UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2025 10:33 Það rigndi á stelpurnar okkar á æfingu í gær en í dag er búist við miklum hita og sól í Thun. Samsett;Anton/UEFA Vegna þess hve miklum hita er spáð í Sviss í dag, á fyrsta degi Evrópumóts kvenna í fótbolta, hefur Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) brugðið til þess ráðs að breyta reglum á leikjum dagsins. Ísland mætir Finnlandi í Thun í dag klukkan 16 að íslenskum tíma, eða klukkan 18 að staðartíma, og veðurspáin gerði ráð fyrir yfir þrjátíu stiga hita þegar leikurinn hæfist. Nú er spáð að hitinn verði um 28 stig og jafnframt að sólin skíni. Til þess að bregðast við þessum mikla hita hefur UEFA ákveðið að leyfa íslenskum, finnskum og öðrum áhorfendum að hafa með sér vatn að drekka í stúkuna í dag. Leyfilegt verður að hafa allt að 0,5 lítra vatnsflöskur úr plasti eða áli en ekki úr gleri. View this post on Instagram A post shared by The Summit of Emotions (@weuro2025thesummit) Þá benda mótshaldarar fólki á það að öruggt sé að drekka vatn beint úr krana í Sviss, líkt og Íslendingar þekkja í sínu heimalandi. Mótshaldarar hvetja jafnframt fólk til að takmarka þann tíma sem það ver í sólskini, nota sólarvörn og hatta. Þó að íslenskum blaðamönnum þyki ansi heitt í Thun, auk þess sem lítið er um loftkælingu á hótelum og veitingastöðum, þá kvarta stelpurnar ekki og segjast höndla hitann vel, jafnvel þó að ekki sé loftkæling á þeirra hóteli. Þær hafa fengið góða regnskúra síðustu tvo daga en ekki er búist við rigningu á leiknum í kvöld heldur bara sól. Samkvæmt nýjustu tölum frá KSÍ er búist við um 1.500 íslenskum stuðningsmönnum á Stockhorn Arena í Thun í dag. Fólk er hvatt til að safnast saman á sérstöku stuðningsmannasvæði á Waisenhausplatz í Thun sem opnar klukkan 11 að staðartíma og er opið til 21 í dag. Þaðan verður gengið á keppnisleikvanginn þar sem áætlað er að fólk mæti um kl. 14 að íslenskum tíma (16 að staðartíma), tveimur tímum áður en leikurinn hefst. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira
Ísland mætir Finnlandi í Thun í dag klukkan 16 að íslenskum tíma, eða klukkan 18 að staðartíma, og veðurspáin gerði ráð fyrir yfir þrjátíu stiga hita þegar leikurinn hæfist. Nú er spáð að hitinn verði um 28 stig og jafnframt að sólin skíni. Til þess að bregðast við þessum mikla hita hefur UEFA ákveðið að leyfa íslenskum, finnskum og öðrum áhorfendum að hafa með sér vatn að drekka í stúkuna í dag. Leyfilegt verður að hafa allt að 0,5 lítra vatnsflöskur úr plasti eða áli en ekki úr gleri. View this post on Instagram A post shared by The Summit of Emotions (@weuro2025thesummit) Þá benda mótshaldarar fólki á það að öruggt sé að drekka vatn beint úr krana í Sviss, líkt og Íslendingar þekkja í sínu heimalandi. Mótshaldarar hvetja jafnframt fólk til að takmarka þann tíma sem það ver í sólskini, nota sólarvörn og hatta. Þó að íslenskum blaðamönnum þyki ansi heitt í Thun, auk þess sem lítið er um loftkælingu á hótelum og veitingastöðum, þá kvarta stelpurnar ekki og segjast höndla hitann vel, jafnvel þó að ekki sé loftkæling á þeirra hóteli. Þær hafa fengið góða regnskúra síðustu tvo daga en ekki er búist við rigningu á leiknum í kvöld heldur bara sól. Samkvæmt nýjustu tölum frá KSÍ er búist við um 1.500 íslenskum stuðningsmönnum á Stockhorn Arena í Thun í dag. Fólk er hvatt til að safnast saman á sérstöku stuðningsmannasvæði á Waisenhausplatz í Thun sem opnar klukkan 11 að staðartíma og er opið til 21 í dag. Þaðan verður gengið á keppnisleikvanginn þar sem áætlað er að fólk mæti um kl. 14 að íslenskum tíma (16 að staðartíma), tveimur tímum áður en leikurinn hefst.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira