Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. júlí 2025 12:39 Hljómsveitin hefur bæði verið lofuð og löstuð fyrir uppátækið. Getty/Yui Mok Hljómsveitin Bob Vylan var meðal sjö atriða á Glastonbury-tónlistarhátíðinni sem stjórnendur BBC höfðu metið sem há-áhættu atriði. Menn töldu sig hins vegar hafa gert ráðstafanir til að grípa inn í ef eitthvað kæmi upp á en svo reyndist ekki vera. Bob Vylan komst í fréttirnar eftir að söngvari sveitarinnar, Pascal Robinson-Foster, kyrjaði „death, death to the IDF“ en IDF stendur fyrir „Israel Defence Forces“. BBC sýndi frá tónlistarhátíðinni í beinni útsendingu og beinu streymi og um leið og Robinson-Foster fór af stað var skjátexta hent inn af framleiðendum til að vara við orðfærinu. Stjórnendur BBC hafa hins vegar viðurkennt að það hafi verið mistök að hætta ekki samstundis útsendingu og taka atriðið úr spilun. Hljómsveitin hefur birt yfirlýsingu á X þar sem hún neitar að kalla eftir dauða gyðinga. Silence is not an option. pic.twitter.com/i5ubnDntUo— Bob Vylan (@BobbyVylan) July 1, 2025 Greint hefur verið frá því að ríkismiðillinn muni í kjölfarið endurskoða umgjörð beinna útsendinga frá tónlistarviðburðum og að há-áhættu atriði verði ekki send út í beinni né streymt beint. Þá hafa ótilgreindir starfsmenn verið færðir til vegna málsins. Tim Davie, forstjóri BBC, hefur harmað uppákomuna í yfirlýsingu til starfsmanna og beðið áhorfendur og gyðinga afsökunar. Hljómsveitin hefur verið afbókuð á viðburðum í Frakklandi og Þýskalandi og neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þá er atvikið til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum. Hljómsveitin sætir einnig rannsókn lögregluyfirvalda í Lundúnum vegna ummæla á tónleikum í Alexandra Palace í maí. Þar er Robinson-Foster sagður hafa kallað eftir dauða allra hermanna Ísrael. Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Tónlist Fjölmiðlar England Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Bob Vylan komst í fréttirnar eftir að söngvari sveitarinnar, Pascal Robinson-Foster, kyrjaði „death, death to the IDF“ en IDF stendur fyrir „Israel Defence Forces“. BBC sýndi frá tónlistarhátíðinni í beinni útsendingu og beinu streymi og um leið og Robinson-Foster fór af stað var skjátexta hent inn af framleiðendum til að vara við orðfærinu. Stjórnendur BBC hafa hins vegar viðurkennt að það hafi verið mistök að hætta ekki samstundis útsendingu og taka atriðið úr spilun. Hljómsveitin hefur birt yfirlýsingu á X þar sem hún neitar að kalla eftir dauða gyðinga. Silence is not an option. pic.twitter.com/i5ubnDntUo— Bob Vylan (@BobbyVylan) July 1, 2025 Greint hefur verið frá því að ríkismiðillinn muni í kjölfarið endurskoða umgjörð beinna útsendinga frá tónlistarviðburðum og að há-áhættu atriði verði ekki send út í beinni né streymt beint. Þá hafa ótilgreindir starfsmenn verið færðir til vegna málsins. Tim Davie, forstjóri BBC, hefur harmað uppákomuna í yfirlýsingu til starfsmanna og beðið áhorfendur og gyðinga afsökunar. Hljómsveitin hefur verið afbókuð á viðburðum í Frakklandi og Þýskalandi og neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þá er atvikið til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum. Hljómsveitin sætir einnig rannsókn lögregluyfirvalda í Lundúnum vegna ummæla á tónleikum í Alexandra Palace í maí. Þar er Robinson-Foster sagður hafa kallað eftir dauða allra hermanna Ísrael.
Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Tónlist Fjölmiðlar England Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira