það hefur verið rætt í rúmlega hundrað klukkustundir. Málið er aftur á dagskrá þingsins í kvöld. 30. júní 2025 19:15
Fundar með þingflokksformönnum Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, mun funda með þingflokksformönnum klukkan níu þar sem þinghald í vikunni verður til umræðu. Þingfundur hefst svo klukkan 10 þar sem á dagskrá eru atkvæðagreiðslur og svo áframhaldandi umræður um breytingar á veiðigjöldum. 30. júní 2025 08:32