„Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 08:02 Kolbrún Ellý og Nikulás gengu í hjónaband á fallegum degi í júní síðasliðnum. Ljósmynd/Fromacompletestranger „Það kom okkur mest á óvart hvað við náðum að njóta okkar. Þetta var einn skemmtilegasti dagur sem við höfum upplifað,“ segir Kolbrún Ellý Björgvinsdóttir, viðurkenndur bókari, sem giftist sínum heittelskaða, Nikulási Jónssyni lækni, við fallega athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík í júní síðastliðnum. Kolbrún Ellý og Nikulás hafa verið saman í árabil og eiga þrjá drengi á aldrinum eins til sex ára. Upphaflega ætluðu þau að gifta sig sumarið 2024, en þegar þau komust óvænt að því að þau ættu von á sínu þriðja barni ákváðu þau að fresta brúðkaupinu um eitt ár. Kolbrún Ellý ræddi við blaðamann um stóra daginn og augnablikin sem stóðu sérstaklega upp úr. Kolbrún og Nikulás þurftu að fresta brúðkaupinu um ár þar sem þau áttu óvænt von á þriðja barninu.Ljósmynd/Fromacompletestranger Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðum okkur í maí 2023. Dagurinn var stór að því leyti að maðurinn minn var að klára sitt síðasta próf í læknanáminu og því bar að fagna með því að fara út að borða með góðum vinum. Við vorum heima að undirbúa okkur fyrir brottför, strákarnir okkar, sem voru þá fjögurra og tveggja ára, hlupu um í kringum okkur og þá lét Nikulás vaða. Fór langur tími í að undirbúa stóra daginn? Við héldum að við værum snemma í því að byrja að undirbúa ári fyrir en komumst þá að því að það þótti ekki snemmt fyrir stóra veislu. Margar dagsetningar voru þá þegar orðnar fullbókaðar. En það blessaðist nú allt fyrir rest. Dagurinn var bjartur og fallegur.Ljósmynd/Fromacompletestranger Voruð þið sammála í skipulaginu? Er það einhvern tímann þannig? Við höfum bæði miklar skoðanir og brúðkaupið var þar engin undantekning. Ætli þetta hafi ekki verið mjög týpískt; ég vildi meira, hann vildi minna. En við mættumst á miðri leið eða réttara sagt aðeins nær mér. Alina hjá Og Smáatriðin hjálpaði okkur við veisluna. Hún var alveg dásamleg, ég hefði ekki viljað hafa þetta neitt öðruvísi. Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Hann var dásamlegur. Dagurinn byrjaði á því að strákarnir fóru yfir til tengdaforeldra minna þar sem þeir voru fram að myndatökunni. Ég varð eftir heima og fékk mínar bestu konur til mín þar sem við höfðum okkur til saman. Upp úr hádegi hittumst við fjölskyldan í Alþingisgarðinum þar sem teknar voru myndir af okkur. Eftir það fórum við upp á Parliament Hotel, sem stendur við Austurvöll, þar sem við fengum að fara inn á herbergi til að slaka á fyrir athöfnina, skipta á bleyju, láta alla pissa og borða. Eintóm rómantík. Synir brúðhjónanna tóku virkan þátt í deginum.Ljósmynd/Fromacompletestranger Síðan var komið að athöfninni sem fór fram í Dómkirkjunni við Austurvöll. Hún hófst klukkan 15 og var alveg yndisleg. Séra Dís Gylfadóttir gaf okkur saman en hún hefur skírt alla strákana okkar. Bróðir minn Rafn Hlíðkvist og konan hans Íris Eysteinsdóttir sungu tvö lög: „Þú átt mig ein“ og „From this moment on“. Það var mjög dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt. Eftir athöfnina var farið í fordrykk í Kvennasalnum á Parliament Hotel, þar gátu gestir fengið sér mat og drykk á meðan við fengum smá gæðastund með strákunum okkar. Síðan fórum við öll í salinn og nutum með fólkinu okkar áður en við leiddum alla yfir í Sjálfstæðissalinn þar sem borðhaldið og veislan fór fram. Nánast allt gekk upp eins skipulagt var. Við vorum hins vegar undirbúin því að ekki færi allt eins og við myndum vilja, með þrjá litla stráka var ekki hægt að gera ráð fyrir því en þeir voru eins og ljós og fannst dagurinn frábær. Kolbrún og Nikulás ásamt sonum sínum þremur.Ljósmynd/Fromacompletestranger Voru einhver skemmtiatriði? Í fordrykknum kom Tríóið Fjarkar og spiluðu fyrir okkur notalega tóna. Þegar leið á kvöldið kom Herra Hnetusmjör og tryllti líðinn og eftir það tók vinkona okkar Guðrún Ýr nokkur lög - svo mikið best. Að lokum kom Dóra Júlía mín og hélt stemningunni í hámarki. Þau voru öll frábær og miklu meira en það! Hverjir sáu um veislustjórn? Bróðir Nikulásar hann Elías Jónsson og Emil Þór Ragnarsson frændi hans sáu um veislustjórnun og stóðu sig óaðfinnanlega! Hvað voru margir gestir? 120 manns. Hvaðan eru fötin ykkar? Kjóllinn er úr Loforð og jakkafötin úr Herragarðinum. Föt strákanna fengum við í Next. Ljósmynd/Fromacompletestranger Var eitthvað sem kom mest á óvart? Já, þetta er kannski mjög einfalt svar, en það kom okkur mest á óvart hvað við náðum mikið að njóta okkar. Þetta var einn skemmtilegasti dagur sem við höfum upplifað! Hvað stendur upp úr? Það er erfitt að segja hvað stóð upp úr, því það var svo margt. En ef ég þyrfti að velja eitt væri það athöfnin – ólýsanlegt augnablik. Hjónin nutu dagsins til hins ýtrasta.Ljósmynd/Fromacompletestranger Ætlið þið að fara í brúðkaupsferð? Já klárlega en ekkert ákveðið ennþá. Við ætlum að bíða eftir að yngsti strákurinn okkar verði aðeins eldri svo að við getum notið okkar betur. Brúðkaup Tímamót Ástin og lífið Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Kolbrún Ellý og Nikulás hafa verið saman í árabil og eiga þrjá drengi á aldrinum eins til sex ára. Upphaflega ætluðu þau að gifta sig sumarið 2024, en þegar þau komust óvænt að því að þau ættu von á sínu þriðja barni ákváðu þau að fresta brúðkaupinu um eitt ár. Kolbrún Ellý ræddi við blaðamann um stóra daginn og augnablikin sem stóðu sérstaklega upp úr. Kolbrún og Nikulás þurftu að fresta brúðkaupinu um ár þar sem þau áttu óvænt von á þriðja barninu.Ljósmynd/Fromacompletestranger Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðum okkur í maí 2023. Dagurinn var stór að því leyti að maðurinn minn var að klára sitt síðasta próf í læknanáminu og því bar að fagna með því að fara út að borða með góðum vinum. Við vorum heima að undirbúa okkur fyrir brottför, strákarnir okkar, sem voru þá fjögurra og tveggja ára, hlupu um í kringum okkur og þá lét Nikulás vaða. Fór langur tími í að undirbúa stóra daginn? Við héldum að við værum snemma í því að byrja að undirbúa ári fyrir en komumst þá að því að það þótti ekki snemmt fyrir stóra veislu. Margar dagsetningar voru þá þegar orðnar fullbókaðar. En það blessaðist nú allt fyrir rest. Dagurinn var bjartur og fallegur.Ljósmynd/Fromacompletestranger Voruð þið sammála í skipulaginu? Er það einhvern tímann þannig? Við höfum bæði miklar skoðanir og brúðkaupið var þar engin undantekning. Ætli þetta hafi ekki verið mjög týpískt; ég vildi meira, hann vildi minna. En við mættumst á miðri leið eða réttara sagt aðeins nær mér. Alina hjá Og Smáatriðin hjálpaði okkur við veisluna. Hún var alveg dásamleg, ég hefði ekki viljað hafa þetta neitt öðruvísi. Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Hann var dásamlegur. Dagurinn byrjaði á því að strákarnir fóru yfir til tengdaforeldra minna þar sem þeir voru fram að myndatökunni. Ég varð eftir heima og fékk mínar bestu konur til mín þar sem við höfðum okkur til saman. Upp úr hádegi hittumst við fjölskyldan í Alþingisgarðinum þar sem teknar voru myndir af okkur. Eftir það fórum við upp á Parliament Hotel, sem stendur við Austurvöll, þar sem við fengum að fara inn á herbergi til að slaka á fyrir athöfnina, skipta á bleyju, láta alla pissa og borða. Eintóm rómantík. Synir brúðhjónanna tóku virkan þátt í deginum.Ljósmynd/Fromacompletestranger Síðan var komið að athöfninni sem fór fram í Dómkirkjunni við Austurvöll. Hún hófst klukkan 15 og var alveg yndisleg. Séra Dís Gylfadóttir gaf okkur saman en hún hefur skírt alla strákana okkar. Bróðir minn Rafn Hlíðkvist og konan hans Íris Eysteinsdóttir sungu tvö lög: „Þú átt mig ein“ og „From this moment on“. Það var mjög dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt. Eftir athöfnina var farið í fordrykk í Kvennasalnum á Parliament Hotel, þar gátu gestir fengið sér mat og drykk á meðan við fengum smá gæðastund með strákunum okkar. Síðan fórum við öll í salinn og nutum með fólkinu okkar áður en við leiddum alla yfir í Sjálfstæðissalinn þar sem borðhaldið og veislan fór fram. Nánast allt gekk upp eins skipulagt var. Við vorum hins vegar undirbúin því að ekki færi allt eins og við myndum vilja, með þrjá litla stráka var ekki hægt að gera ráð fyrir því en þeir voru eins og ljós og fannst dagurinn frábær. Kolbrún og Nikulás ásamt sonum sínum þremur.Ljósmynd/Fromacompletestranger Voru einhver skemmtiatriði? Í fordrykknum kom Tríóið Fjarkar og spiluðu fyrir okkur notalega tóna. Þegar leið á kvöldið kom Herra Hnetusmjör og tryllti líðinn og eftir það tók vinkona okkar Guðrún Ýr nokkur lög - svo mikið best. Að lokum kom Dóra Júlía mín og hélt stemningunni í hámarki. Þau voru öll frábær og miklu meira en það! Hverjir sáu um veislustjórn? Bróðir Nikulásar hann Elías Jónsson og Emil Þór Ragnarsson frændi hans sáu um veislustjórnun og stóðu sig óaðfinnanlega! Hvað voru margir gestir? 120 manns. Hvaðan eru fötin ykkar? Kjóllinn er úr Loforð og jakkafötin úr Herragarðinum. Föt strákanna fengum við í Next. Ljósmynd/Fromacompletestranger Var eitthvað sem kom mest á óvart? Já, þetta er kannski mjög einfalt svar, en það kom okkur mest á óvart hvað við náðum mikið að njóta okkar. Þetta var einn skemmtilegasti dagur sem við höfum upplifað! Hvað stendur upp úr? Það er erfitt að segja hvað stóð upp úr, því það var svo margt. En ef ég þyrfti að velja eitt væri það athöfnin – ólýsanlegt augnablik. Hjónin nutu dagsins til hins ýtrasta.Ljósmynd/Fromacompletestranger Ætlið þið að fara í brúðkaupsferð? Já klárlega en ekkert ákveðið ennþá. Við ætlum að bíða eftir að yngsti strákurinn okkar verði aðeins eldri svo að við getum notið okkar betur.
Brúðkaup Tímamót Ástin og lífið Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira