Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. júlí 2025 12:39 Hljómsveitin hefur bæði verið lofuð og löstuð fyrir uppátækið. Getty/Yui Mok Hljómsveitin Bob Vylan var meðal sjö atriða á Glastonbury-tónlistarhátíðinni sem stjórnendur BBC höfðu metið sem há-áhættu atriði. Menn töldu sig hins vegar hafa gert ráðstafanir til að grípa inn í ef eitthvað kæmi upp á en svo reyndist ekki vera. Bob Vylan komst í fréttirnar eftir að söngvari sveitarinnar, Pascal Robinson-Foster, kyrjaði „death, death to the IDF“ en IDF stendur fyrir „Israel Defence Forces“. BBC sýndi frá tónlistarhátíðinni í beinni útsendingu og beinu streymi og um leið og Robinson-Foster fór af stað var skjátexta hent inn af framleiðendum til að vara við orðfærinu. Stjórnendur BBC hafa hins vegar viðurkennt að það hafi verið mistök að hætta ekki samstundis útsendingu og taka atriðið úr spilun. Hljómsveitin hefur birt yfirlýsingu á X þar sem hún neitar að kalla eftir dauða gyðinga. Silence is not an option. pic.twitter.com/i5ubnDntUo— Bob Vylan (@BobbyVylan) July 1, 2025 Greint hefur verið frá því að ríkismiðillinn muni í kjölfarið endurskoða umgjörð beinna útsendinga frá tónlistarviðburðum og að há-áhættu atriði verði ekki send út í beinni né streymt beint. Þá hafa ótilgreindir starfsmenn verið færðir til vegna málsins. Tim Davie, forstjóri BBC, hefur harmað uppákomuna í yfirlýsingu til starfsmanna og beðið áhorfendur og gyðinga afsökunar. Hljómsveitin hefur verið afbókuð á viðburðum í Frakklandi og Þýskalandi og neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þá er atvikið til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum. Hljómsveitin sætir einnig rannsókn lögregluyfirvalda í Lundúnum vegna ummæla á tónleikum í Alexandra Palace í maí. Þar er Robinson-Foster sagður hafa kallað eftir dauða allra hermanna Ísrael. Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Tónlist Fjölmiðlar England Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Bob Vylan komst í fréttirnar eftir að söngvari sveitarinnar, Pascal Robinson-Foster, kyrjaði „death, death to the IDF“ en IDF stendur fyrir „Israel Defence Forces“. BBC sýndi frá tónlistarhátíðinni í beinni útsendingu og beinu streymi og um leið og Robinson-Foster fór af stað var skjátexta hent inn af framleiðendum til að vara við orðfærinu. Stjórnendur BBC hafa hins vegar viðurkennt að það hafi verið mistök að hætta ekki samstundis útsendingu og taka atriðið úr spilun. Hljómsveitin hefur birt yfirlýsingu á X þar sem hún neitar að kalla eftir dauða gyðinga. Silence is not an option. pic.twitter.com/i5ubnDntUo— Bob Vylan (@BobbyVylan) July 1, 2025 Greint hefur verið frá því að ríkismiðillinn muni í kjölfarið endurskoða umgjörð beinna útsendinga frá tónlistarviðburðum og að há-áhættu atriði verði ekki send út í beinni né streymt beint. Þá hafa ótilgreindir starfsmenn verið færðir til vegna málsins. Tim Davie, forstjóri BBC, hefur harmað uppákomuna í yfirlýsingu til starfsmanna og beðið áhorfendur og gyðinga afsökunar. Hljómsveitin hefur verið afbókuð á viðburðum í Frakklandi og Þýskalandi og neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þá er atvikið til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum. Hljómsveitin sætir einnig rannsókn lögregluyfirvalda í Lundúnum vegna ummæla á tónleikum í Alexandra Palace í maí. Þar er Robinson-Foster sagður hafa kallað eftir dauða allra hermanna Ísrael.
Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Tónlist Fjölmiðlar England Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira