Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2025 21:59 Sindri Þór Sigríðarson hefur játað að hafa dregið að sér fé í starfi sínu sem framkvæmdastjóri Tjarnarbíós. Vísir/Vilhelm Tjarnarbíó hefur komist að samkomulagi við Sindra Þór Sigríðarson um endurgreiðslu á fjármunum sem hann dró sér þegar hann sinnti starfi framkvæmdastjóra. Kæra sem lögð var fram vegna málsins í janúar hefur verið dregin til baka eftir að fyrstu greiðslur byrjuðu að berast. „Við drógum kæruna til baka í fyrradag,“ segir Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóri í samtali við fréttastofu. Fjallað var um það í janúar á Vísi að Sindri Þór væri grunaður um fjárdrátt og að kæra hefði verið lögð fram. Grunur um fjárdrátt kviknaði eftir að hann lét af störfum í leikhúsinu. „Þessi fjárdráttur hefur átt sér stað síðan 2021 og er að lágmarki 13 milljónir og gæti verið meira,“ sagði Snæbjörn í viðtali í janúar og að allt starfsfólk leikhússins væri í miklu áfalli. Tjarnarbíó er óhagnaðardrifið leikhús við Tjarnargötu í Reykjavík, styrkt af Reykjavíkurborg til að hýsa sjálfstæða atvinnu sviðslistahópa og sviðslistafólk. Leikhúsið er rekið í húsnæði í eigu borgarinnar sem styrkir starfsemina bæði með rekstrarframlagi og húsnæðis- og tækjaleigusamningi. Játning liggi fyrir „Það liggur fyrir játning og við höfum náð að semja hvernig hann greiði til baka. Þetta mun allt verða skýrt í ársreikningi í nóvember,“ segir Snæbjörn. Hann segir trúnaðarákvæði í samningnum sem gerður var við Sindra Þór og því geti hann ekki upplýst um nákvæma upphæð en staðfestir þó að leikhúsið hafi endurheimt stóran hluta fjármagnsins sem var stolið. „Ég get alveg sagt að hagsmunum félagsins hafi verið vel gætt.“ Reglulega hafa verið fluttar fréttir af því að fjárhagur leikhússins væri slæmur og framtíð þess í hættu. Snæbjörn segir fjárdráttinn hafa haft mikil áhrif á bæði rekstur og sálræna líðan starfsfólksins. Reksturinn stöðugur í dag „Sérstaklega á alla sem hafa unnið náið með Sindra. Hann var starfsmaður hérna í fimm ár. Ég kem inn sem nýr stjórnandi í haust og þekki hann ekki, þannig ég er kannski sá sem þetta fær minnst á, en auðvitað fær maður sjokk þegar maður uppgötvar svona. Ég var í mjög erfiðri stöðu fyrstu mánuðina mína í starfi með reksturinn. En ég get alveg sagt að reksturinn hjá Tjarnarbíó er mjög stöðugur núna. Ég á ekki von á því að það verði fréttir á næstunni um að Tjarnarbíó sé í fjárhagsvanda. Ég á von á því að hann haldi áfram stöðugur.“ Snæbjörn er sjálfur í fríi núna en er að vinna að markaðsefni fyrir næsta leikár. Hann segir margt skemmtilegt á döfinni. Eitthvað haldi áfram frá síðasta ári en svo taki margar nýjar sýningar við. Síðasta sýning leikársins var í síðustu viku og sú næsta verður á Hinsegin dögum í ágúst. „Þá verður geggjuð áströlsk grúppa sem Margrét Maack er að flytja inn. Þetta er svona Full Monty. Mjög hýrt og mjög fyndið.“ Leikhús Fjárdráttur í Tjarnarbíói Efnahagsbrot Lögreglumál Tjarnarbíó Tengdar fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Sjá meira
„Við drógum kæruna til baka í fyrradag,“ segir Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóri í samtali við fréttastofu. Fjallað var um það í janúar á Vísi að Sindri Þór væri grunaður um fjárdrátt og að kæra hefði verið lögð fram. Grunur um fjárdrátt kviknaði eftir að hann lét af störfum í leikhúsinu. „Þessi fjárdráttur hefur átt sér stað síðan 2021 og er að lágmarki 13 milljónir og gæti verið meira,“ sagði Snæbjörn í viðtali í janúar og að allt starfsfólk leikhússins væri í miklu áfalli. Tjarnarbíó er óhagnaðardrifið leikhús við Tjarnargötu í Reykjavík, styrkt af Reykjavíkurborg til að hýsa sjálfstæða atvinnu sviðslistahópa og sviðslistafólk. Leikhúsið er rekið í húsnæði í eigu borgarinnar sem styrkir starfsemina bæði með rekstrarframlagi og húsnæðis- og tækjaleigusamningi. Játning liggi fyrir „Það liggur fyrir játning og við höfum náð að semja hvernig hann greiði til baka. Þetta mun allt verða skýrt í ársreikningi í nóvember,“ segir Snæbjörn. Hann segir trúnaðarákvæði í samningnum sem gerður var við Sindra Þór og því geti hann ekki upplýst um nákvæma upphæð en staðfestir þó að leikhúsið hafi endurheimt stóran hluta fjármagnsins sem var stolið. „Ég get alveg sagt að hagsmunum félagsins hafi verið vel gætt.“ Reglulega hafa verið fluttar fréttir af því að fjárhagur leikhússins væri slæmur og framtíð þess í hættu. Snæbjörn segir fjárdráttinn hafa haft mikil áhrif á bæði rekstur og sálræna líðan starfsfólksins. Reksturinn stöðugur í dag „Sérstaklega á alla sem hafa unnið náið með Sindra. Hann var starfsmaður hérna í fimm ár. Ég kem inn sem nýr stjórnandi í haust og þekki hann ekki, þannig ég er kannski sá sem þetta fær minnst á, en auðvitað fær maður sjokk þegar maður uppgötvar svona. Ég var í mjög erfiðri stöðu fyrstu mánuðina mína í starfi með reksturinn. En ég get alveg sagt að reksturinn hjá Tjarnarbíó er mjög stöðugur núna. Ég á ekki von á því að það verði fréttir á næstunni um að Tjarnarbíó sé í fjárhagsvanda. Ég á von á því að hann haldi áfram stöðugur.“ Snæbjörn er sjálfur í fríi núna en er að vinna að markaðsefni fyrir næsta leikár. Hann segir margt skemmtilegt á döfinni. Eitthvað haldi áfram frá síðasta ári en svo taki margar nýjar sýningar við. Síðasta sýning leikársins var í síðustu viku og sú næsta verður á Hinsegin dögum í ágúst. „Þá verður geggjuð áströlsk grúppa sem Margrét Maack er að flytja inn. Þetta er svona Full Monty. Mjög hýrt og mjög fyndið.“
Leikhús Fjárdráttur í Tjarnarbíói Efnahagsbrot Lögreglumál Tjarnarbíó Tengdar fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Sjá meira
Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent